Fréttablaðið - 25.09.2006, Síða 23

Fréttablaðið - 25.09.2006, Síða 23
MÁNUDAGUR 25. september 2006 3 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Upphaflega er talið að húsamúsin hafi komið frá Norður-Indlandi og hafi í tímans rás borist um allan heim með manninum. Talið er að undirtegundir húsamúsa í Evr- ópu séu tvær, annars vegar M.m. musculus sem lifir í Skandinavíu, nyrst á Jótlandsskaga og um alla austanverða Evrópu og hins vegar M.m. domesticus sem lifir á Bret- landseyjum og víðar um Vestur- og Suður-Evrópu. Nýlega var upp- götvað að hún væri líka á Íslandi. Liturinn á henni minnir fremur á M.m. musculus. Talið er að húsamúsin hafi borist til landsins með landnámsmönnum. Á stríðsárunum barst hingað með hernum dökkt litarafbrigði, oft nefnd „Bretamús“ eða svartamús vegna þess hve dökk hún er. Húsamúsin lifir í 6-8 mánuði. Dýrin eru 6-12 cm að lengd án hala, halinn er styttri en á hagamúsinni eða um 5-10 cm langur Fullvaxin dýr eru 10-25 g að þyngd. Með- ganga fyrir got er 25 dagar og geta 4-13 ungar komið í einu goti. Þyngd unga er 1-2 g. Húsamúsin er gráleit á baki, ljós- ari á kviði og litarskil ekki eins glögg og hjá hagamúsinni. Þetta á við um norrænu tegundina. Vestræna húsamúsin er öll dekkri yfirlitum. Hún er dökkgrá á baki og grá á kviði. Þær tísta og er hátíðnin allt að 40.000 Hz. Hagamýs eru með ljósari kvið, stærri augu, lengri eyru og fram- mjórra trýni. Ungar hagamýs eru dekkri og er þeim stundum ruglað saman við húsamýs. Til að vera alveg öruggur er best að greina dýrin á tönnunum. Húsamúsin er með hak upp í slitflöt á framtönnum í efri kjálka en haga- músin ekki. Rætur fremsta jaxls eru fjórar eða fimm hjá hagamús en þrjár hjá húsamús. Það er sterkari lykt af húsamúsunum. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi vegna sjúkdómahættu frá húsamúsinni. Þó hafa 24 teg- undir sníkjudýra fundist í húsamús- um hér á landi. Til dæmis nokkrar tegundir einfrumunga, bandorma, þráðorma, sníkjumaura, naglúsa og flær. Flærnar leggjast báðar á menn og bandormurinn (Hymenolepis nana) getur lifað í fólki. Meindýraeyðar sem þurfa að eitra fyrir músum ættu að hafa allan varann á til að verja sig fyrir biti. Þegar eitrað er fyrir músum á alltaf að eitra fyrir utan húsin. Þetta á við um bæði hagamús og húsamús. Setja skal eitur í beitu- stöðvar til að verjast því að fá dýrin inn í húsin en vera með músafellur, músagildrur eða músahótelum sem geta veitt allt að 15 mýs í einu. Það á aldrei að eitra inni í húsum. Allan forvarnarbúnað er hægt að fá hjá meindýraeyðum og einnig ráðleggingar við vandamálum sem upp koma. Það er hægt að fá músakítti til að fylla í göt og sprung- ur en kíttið hefur þann eiginleika að vera alltaf stamt og mjúkt og klístr- ast því í tennur dýranna. Kíttið hefur bæði lykt og bragð og dýrin koma ekki nálægt því nema einu sinni. Ein af ástæðum þess að þjófa- bjalla (tínusbjalla) fer á kreik er oft sú að mús hefur drepist í holrými inn í vegg. Margir meindýraeyðar eru með holsjár til að sjá inn í holrými og sparar það fyrirhöfn og peninga að fá fagmann á staðinn til að meta málin ef grunur leikur á slíku. Það er nauðsynlegt að láta greina mýs séu menn ekki vissir, því það er ekki sama hvort um haga- mús eða húsamús er að ræða þegar fanga á þessi dýr. Menn hafa líka ruglast á músum og rottuungum. Músaungar geta komist í gegnum allt að 4 mm gat og rottuungar í gegnum allt að 8 mm göt. Látið fagmenn greina dýrið, t.d. Náttúrufræðistofnun. Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004, Guðmundur Óli Scheving Íslensk Spendýr 2004, Páll Hersteinsson Meindýr í húsum og gróðri 1944, Geir Gígja Húsamús (M.m.musculus og M.m.domesticus) House Mouse Uppgræðsla lands með birki þarf ekki að vera flókin. „Nú er rétti tíminn fyrir fólk að safna birkifræi og sá því nánast beint út aftur eftir að hafa þurrk- að það í nokkra daga,“ segir Steinn Kárason, garðyrkjufræðingur með meiru. „Ef fólk á sumar- bústaðalönd sem það vill græða upp getur það víða náð sér í fræ. Það þarf bara að velja falleg birki- tré til undaneldis,“ heldur hann áfram. Hann segir algengast að fræinu sé forsáð í sérstakan reit og plönturnar séu síðan færðar á varanlega staði þegar þær hafa komist svolítið á legg en hitt sé líka auðvelt að sá beint á melana. Steinn er mikill aðdáandi birkis og áhugamaður um að birkið fái að vaxa aftur á Íslandi eins og það gerði í fornöld og hefur sjálfur verið að vinna að því að endur- heimta forna landnámsskóga norður í Skagafirði, nánar tiltekið Brimnesskóga milli Kolku og Austari-Héraðsvatna. Því er tilvalið að fá hjá honum frekari leiðbeiningar um ræktunar- starfið og þá fyrst frætínsluna. „Best er fyrir fólk að fá sér inn- kaupapoka, binda bönd í hankana og hengja hann um hálsinn. Þá hefur það báðar hendur fríar til að athafna sig,“ byrjar hann lýsing- una. „Könglarnir eru pínulítið grænir núna og það þarf að breiða úr þeim, á dagblað eða annað, og eftirþroskinn tekur nokkra daga inni í hlýju, kannski vikutíma. Þá þorna könglarnir og losnar um fræið milli fræhlífanna. Eftir það er ekkert því til fyrirstöðu að fara með fræið í sumarbústaðalandið eða mela sem á að græða upp en landið þarf að vera ógróið eða hálfgróið því fræið þarf að ná bindingu við jarðveginn. Því er ekki hægt að sá því í gras. Gott er að nota hrífu og raka fræið saman við efsta jarðvegslagið og stíga það svo niður í jarðveginn.“ Steinn bendir á í lokin að grund- vallaratriði sé að uppgræðsluland- ið sé friðað fyrir búpeningi. „Þar sem um lítil svæði er að ræða, eins og sumarbústaðalönd, getur verið gaman að fást við að græða upp mela með þessari aðferð.“ gun@frettabladid.is Tími til frætínslu Steinn vill klæða landið skógi milli fjalls og fjöru og hér er hann að tína birkifræ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. ������������������ ������������������������� Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16 w w w .d es ig n. is © 20 06 ��������������������������������������������������������������������������������� ����������� Svefnkollurinn er mjög þægilegur og einfaldur í notkun. Microfiber áklæði sem er sérlega slitsterkt, endingargott og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanlegir í mörgum litum. 5 sekúndur úr kolli í rúm.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.