Fréttablaðið - 25.09.2006, Síða 43

Fréttablaðið - 25.09.2006, Síða 43
MÁNUDAGUR 25. september 2006 23 Fasteignasalan Heimili flutti nýlega í nýtt húsnæði í Síðu- múla 13. „Við stofnuðum þetta fyrirtæki árið 2002 í Skipholti 29a. Í upp- hafi voru bara tveir starfsmenn. Við vorum að flytja núna upp í Síðumúla 13 og erum núna átta,“ segir Finnbogi Hilmarsson, einn af þremur eigendum fasteigna- sölunnar. Hann segir gamla hús- næðið einfaldlega hafa verið of lítið en hið nýja sé stórglæsilegt. „Það er ekki hægt að bera það saman, það er miklu rýmra um okkur enda löngu tímabært að flytja. Svo er þetta húsnæði hér mjög vel sniðið að starfseminni,“ segir Finnbogi og útskýrir að í fasteignasölum verði að vera jafnvægi milli lokaðra og opinna rýma. „Það þurfa að vera góðar skrifstofur því við erum jú að fjalla um aleigu fólks í hvert skipti sem það er hjá okkur. Það vill geta sest niður og lokað að sér,“ útskýrir Finnbogi og bendir jafnframt á að fasteignasalan Gloria Casa verði undir sama þaki og Heimili. Fasteignasöl- urnar hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár þannig að upplagt þótti að samnýta hið nýja hús- næði og hefur Gloria Casa því flutt úr Álfheimunum. Þrátt fyrir að Heimili hafi vaxið og dafnað síðastliðin fjög- ur ár viðurkennir Finnbogi að verulega hafi dregið saman á fasteignamarkaðnum að undan- förnu. „Um leið og bankarnir fóru að draga saman lánin fann maður fyrir því að fór að hægja á öllu saman og þetta er búið að gerast í allt þetta ár,“ segir Finn- bogi en vill þó trúa því að mark- aðurinn rétti úr kútnum enda sé þetta ekki eðlileg staða. „Framboðið er orðið mikið, fólk gefur sér meiri tíma því það er úr meiru að velja,“ segir Finn- bogi en bendir á að ósanngjarnt sé að miða við markaðinn eins og hann var fyrir tveimur árum þegar fólk stökk til og vildi næst- um kaupa óséð. „Seljendur eiga erfitt með að skilja að það taki lengri tíma,“ segir Finnbogi. Hann líkir markaðnum nú við þann á árunum 1993-1995 þegar mikið var af eignum á markaði. Finnbogi segir erfiðast að selja minnstu eignirnar núna enda kaupi þær helst fólk sem er að fjárfesta í sinni fyrstu eign. „Það var þó þannig áður að þú áttir rétt á 90 prósenta láni frá Íbúðalánasjóði áður en bankarn- ir komu inn á markaðinn. Það er ekki í boði lengur í dag. Fólk sem er að koma úr skóla hefur eðli- lega ekki safnað miklum pening- um og það á ekki auðvelt með að kaupa sína fyrstu íbúð,“ segir Finnbogi og vill meina að til að kaupa íbúð þurfi að eiga að lág- marki fimm milljónir. „Unga fólkið hefur ekki marga kosti aðra en að fá veð hjá mömmu og pabba.“ Heimili fær nýtt heimili Fasteignasalan Heimili hefur flutt í Síðumúla en þar verður einnig til húsa fasteignasalan Gloria Casa. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA EIGNAVAL 585 9999 www.eignaval.is félag fasteignasala Sigurður Óskarsson lögg. fasteignasali Vigfús Hilmarsson sölumaður, s. 698-1991 Edgardo Solar sölumaður, s. 865-2214 Sigurður Kristinsson sölumaður, s. 844-678 SUÐURLANDABRAUT 16 • 108 REYKAJAVÍK • SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 LÆKJARFIT GBÆ - 2JA HERB. Góð 74,5 fm íb. m. sérinng., 2 bílast. og sólpall. V: 15,8 mkr. KELDUHVAMMUR HFJ. - 3JA HERB. Falleg 86,7 fm risíbúð á góðum stað í Hafnarfirði. Nýtt á skrá. NJÁLSGATA ÍB. + BYGGINGARÉTTUR Góð 50,6 fm íbúð með byggingarétt (+70fm). V: 14,7 mkr. FJÓLUVELLIR NÝBYGGINGAR Þrjú 244 fm raðhús eða "keðjuhús" í Hfj. m. útsýni yfir Hraunið. V: frá 30,4 mkr. KRUMMAHÓLAR 3JA HERB. Góð 97 fm íbúð m. verönd og stæði í bílageymslu. V: 13,5 mkr. SKIPHOLT 3JA-4RA HERB. Falleg 122,7 fm 2ja hæða penthouse- íbúð í lyftublokk. V: 35,8 mkr. SKÓLAVÖRÐUSTÍG - EINBÝLI Glæsilegt 134,8 fm 6 herb. hús m. garð á 2. hæðum í 101 Rvk. V: 40 mkr. VESTURGATA - 3JA HERB. Falleg og rúmgóð 73 fm íbúð á 2. hæð í 101 Rvík. V: 17,9 m. VÆTTABORGIR - RAÐHÚS (4,15%) Glæsilegt 161 fm 5 herberja raðhús m. bílskúr í Grafarvogi. V: 38,9 m ÞVERHOLT MOSF. - 4RA HERB. Góð 114,4 fm íbúð m. glæsilegt útsýni og suðursvölum. V: 21 mkr. LÓMASALIR - 3JA HERB. (4,15%) Glæsileg 3ja herb. 91 fm íb. í lyftublokk í Kópavogi. V. 22,9 m. (4609) HLAÐBREKKA - EINBÝLISHÚS 169 fm einbýli með góðum garði og bílskúr í þessu vinsæla hverfi í Kópavogi. V. 41 millj. F ru m ÞÍN EIGN · ÞITT VAL 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.