Fréttablaðið - 25.09.2006, Side 68

Fréttablaðið - 25.09.2006, Side 68
 25. september 2006 MÁNUDAGUR28 Nýverið var opnuð ný snyrtivöru- búð í Kringlunni sem ber nafnið Make Up Store. Um er að ræða hágæða snyrtivörur fyrir fagfólk jafnt og áhugamenn í förðun og snyrtivörum. Þetta er fyrsta búð sinnar tegundar á Íslandi en versl- anirnar eru yfir 80 talsins í 12 löndum í heimunum. Eigandi búðarinnar er förðunar- meistarinn Margrét Jónasardóttir og voru það alls 150 manns sem mættu í opnunarpartíið á fimmtu- daginn. Búðin er stílhrein og aðgengileg í alla staði og stendur fagfólk fyrir aftan búðarborðið til að veita sem besta þjónustu. Kampavín og plötusnúður var á svæðinu og virtist fólki líka vel við þessa nýju viðbót á snyrtivöru- markaðinn. -áp Margmenni í Make Up Store HRESSAR Sara Dís Hjaltested og María Björg Sverrisdóttir voru ánægðar með búðina. EIGANDINN SJÁLFUR Margrét Jónasar- dóttir var einbeitt á svip að kynna vöruna fyrir viðskiptavinum. FÖRÐUNARNEMAR Hafdís Hinriksdótt- ir, Þóra Magnea Magnúsdóttir og Eva Hrönn Hlynsdóttir eiga það sameigin- legt að vera við nám í Emm school of Make up og því forvitnar um þessa nýju tegund snyrtivara. NÓG AÐ SJÁ Jóhanna Gilsdóttir, María Sveinsdóttir og Guðrún Hjörleifsdóttir skemmtu sér vel í boðinu enda nóg af fallegu dóti að skoða. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Nú er tískuvikunni í New York lokið og aðalhönnuðir Bandaríkj- anna búnir að stíga á stokk og sýna hverju búast má við í tískunni næsta vor og sumar. Við tókum út nokkra af frægustu hönnuðunum sem sýndu á tískuvikunni og eru þekktir fyrir að leggja línurnar fyrir aðra minni spámenn í tísku- heiminum. Hér er brot af því besta frá Donnu Karan, Ralph Lauren, Diesel og Zac Posen. Brot af því besta í New York DROTTNINGIN Donna Karan er einn vin- sælasti hönnuður Bandaríkjanna og hér gengur fram tískupallinn í lok sýningar í eigin fatnaði. SNILLINGUR Zac Pose er margt til lista lagt og var lína hans fyrir næsta vor og sumar með eindæmum falleg. SAMKVÆMISKLÆÐNAÐUR Gull og glans frá toppi til táar frá Ralph Lauren. Skemmtilegt hvernig klúturinn er notaður utan um hausinn. HÁTT MITTI Diesel kynnti til sögunnar fullt af nýjum sniðum fyrir næsta sumar og meðal ann- ars margar buxur með mjög háu mitti. Kvenlegt og þægilegt. GALLAKÁPA Ermalaus hettu kjóll úr galla- efni frá Diesel við gullitaðar leggings. Mikð var um gull og hvítt í nýjustu línunni frá Diesel. RAUTT RAUTT RAUTT Klæðskera- saumaður kjóll frá Zac Posen með mörgum litlum smáatrið- um og tilraunakenndu sniði. Tónlistarmaðurinn Toggi gefur í dag út sína fyrstu plötu, sem nefn- ist Puppy. Platan er uppfull af hug- ljúfu gítarpoppi og ljóst að Toggi hefur vandað vel til verks. „Þetta var draumur þegar ég var krakki og svo hætti það nú. Ég fattaði það að ég gat ekki sungið og kunni ekki heldur á hljóðfæri. Svo einhvern veginn kom það. Ég eign- aðist gítar og gat allt í einu sung- ið,“ segir Toggi, sem er 27 ára. „Ég lærði þrjú grip upprunalega og hef aldrei verið sérstaklega mikill gítarpervert og tek engin sóló. Ég fór bara að glamra og gat raulað með og núna spila ég aðallega lög eftir sjálfan mig,“ segir hann. Uppáhaldshljómsveit Togga er The Smiths auk þess sem Rufus Wainwright og Bítlarnir eru í mikl- um metum. Segir Toggi að The Smiths hafi haft sérstaklega mikil áhrif á textagerðina á plötunni. Toggi mun spila á Iceland Airwaves-hátíðinni í október en hann hefur ekkert spilað opinber- lega í tæp tvö ár. Auk þess að koma fram á tónleikum vonast hann til að geta hafið upptökur á nýrri plötu á næstunni, enda finnst honum heldur skemmtilegra að búa til tón- list en að flytja hana opinberlega. -fb Hugljúft gítarpopp frá Togga TOGGI Tónlistarmaðurinn Toggi hefur gefið út sína fyrstu plötu. ����������� ���� ���� Skoðið öll tilboðin á: www.sminor.is Nóatúni 4 Sími 520 3000AT A R N A / S T ÍN A M A J A / F ÍT Verið ávallt velkomin í heimsókn GULUR ER HINN NÝI LITUR SUMARSINS Kjóll úr silki frá Donnu Karan með víðu sniði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.