Fréttablaðið - 25.09.2006, Side 72
32 25. september 2006 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Tímabilið í fótboltanum í
sumar hefur verið lyginni líkast
fyrir KR-inginn Sigþór Júlíusson.
Hann hóf sumarið í herbúðum
Völsungs á Húsavík og spilaði þar
sjö leiki áður en hann skipti yfir í
KR, rétt áður en fresturinn fyrir
leikmannaskipti rann út hinn 1.
ágúst sl. Liði Völsungs gekk bölv-
anlega í upphafi leiktíðar þegar
Sigþór átti við meiðsli að stríða og
gat ekki leikið með. Völsungur
fékk aðeins tvö stig úr fyrstu fjór-
um leikjum sumarsins auk þess
sem liðið féll úr VISA-bikarnum í
fyrstu umferð. En um leið og Sig-
þór varð leikfær byrjaði liðið að
hala inn stig. Það sama má segja
um tímabilið hjá KR, sem var
mikil þrautaganga framan af
sumri. En síðan Sigþór kom til
liðsins hefur verið um nánast sam-
fellda sigurgöngu að ræða og KR
hefur ekki tapað leik.
Fréttablaðinu lá forvitni á að
vita hvort Sigþór væri virkilega
svona rosalega góður í fótbolta.
„Nei, það fer fjarri því,“ sagði Sig-
þór og hló þegar Fréttablaðið
ræddi við hann. „Ég held að það
hafi verið ákveðin tímamót hjá
þessu KR-liði þegar ég kem inn í
það. Það var markvisst verið að
vinna í því að breyta um taktík
innan liðsins þar sem aukin áhersla
var lögð á varnarleikinn. Það
skipulag hefur virkað mjög vel og
ég var svo heppinn að koma inn í
liðið þegar þessi breyting varð,“
segir Sigþór.
Það er með ólíkindum að rýna í
meðfylgjandi tölfræði sem sýnir
annars vegar árangur Völsungs í
sumar - með og án Sigþórs, og hins
vegar árangur KR í sumar - með
og án Sigþórs. Hún sýnir svart á
hvítu að Sigþóri fylgir mikil vel-
gengi og það ber svo við að Sigþór
sjálfur hefur aðeins tapað einum
leik í sumar, gegn Reyni Sand-
gerði hinn 29. júlí sl. Þá tapaði
Völsungur 1-0 í leik liðanna í 2.
deildinni.
„Þetta hefur verið gott sumar
fyrir mig, ég get ekki neitað því.
Mjög athyglisvert allavega,“ segir
Sigþór og vill alls ekki gera mikið
úr sínum þætti. Maður gat kannski
komið með einhverja ferska vinda
inn í liðið en annars á ég alls ekki
meiri þátt í þessum árangri frekar
en aðrir leikmenn liðsins,“ útskýr-
ir Sigþór, sem hefur þó ekki náð að
skora í sumar. Hann lagði hins
vegar upp aragrúa marka í þeim
leikjum sem hann spilaði fyrir
Völsung, en þar lék hann oftast á
hægri vængnum.
Teitur Þórðarson, þjálfari KR,
segir Sigþór hafa verið mikinn
happafeng fyrir sitt lið. „Sigþór
kom mjög sterkur inn í þetta og
hefur átt stóran þátt í bættum
varnarleik okkar. Hann hefur gert
mjög mikið fyrir okkar lið,“ segir
Teitur, sem hefur kosið að láta Sig-
þór spila í stöðu hægri bakvarðar.
Það hefur reynst erfitt fyrir
Sigþór að slíta sig frá takkaskón-
um en hann komst ansi nærri því
að leggja þá á hilluna síðasta vetur
vegna anna í vinnu. Sigþór kveðst
ekki vera búinn að taka ákvörðun
um hvað hann gerir á næstu leik-
tíð. „Ég mun fara yfir mín mál
þegar tímabilið er búið en ég á
frekar von á því að vera áfram.“
vignir@frettabladid.is
Ég er ekki svona rosalega góður
Síðan Sigþór Júlíusson kom til KR frá Völsungi hinn 31. júlí sl. hefur verið mikill uppgangur á spila-
mennsku liðsins. Liðið hefur unnið sex leiki, gert tvö jafntefli og engum leik tapað. Tölfræðin sýnir einnig að
liði Völsungs gekk mun verr þegar Sigþórs naut ekki við. Ég er ekki svona góður, segir leikmaðurinn sjálfur.
SIGURVEGARI Sigþór Júlíusson hefur aðeins tapað einum leik í sumar og svo virðist
sem það muni miklu að hafa Sigþór í liðinu, hvort sem það heitir Völsungur eða KR.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ÓTRÚLEGUR ÁRANGUR
SIGÞÓRS Í SUMAR
Árangur Völsungs í deild án Sigþórs:
leikir U J T Markatala Stig
11 2 2 7 10-25 8
Völsungur tapaði einnig 3-0 fyrir Tindastól
í fyrstu umferð VISA-bikarsins. Sigþór lék
ekki með.
Árangur Völs. í deild með Sigþóri:
leikir U J T Markatala Stig
7 4 2 1 14-7 14
Árangur KR í deild án Sigþórs:
leikir U J T Markatala Stig
11 4 1 6 10-22* 13
*KR hélt tvisvar hreinu.
Árangur KR í deild með Sigþóri:
leikir U J T Markatala Stig
7 5 2 0 13-5* 17
*KR hélt fjórum sinnum hreinu.
KR vann einnig 1-0 sigur á Þrótti í undan-
úrslitum VISA-bikarsins.
Sigþór kom inn á sem varamaður í sínum
fyrsta leik með KR, gegn Fylki hinn 31. júlí.
Í öðrum leikjum hefur Sigþór alltaf verið í
byrjunarliðinu.
FÓTBOLTI Ívar Ingimarsson fær 7 í
einkunn hjá Sky Sports frétta-
stöðinni fyrir frammistöðu sína í
jafnteflisleiknum gegn Manchest-
er United á laugardaginn og
Brynjar Björn Gunnarsson, sem
kom inn á sem varamaður þegar
um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í
einkunn. Enn fremur segir í
umfjöllun að Ívar hafi verið mjög
öflugur í vörninni ásamt félaga
sínum Ibrahima Sonko en að
Brynjar Björn hafi verið „allt í
lagi“ eins og það segir orðrétt.
„Við erum bara sáttir við að
hafa fengið annað stigið. Liðið er
nú komið með 10 stig eftir sex
leiki sem við teljum vel viðun-
andi,“ sagði Brynjar Björn við
Fréttablaðið í gær. Því fer fjarri
að leikmenn Reading fái frí eftir
erfiðan leik gegn Manchester
United því Brynjar var nýkominn
af æfingu þegar Fréttablaðið
ræddi við hann.
„Það var mjög skemmtilegt að
taka þátt í þessum leik og ég held
að ég geti alveg viðurkennt að
Man. Utd sé besta liðið sem við
höfum mætt það sem af er,“ sagði
Brynjar. „Það var gaman að fá að
spreyta sig gegn öllum þessum
stjörnum í liðinu en það var erfið-
ast að eiga við Ronaldo og Roon-
ey. Þeir eru gríðarlega flinkir og
Ronaldo skoraði gott mark en
mér fannst við samt ná að halda
þeim niðri að mestu.“
Það vakti líklega athygli
íslenskra sjónvarpsáhorfenda að
þegar Brynjar Björn kom inn á
um miðjan síðari hálfleik fékk
hann leiðbeiningar frá stjóranum
Steve Coppell á miða þar sem þeir
stóðu við hliðarlínuna. „Þetta er
nú ekki neitt sem hann gerir
venjulega. Þetta voru bara nokk-
ur taktísk skilaboð sem ég átti að
koma áfram til annarra í liðinu,
hver átti að dekka hvern í föstum
leikatriðum,“ segir Brynjar
Björn.
Sky segir Hermann Hreiðars-
son ekki hafa verið upp á sitt
besta í 2-0 tapi Charlton gegn
Aston Villa en fær samt 6 í ein-
kunn og þá fékk Heiðar Helguson
5 í einkunn eftir að hafa komið
inn á undir lokin í leik Fulham og
Chelsea. Segir Sky að Íslending-
urinn hafi litlu náð að breyta í
sókn Fulham. - vig
Ánægja í Reading með stigið gegn Man. Utd:
Það var erfiðast að eiga
við Ronaldo og Rooney
HAFA KOMIÐ Á ÓVART Fyrir utan Portsmouth er Reading líklega mesta spútnikliðið
það sem af er leiktíðinni í enska boltanum og á laugardag náði liðið jafntefli gegn
Manchester United. Hér sjást leikmenn liðsins fagna marki Kevin Doyle sem hann
skoraði úr vítaspyrnu í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÓTBOLTI Hreinn Hringsson,
fyrirliði knattspyrnuliðs KA, er
mjög óánægður með spila-
mennsku liðsins í sumar og segir
árangurinn á tímabilinu vera
óásættanlegan. Þetta segir hann í
viðtali við heimasíðu KA.
„Sumarið fótboltalega séð var
engan veginn nógu gott og
árangur sumarsins þar af
leiðandi slakur og óásættanleg-
ur,“ segir Hreinn meðal annars
en bætir því við að væntingarnar
til liðsins hafi ef til vill verið of
miklar, enda hafi miklar breyt-
ingar verið gerðar á liðinu frá því
í fyrra.
KA átti í miklu basli í 1.
deildinni í allt sumar en fyrir
tímabilið var því spáð að liðið
yrði í efri hluta deildarinnar. KA
bjargaði sér frá falli með góðum
úrslitum í síðustu leikjum
sumarsins. Þess má einnig geta
að á heimasíðu KA er könnun þar
sem spurt er um sumarið í
fótboltanum. Þegar 87 manns
höfðu kosið höfðu 37% svarenda
sagst „alls ekki ánægðir.“ - vig
Fyrirliði KA í fótbolta:
Árangurinn var
óásættanlegur
> Ræður Fram nýjan þjálfara í dag?
„Við erum alveg rólegir yfir þessu, það
virðist allavega vera mikill áhugi á
þessu starfi,“ sagði Brynjar Jóhannes-
son, framkvæmdastjóri knattspyrnu-
deildar Fram, við Fréttablaðið í gær,
spurður um þjálfaramál félagsins.
Ákveðið var að framlengja ekki samning-
inn við Ásgeir Elíasson sem stýrði Fram
til sigurs í 1. deildinni í sumar og er verið
að leita að manni til að stýra liðinu í Lands-
bankadeildinni á næsta ári. „Það mun vonandi
eitthvað skýrast á mánudaginn varðandi þessi mál,“ sagði
Brynjar í gær og staðfesti að félagið væri með þrjá þjálfara
í sigtinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þeir
Ólafur Þórðarson og Guðjón Þórðarson tveir af þeim og þá
hafa nöfn Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga Ólafssonar heyrst í
vangaveltum um hver sá þriðji gæti verið.
Nýliðin helgi var í meira lagi viðburðarík
fyrir sóknarmanninn Marel Baldvinsson,
sem nú leikur með Molde í Noregi. Á
laugardag varð ljóst að hann væri
markakóngur Landsbankadeildar-
innar í ár þrátt fyrir að hafa ekki
leikið með Blikum í síðustu
fimm leikjum þeirra í
deildinni. Enn fremur
tryggði liðið sér 5. sæti
deildarinnar með sigri á Kefla-
vík, sem er vel viðunandi árangur
fyrir nýliða. Í gær opnaði Marel síðan
markareikning sinn fyrir Molde þegar
hann skoraði í sigurleik liðsins
gegn Lilleström.
„Já, þetta er búin að vera mjög
skemmtileg helgi, þakka þér
fyrir,“ sagði Marel þegar Fréttablað-
ið ræddi við hann í gær, eðlilega í
sínu besta skapi. Marel segist ekki
hafa átt von á því að hreppa
gullskóinn en viðurkennir þó
að sú hugsun hafi blundað í
sér þegar hann fór til Noregs.
„Ég átti nú von á því einhverjir
myndu ná mér áður en yfir
lyki. En það er auðvitað mjög
gaman að fá loksins gullskó því
það er lítið um þá uppi á hillu
heima hjá mér,“ sagði Marel
en bætti því við að hann ætti
ekki von á því að fljúga
heim til að taka á móti
viðurkenningunni.
„Það er þó aldrei að
vita nema að maður láti verða af því ef
tækifæri gefst.“
Marel skoraði alls 11 mörk í 13 leikjum með
Blikum, en þangað kom hann í vor eftir að
hafa verið í herbúðum Lokeren í Belgíu síð-
ustu ár. Þar barðist Marel við erfið meiðsli
sem hafa enn sem komið er ekki látið á sér
kræla á ný.
Gæfan hefur ekki aðeins snúist Marel í vil því
í þeim þremur leikjum sem hann hefur spilað
fyrir Molde hefur liðið loksins náð að hala inn
stig. Nánar tiltekið hefur liðið hlotið dýrmæt
sjö stig sem hafa komið liðinu úr mestu fall-
hættunni í norsku úrvalsdeildinni. „Það yrði
náttúrlega draumurinn að enda sumarið á því
að aðstoða Molde við að skríða enn frekar
upp töfluna. Svo yrði það bara bónus ef ég
næði að setja nokkur mörk í viðbót.“
LANDSLIÐSMAÐURINN MAREL BALDVINSSON: MARKAKÓNGUR LANDSBANKADEILDARINNAR ÞETTA SUMARIÐ
Átti nú von á að aðrir myndu ná mér
FÓTBOLTI Íslenskir leikmenn settu
mark sitt á norska boltann um
helgina en Marel Baldvinsson og
Veigar Páll Gunnarsson voru
báðir á skotskónum. Marel opnaði
markareikning sinn hjá Molde
með því að skora fyrra mark
liðsins í 2-0 sigri á Lilleström.
Sigurinn var afar dýrmætur því
með honum kom Molde sér af
mesta fallsvæðinu. Veigar Páll
heldur áfram að spila eins og
engill og í gær skoraði hann
sigurmark Stabæk gegn Fredriks-
stad þar sem lokatölur urðu 3-2.
Aðrir Íslendingar í deildinni
komu einnig við sögu hjá sínum
liðum. Árni Gautur Arason stóð
að sjálfsögðu á milli stanganna
hjá Vålerenga þegar liðið lagði
Start að velli, 1-0, og Birkir
Bjarnason lék síðustu 10 mínút-
urnar fyrir Viking, sem tapaði
fyrir Sandefjord. Indriði Sigurðs-
son og Stefán Gíslason léku báðir
allan leikinn fyrir Lyn sem tapaði
fyrir Ham-Kam á útivelli, 1-0, og
þá léku Ólafur Örn Bjarnason og
Kristján Örn Sigurðsson í miðri
vörn Brann þegar liðið tapaði
fyrir Tromsö 3-1. Ármann Smári
Björnsson var ónotaður varamað-
ur hjá Brann en liðið er sem fyrr í
efsta sæti deildarinnar með 40
stig. - vig
Íslendingar í Noregi:
Létu mikið að
sér kveða
VEIGAR PÁLL GUNNARSSON Er áfram á
skotskónum fyrir Stabæk.