Fréttablaðið - 25.09.2006, Page 74

Fréttablaðið - 25.09.2006, Page 74
34 25. september 2006 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI „Þetta var rosalega gaman og mikill léttir að við náðum að halda okkur uppi. Það var búið að vera mikið stress en svo enduðu allir leikir okkur í hag. Fimmta sætið er betra en ég bjóst við fyrir tímabilið,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Breiðabliks, við Fréttablaðið í gær. Blikar unnu Keflavík 2-1 á laugardaginn í lokaumferðinni og björguðu sér ekki aðeins frá falli heldur tryggðu þeir sér fimmta sætið. Steinþór var mjög sprækur í leiknum og er hann leikmaður umferðarinnar. Hann fiskaði m.a. vítaspyrnuna sem Arnar Grétars- son skoraði annað mark Breiða- bliks úr. „Það var mikið fagnað eftir leikinn, uppskeruhátíð Breiðabliks var um kvöldið og þar var mikil stemning. Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst við Keflvíkingum sterkari. Í fyrri hálfleik áttu þeir ekki færi og voru ekkert að skapa sér. Það er kannski skiljanlegt að einhverju leyti þar sem þeir höfðu að engu að keppa,“ sagði Steinþór. Hann er á 21. aldursári og á landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hóf sinn feril í Fylki en ungur að árum fór hann í Breiðablik. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í sumar, ég lenti í meiðslum og missti af nokkrum leikjum en fyrir utan það er ég mjög ánægð- ur,“ sagði Steinþór. „Öll lið í deild- inni nánast hafa verið að vinna og tapa til skiptis í sumar og það sama á við um okkur. það hefur skort ákveðinn stöðugleika en við höfum verið ótrúlega óheppnir í mörgum af þessum leikjum.“ Steinþór ber Ólafi Kristjáns- syni vel söguna en Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannsyni þegar það var í fallsæti. „Óli hefur reynst okkur vel, hann kom með nýjar áherslur inn í þetta og þær hafa virkað. Liðið hefur verið að spila betur eftir að hann kom,“ sagði Steinþór og segist vilja sjá liðið enda ofar á næsta tímabili. „Við verðum að stefna hærra, lenda ofar en í ár. Væri ekki leiðinlegt að ná að blanda sér í einhvern slag ofarlega á töfl- unni.“ Steinþór er frægur fyrir að taka mjög löng innköst með því að skella sér í flikk-flakk stökk og hefur það vakið mikla athygli. „Þetta byrj- aði af viti með U17 landsliðinu. Ég var eitthvað búinn að vera að leika mér að þessu og svo var verið að spyrja hver gæti tekið löng innköst. Þá sagði ég að ég gæti gert þetta og þá fór ég að taka svona innköst í leikjum,“ sagði Stein- þór. Það verða tvö Kópavogslið í Landsbankadeildinni næsta sumar og því nóg að gera fyrir Steinþór, sem sér um að slá Kópavogsvöll. HK komst upp úr 1. deildinni fyrir skömmu og neitar Steinþór því ekki að það hefði gert fall úr deild- inni enn hræðilegra. „Það hefði ekki verið líft í Kópavogi ef við hefðum fallið. Sú staðreynd að HK var búið að tryggja sér upp var ekki til að minnka baráttuna í okkur. Það er samt gaman að fá þá í deildina, það er alltaf skemmti- legast að spila nágrannaslagi. Það hefur ekki farið framhjá okkur að HK-ingum finnst mjög gaman þegar við töpum og auglýsa það mikið. Ég á marga góða vini í HK en þegar á völlinn er komið þá hverfur vináttan,“ sagði Steinþór. elvargeir@frettabladid.is Væri ekki líft í Kópavogi hefði Breiðablik fallið Steinþór Freyr Þorsteinsson átti mjög góðan leik fyrir Breiðablik á laugardag- inn þegar lokaumferð Landsbankadeildarinnar fór fram. Hann hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar af Fréttablaðinu. XXX xxx XXX STEINÞÓR FREYR ÞORSTEINSSON Sést hér fara upp í skallaeinvígi við Einar Orra Einarsson, leikmann Keflavíkur, í viðureign liðanna á laugardag. Steinþór Freyr átti skínandi leik og er leikmaður lokaumferðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LIÐ UMFERÐARINNAR 4-4-2 Óskar Örn Hauksson (3) Guðjón Heiðar Sveinsson Milos Glogovac (4) Höskuldur Eiríksson (3) Atli Jóhannsson (3) Pálmi Rafn Pálmason (3) Páll Hjarðar (2) Bjarki Gunnlaugsson (3) Steinþór Freyr Þorsteinsson (2) Kristján Finnbogason (3) Kristján Óli Sigurðsson (2) LEIKMAÐUR UMFERÐARINN AR FÓTBOLTI Cristiano Ronaldo býr yfir það miklum hæfileikum að hann getur orðið besti leikmaður heims í nánustu framtíð. Þetta er mat Carlos Queiroz, aðstoðar- þjálfara Manchester United. Queiroz lét orðin falla eftir jafnteflisleikinn gegn Reading á laugardag, en þá var það Ronaldo sem skoraði mark Man. Utd. „Þegar maður er að þjálfa leik- menn eins og Ronaldo snýst þetta ekki svo mikið um fótboltann. Þetta snýst um að kenna þeim rétta hugarfarið og fá þá til að meta lífið og alla kosti þess. Ég er alltaf að reyna að láta Ronaldo temja sér þennan hugsunarhátt og finna löngunina til þess að verða bestur í heimi. Það er ekki spurning að hann getur orðið það,“ sagði Queiroz. Ronaldo var í sumar sagður vera á leið frá Man. Utd en í viðtali við BBC í gær sagðist hann vera mjög ánægður í herbúðum liðsins. „Ég velti því fyrir mér að fara annað. En eftir að hafa rætt við umboðsmann minn og Alex Ferguson þá ákvað ég að vera áfram. Ég sé ekki eftir því. Mér líður mjög vel,“ sagði Ronaldo. - vig Carlos Queiroz: Ronaldo getur orðið sá besti CRISTIANO RONALDO Fær mikinn stuðning frá aðstoðarþjálfara sínum. FÓTBOLTI Jose Mourinho, knatt- spyrnustjóra Chelsea, er fleira til lista lagt en að búa til góð fótboltalið. Nýlega lék hann í sjónvarpsauglýsingu fyrir BPI- bankann í Portúgal þar sem hann stekkur úr flugvél í jakkafötum en opnar síðan fallhíf þegar hann nálgast jörðina. Mourinho þykir minna um margt á sjálfan James Bond þegar hann lendir fullkomn- lega í bakgarði glæsilegs einbýlishúss í Portúgal. En Mourinho hefur nú viðurkennt að það hafi ekki verið hann sjálfur sem stökk úr flugvélinni. „Það er ótrúlegt hvað tækni- brellurnar eru orðnar góðar,“ sagði Mourinho en það var portúgalski áhættuleikarinn Jose Veras sem sá um skítverkin fyrir þjálfarann knáa. „Jose sagði mér að það hefði aldrei hvarflað að honum að prófa fallhífarstökk,“ segir Veras. „En eftir að hafa leikið í auglýsingunni og séð hvað þetta er raunverulega lítið mál segist hann vera tilbúinn að prófa eitt alvöru stökk,“ bætti Vera við. Nú er að sjá hvort Mourinho standi við stóru orðin. - vig Jose Mourinho: Fallhlífarstökk í auglýsingu JOSE MOURINHO Þorir nú að prófa raunverulegt fallhífarstökk. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Craig Allardyce, sonur Sam Allardyce hjá Bolton og umboðsmaðurinn sem var í aðal- hlutverki í spillingarþætti BBC um ensku knattspyrnuna í síðustu viku, segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér fyrir að bregðast föður sínum og allri fjölskyldu sinni með framkomu sinni í þættinum. „Þetta hefur verið versta vika lífs míns. Þetta hefur líka verið versta vikan í lífi föður míns og það er mér að kenna. Það er þung byrði fyrir son að bera,“ sagði Craig í viðtali við götublaðið News of the World í Bretlandi. Craig segist hafa fallið fyrir gylliboði Knut Auf dem Berge, svikula umboðsmanninum í þættinum, sem bauð honum að vera meðeig- andi í nýrri umboðsskrifstofu sem átti að byggja afkomu sína á mútum og greiðslum undir borð- ið. „Ég lét tilfallast og þóttist vera stærri en ég er. Sannleikurinn er sá að ég er bara venjulegur umboðsmaður sem er einfaldlega að reyna að lifa af. Ég þarf að borga mínar skuldir eins og hver annar. Ég er ekki ríkur maður,“ segir Craig í viðtalinu en þar segist hann einnig vera hættur starfi sínu sem umboðsmaður þar sem hann geti ekki treyst nein- um lengur. „Ég var misheppnaður sem leikmaður og nú hefur mér mistekist sem umboðs- maður. En þrátt fyrir allt sem gengið hefur á hef ég ennþá stuðning pabba,“ sagði Craig og barðist við tárin. „Þetta er mjög niðurlægjandi fyrir mig en þetta er nokkuð sem ég þarf að sætta mig við. Ég get ekki tekið aftur gjörðir mínar. Ekkert af því sem ég sagði í þættinum var satt en engu að síður hefur þetta komið sér afar illa fyrir fjölskylduna mina. Nú verð ég bara að einbeita mér að því að ala upp börn- in mín og byrja upp á nýtt. Ég mun nota fordæmi pabba míns og berjast í gegnum þetta mót- læti.“ - vig Craig Allardyce mun aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér: Þetta hefur verið versti tími lífs míns CRAIG ALLARDYCE FÓTBOLTI Sam Allardyce, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, telur að sú mynd sem birtist af honum í spillingarþættinum hafi komið varanlegum skaða á orð- spor sitt. Allardyce var sterklega orðaður við enska landsliðið í vor og var almennt talinn einn af heitustu knattspyrnustjórunum í landinu. „Ég hef ekki gert neitt rangt en svona ásakanir festast við mann það sem eftir er, jafnvel þó þær verði ekki sannaðar,“ segir Allardyce. „Það hefur aldrei hvarflað að mér að segja upp. Það yrði eins og uppgjöf í mínum huga. En ég tel að mitt orðspor í boltanum verði aldrei það sama.“ - vig Sam Allardyce tjáir sig um gjörðir sonar síns: Orðsporið er varanlega skaðað FÓTBOLTI David James segist hafa íhugað það alvarlega að leggja hanskana á hilluna þegar hann missti sæti sitt í enska landslið- inu. Hann var tekinn út úr liðinu eftir að hafa gert hrikaleg mistök í leik gegn Austurríki í september 2004. James er nú hjá Portsmouth en á þessum tíma lék hann fyrir Manchester City. „Liðinu var ekki að ganga vel, ég missti landsliðssætið og það var öldugangur í lífi mínu utan vallar. Ég var farinn að íhuga það að hætta,“ sagði James. Nú leikur lífið hins vegar við hann og stefnir hann á að endurheimta sæti sitt í landsliðinu. - egm Markvörðurinn David James: Hugsaði út í það að hætta JAMES Hefur enn ekki fengið mark á sig með Portsmouth í úrvalsdeildinni. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Einn leikur var í ensku úrvalsdeildinni í gær en þá gerðu Newcastle og Everton 1-1 jafntefli. Shola Ameobi kom Newcastle yfir á þrettándu mínútu, hann virtist rangstæður en aðstoðardómarinn sá ekkert athugavert. Hann fékk allan þann tíma sem hann þurfti til að koma boltanum framhjá markverðinum Tim Howard. Fimm mínútum fyrir leikhlé jafnaði Tim Cahill með skalla. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en þrátt fyrir það komu engin mörk í seinni hálfleik. Það komu þó tvö rauð spjöld því Titus Bramble hjá Newcastle og Tony Hibbert hjá Everton voru sendir í bað af Steve Bennett dómara með tveggja mínútna millibili á lokakaflanum. - egm Enska úrvalsdeildin: Jafntefli á St. James Park TIM CAHILL Fagnar jöfnunarmarki sínu. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ítalíumeistararnir í Inter unnu 4-3 sigur á Chievo í gær í ótrúlegum leik á heimavelli sínum. Með þessum sigri komst Inter á toppinn en það munaði litlu að liðið glopraði niður forskoti sínu eftir að hafa komist í 4-0. Á seinasta stundarfjórðungi leiksins skoraði Chievo þrjú mörk og fékk færi í viðbótartíma til að ná jafntefli. Hernan Crespo skoraði tvö mörk fyrir Inter í gær en Walter Samuel og Dejan Stankovic skoruðu hin mörkin. Roma var í hörkustuði gegn Parma og vann 4-0 útisigur. Vincenzo Montella, Simone Perrotta, Aleandro Rosi og Alberto Aquilani skoruðu mörkin. - egm ítalski boltinn: Inter skaust á toppinn HERNAN CRESPO Skoraði tvö mörk fyrir Ítalíumeistarana í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.