Fréttablaðið - 25.09.2006, Page 75
MÁNUDAGUR 25. september 2006 35
GOLF Lið Evrópu vann Ryder-
keppnina með miklum yfirburð-
um á K Club á Írlandi í gær en
þetta er í þriðja sinn í röð sem
Evrópa fagnar sigri og er það met.
Þá er þetta fimmti sigur Evrópu í
síðustu sex Ryder-keppnum. Evr-
ópa hlaut átján og hálfan vinning
gegn níu og hálfum vinningi
bandaríska liðsins en það eru
sömu úrslit og í keppninni í
Michigan í Bandaríkjunum fyrir
tveimur árum.
Evrópa hafði mikla yfirburði í
tvímenningnum sem fram fór í
gær og vann átta af tólf leikjum.
Það var sænski kylfingurinn
Henrik Stenson sem tryggði Evr-
ópu sigurinn með því að sigra JJ
Taylor. Darren Clarke frá Norður-
Írlandi brast í grát þegar sigurinn
var í höfn en hann missti eigin-
konu sína í síðasta mánuði er hún
lést úr krabbameini.
„Þetta getur ekki verið betra.
Það hefur gert mér mjög gott að fá
að vera hluti af þessu frábæra liði.
Ég hef eignast margar frábærar
minningar. Það var erfitt að setja
sig í rétta gírinn fyrir þetta mót en
það tókst,“ sagði Clarke en mikið
var talað um góða liðsheild hjá
Evrópuliðinu meðan á keppni stóð.
„Ian Woosnam er frábær fyrirliði
liðsins, hann hefur sýnt mér og
öllu liðinu frábæran stuðning.“
Woosnam átti varla til orð til að
lýsa kylfingum Evrópuliðsins.
„Þetta var hreint út sagt frábær
spilamennska og ég get ekki lýst
því hvað ég er stoltur. Þrátt fyrir
þessa spilamennsku hugsaði ég
aldrei út í það að við værum búnir
að sigra. Mér leið samt mjög vel
þegar ég tók eftir því að blái litur-
inn var allsráðandi á öllum skor-
töflum vallarins. Ég vona að Nick
Faldo nái að landa fjórða titlinum í
röð eftir tvö ár,“ sagði Woosnam
en Nick Faldo frá Englandi tekur
nú við fyrirliðahlutverkinu.
Tom Lehman, fyrirliði banda-
ríska liðsins, segir það enga
skömm að hafa tapað fyrir evr-
ópska liðinu. „Ég held að þetta sé
besta lið sem Evrópa hefur átt frá
upphafi. Þeir spiluðu ótrúlega vel
og mitt lið var einfaldlega ekki til-
búið, okkur var refsað fyrir öll
mistök. Áhorfendur sýndu Evr-
ópuliðinu mikinn stuðning og það
hafði sitt að segja,“ sagði Lehman
eftir mótið.
Furðulegt atvik átti sér stað í
gær þegar kylfusveinn Tiger
Woods, Steve Williams, missti eina
kylfu ofan í vatn við sjöundu holu
meðan hann var að þrífa hana. Það
var níu járnið sem Williams missti
og samkvæmt reglum má ekki
skipta um kylfur. Því þurfti Tiger
að leika án níujárnsins stóran hluta
af gærdeginum. Það kom þó ekki í
veg fyrir að hann sigraði Robert
Karlsson. elvargeir@frettabladid.is
Evrópuliðið vann þriðja árið í röð
Lið Bandaríkjanna átti aldrei möguleika gegn því evrópska í Ryder-keppninni í golfi sem lauk á Írlandi í
gær. Úrslitin urðu á sama veg og í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, Evrópa hlaut átján og hálfan vinn-
ing en Bandaríkin níu og hálfan. Ólýsanleg stemning í liðinu, sagði fyrirliði Evrópuliðsins.
WOODS FAÐMAR CLARKE Darren Clarke
átti erfitt með að hafa stjórn á tilfinning-
um sínum og fær hér faðmlag frá Tiger
Woods. Clarke missti eiginkonu sína og
Woods pabba sinn fyrr í sumar og hafa
þeir sótt mikið í félagsskap hvors annars
síðustu vikur. NORDICPHOTOS/AFP
FYRIRLIÐINN FÆR GUSU Hér er verið að
sprauta kampavíni yfir Ian Woosnam,
fyrirliða Evrópuliðsins, eftir að sigurinn
var í höfn.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGESHANDBOLTI Óvænt úrslit urðu í
spænsku úrvalsdeildinni á
laugardagskvöld þegar Ademar
Leon gerði sér lítið fyrir og lagði
meistara Barcelona 31-27. Sigfús
Sigurðsson átti góðan leik í vörn
heimamanna en náði þó ekki að
skora í leiknum. Ólafur Stefáns-
son skoraði eitt mark fyrir
Ciudad Real sem vann Valladolid
30-29 í hörkuspennandi leik.
Portland San Antonio og Ciudad
eru efst í deildinni með átta stig
nú þegar fjórum umferðum er
lokið. Barcelona og Ademar Leon
koma næst með sex stig. - egm
Spænski handoltinn:
Ademar Leon
lagði Barcelona
BIKARINN Í HÖFN Ian Woosnam stend-
ur hér stoltur með bikarinn á K Club á
Írlandi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Hannes Þ. Sigurðsson
skoraði sitt fyrsta mark fyrir
Bröndby þegar liðið gerði 2-2
jafntefli gegn OB í dönsku
úrvalsdeildinni í gær. Hannes lék
í fremstu víglínu og kom Bröndby
í 1-0 á 16. mínútu. Bröndby er í 3.
sæti með 19 stig, stigi á eftir FC
Köbenhavn sem er á toppnum, en
á leik til góða á liðin fyrir ofan
sig.
Emil Hallfreðsson tryggði liði
sínu Malmö annað stigið í leik
liðsins gegn Halmstad í gær í
sænsku úrvalsdeildinni. Emil,
sem lék allan leikinn, jafnaði
metin í 2-2 þegar þrjár mínútur
voru eftir af leiknum.
Þá lagði AZ Alkmaar Roda að
velli, 2-0, í hollensku úrvalsdeild-
inni. Grétar Rafn Steinsson og
Jóhannes Karl Guðjónsson sátu
allan tímann á varamannabekk
AZ, sem er efst í deildinni með 13
stig eftir fimm leiki. - vig
Fótboltinn í Evrópu:
Hannes og
Emil skoruðu
FÓTBOLTI Landsliðsfyrirliðinn Eiður
Smári Guðjohnsen kom ekkert við
sögu þegar Barcelona og Valencia
gerðu 1-1 jafntefli í spænska bolt-
anum í gærkvöldi. Barcelona hefur
lengi átt í vandræðum með lið Val-
encia og leikurinn í gær var engin
undantekning á því. Þrátt fyrir að
hafa verið talsvert betra liðið í
seinni hálfleik tókst Barcelona
ekki að innbyrða öll stigin þrjú.
Valencia tók forystuna á sautj-
ándu mínútu en þá skoraði David
Villa eftir frábæra sókn. Erfiðlega
gekk hjá Barcelona að skapa sér
færi og í hálfleik ákvað Frank
Rijkaard, þjálfari liðsins, að setja
Andrés Iniesta inn á sem vara-
mann. Sú skipting var ekki lengi að
bera ávöxt en þessi ungi leikmaður
jafnaði metin á 49. mínútu. Eiður
Smári var í blaðaviðtali á Spáni
fyrir nokkrum dögum og þar lýsti
hann yfir dálæti sínu á Iniesta,
sagði hann vera þann leikmann
sem hefði komið sér mest á óvart
hjá Barcelona. Með tilkomu Iniesta
í gær kom aukið flæði í spila-
mennsku Börsunga.
Undir lok leiksins fékk Barce-
lona nokkur góð færi til að tryggja
sér sigurinn en ekki tókst það. Xavi
átti skot sem fór rétt framhjá og þá
fékk varamaðurinn Javier Saviola
ágætis færi en hinn reynslumikli
Santiago Canizares varði vel. Í upp-
bótartíma fiskaði Ronaldinho auka-
spyrnu á stórhættulegum stað.
Hann tók spyrnuna sjálfur en skot
hans fór í varnarvegginn og úrslit-
in því 1-1. Næsti leikur Barcelona
er á miðvikudaginn en þá mætir
liðið Werder Bremen í Meistara-
deildinni.
Real Madrid vann á laugardags-
kvöld 1-0 sigur á Real Betis en
Mahamadou Diarra skoraði eina
mark leiksins á sjöttu mínútu.
Þetta var fyrsta mark Diarra fyrir
Real Madrid en hann var keyptur
frá franska liðinu Lyon. Hann skor-
aði með skalla eftir fyrirgjöf frá
Cicinho, sem þurfti að fara af velli
eftir hálftíma þegar hann sleit lið-
bönd. Cicinho verður líklega ekki
meira með á tímabilinu. David
Beckham byrjaði leikinn á bekkn-
um en kom inn á í seinni hálfleik-
inn og fékk hann gult spjald fyrir
leikaraskap. - egm
Leikið í spænsku úrvalsdeildinni um helgina:
Jafnt hjá Valencia
og Barcelona
ANDRÉS INIESTA Skoraði jöfnunarmarkið gegn Valencia í gær snemma í seinni hálf-
leik. NORDICPHPOTOS/GETTY