Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 4
4 16. október 2006 MÁNUDAGUR
GENGIÐ 13.10.2006
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
118,2062
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
68,07 68,39
126,71 127,33
85,40 85,88
11,455 11,523
10,119 10,179
9,225 9,279
0,5699 0,5733
99,92 100,52
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
ISUZU TROOPER 3.0 33”
Nýskr. 12.99 - Beinskiptur - Ekinn 110 þús. - Allt að 100% lán.
Verð
1.440
.000.
-
VATÍKANIÐ, AP Benedikt XVI páfi
tók fjóra heilaga menn í dýrlinga-
tölu í gær. Dýrlingarnir nýju eru
frönsk kona sem stofnaði kvenna-
háskóla í Bandaríkjunum,
mexíkóskur biskup sem kenndi
guðfræði þrátt fyrir hættu á
ofsóknum, nunna sem studdi
almenningskennslu fyrir ítalskar
stúlkur og ítalskur prestur sem
hjálpaði heyrnarlausum.
Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar
eru um tíu þúsund talsins en
nákvæm tala þeirra er ekki þekkt.
Eini íslenski dýrlingurinn er
Þorlákur helgi Þórhallsson, sem
Þorláksmessa er kennd við. - sþs
Breytingar í Páfagarði:
Fjórir teknir í
dýrlingatölu
BENEDIKT XVI PÁFI Nýju dýrlingarnir
voru kynntir í Vatíkaninu í gær.
VERSLUN Hluti þeirra kartaflna
sem Bónus-verslanirnar selja nú
á tilboði var tekinn upp í bleytu
og er ónýtur. Fréttablaðinu hafa
borist kvartanir frá viðskiptavin-
um verslunarinnar sem keypt
höfðu kartöflupoka en komist að
því seinna að kartöflurnar væru
óætar.
„Það er búið að fjarlægja
flesta skemmdu pokana en því
miður lentu sumir þeirra í
búðunum,“ segir Guðmundur
Marteinsson, framkvæmdastjóri
Bónuss. „Þegar hundrað tonn af
kartöflum koma á þessu verði
geta alltaf slæðst með einhverjar
skemmdar.“ - sþs
Kartöflur í Bónus:
Sumar blautar
og gjörónýtar
STJÓRNMÁL Átök urðu á Kjördæmis-
þingi Framsóknarflokksins um
helgina þegar kosið var um for-
mann Kjördæmissambandsins í
Suðurkjördæmi. Nýr formaður var
kjörinn með aðeins fjögurra
atkvæða mun.
Hildur Helga Gísladóttir, Hafnar-
firði, fékk 71 atkvæði en Guðrún
Helga Brynleifsdóttir, Seltjarnar-
nesi, fékk 67 atkvæði.
Starfsnefnd þingsins lagði til að
þær yrðu báðar í stjórn og að Hild-
ur Helga yrði formaður. Guðrún
Helga hafði lýst yfir fyrr um dag-
inn að hún vildi formennskuna og
bauð sig því fram.
Sumir telja að í kjörinu hafi
kristallast átök milli fylkinga Sivjar
Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra,
vinkonu Hildar Helgu, og Jónínu
Bjartmarz umhverfisráðherra, vin-
konu Guðrúnar Helgu. Hildur
Helga segir það rangt.
Guðmundur Einarsson, formaður
kjörnefndar, staðfestir að hann hafi
verið gagnrýndur fyrir framkvæmd
atkvæðagreiðslunnar en segir það á
misskilningi byggt. „Þessir menn
misskilja fundarsköp ef þeir halda
að það sé hlutverk þeirra sem leggja
fram tillögu að leggja líka fram
gagntillögu,“ segir hann.
Guðrún Helga vildi ekki tjá sig
um málið og heldur ekki Jónína.
Ekki náðist í Siv. - ghs
FÓR GEGN TILLÖGU KJÖRNEFNDAR Guð-
rún Helga Brynleifsdóttir, Seltjarnarnesi,
gaf kost á sér til formennsku Kjördæmis-
sambands Framsóknarflokksins á
laugardag. Kjörnefnd hafði stungið upp
á Hildi Helgu Gísladóttur, Hafnarfirði.
Ný stjórn Kjördæmissambands Framsóknarflokksins var kjörin um helgina:
Átök urðu í formannskjöri
KÓREA, AP Alexander Alexejev, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Rússlands, fullyrti í gær að
fulltrúar Norður-Kóreustjórnar segðust vilja
að Kóreuskaginn yrði kjarnorkuvopnalaust
svæði.
„Mér var ítrekað tjáð í Pyongyang að þeir
styddu áframhald (sex hliða) viðræðnanna.
Þeir styðja að Kóreuskaginn verði kjarnorku-
vopnalaus,“ sagði Alexejev eftir fund með
suður-kóreskum kollega sínum, Chun Yung-
woo, í gær. Alexeyev var í Pjongjang í síðustu
viku og varð þar með fyrsti erlendi erindrek-
inn sem heimsótti norður-kóresku höfuðborg-
ina eftir að meint kjanorkuvopnatilraun var
gerð þar fyrir viku.
Þótt öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi
samþykkt einróma um helgina að Norður-
Kórea skuli sæta ströngum refsiaðgerðum
fyrir að hafa gert meinta tilraunasprengingu
með kjarnorkuvopn eru uppi mjög skiptar
skoðanir á því hvern-
ig þeim skuli fram-
fylgt.
Eitt af því sem
mestur ágreiningur
stendur um er hvort
skora skuli á öll ríki
heims að hafa eftirlit
með öllum varningi
sem fluttur er til og
frá Norður-Kóreu, til
að tryggja að engin
óhefðbundin vopn eða
íhlutir í langdrægar
eldflaugar berist kommúnistastjórninni í
Pjongjang.
Í lokayfirlýsingunni sem samstaða náðist
um í öryggisráðinu var strikuð út setning sem
heimilaði að leit væri gerð í varningi sem flutt-
ur væri til og frá Norður-Kóreu. Það var gert
að kröfu Kínverja, en langmest af þeim við-
skiptum sem á annað borð eiga sér stað yfir
norður-kóresku landamærin eru við Kína.
Japanir og Ástralar lýstu því yfir í gær að
þeir myndu tafarlaust hefjast handa við að
hrinda refsiaðgerðunum í framkvæmd, og
ráðamenn beggja landa sögðust vera að íhuga
að beita Norður-Kóreu enn harðari eigin
aðgerðum. Suður-Kóreustjórn sagðist líka
mundu koma refsiaðgerðunum til framkvæmda
en sagði ekki hvernig hún hygðist gera það.
Bandaríski sendiherrann hjá Sameinuðu
þjóðunum, John Bolton, skoraði í gær á Kín-
verja að grípa til harðari aðgerða. Stjórnvöld í
Peking bæru „mikla ábyrgð“ á því að hafa
áhrif á hegðun bandamanna sinna í Pjongjang.
Bolton sagði kjarnorkuvopnatilraun Norður-
Kóreumanna hafa verið „opinbera niðurlæg-
ingu“ fyrir Kínverja, eina bandamanninn sem
Norður-Kóreumann ættu. audunn@frettabladid.is
Á VAKTINNI Norður-kóreskir hermenn á vaktinni í gær við landamærin að Kína, nærri borgunum Sinuiju í N-Kóreu og Dandong í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Óeining um framkvæmd
refsiaðgerða gagn N-Kóreu
Þrýst er á Kínverja að beita sér með virkari hætti í deilunni um kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu. Aðstoðar-
utanríkisráðherra Rússlands kveður N-Kóreustjórn segjast vilja að Kóreuskaginn verði kjarnorkuvopnalaus.
BOLTON OG WANG
John Bolton, sendiherra
Bandaríkjanna hjá SÞ, og
kínverskur starfsbróðir
hans Wang Guangya.
HAWAII, AP Jarðskjálfti sem
bráðabirgðamæling sýndi að væri
6,3 á Richter-kvarða að styrkleika
varð í gær við Hawaii. Skjálftinn
fannst um allan eyjaklasann og olli
jarðskriðu sem lokaði þjóðvegi.
Rafmagnslaust varð víða á
Hawaii af sömu sökum, en engar
fregnir höfðu borist af meiðslum á
fólki, að sögn talsmanna almanna-
varna. Truflanir á fjarskiptum
gerðu hins vegar erfitt að fá
staðfest hvort engan hefði sakað.
Jarðskjálftavakt bandarísku
jarðvísindastofnunarinnar kvað
bráðabirgðamælingu benda til að
skálftinn hefði verið 6,3 á Richter,
og sterkasti eftirskjálftinn 5,8. - aa
Harður jarðskjálfti á Hawaii:
Fannst um all-
an eyjaklasann