Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.10.2006, Qupperneq 6
6 16. október 2006 MÁNUDAGUR Et ute veliquisit ipis at. Ut utpatuercil do dolore velit in utet at? JÁ 47,2% NEI 53,5& SPURNING DAGSINS Í DAG Sandit adiamconum in etdolore velit in utet at? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN Gríðarlegar breytingar virðast nú eiga sér stað á búsetu og eignar- haldi jarða í dreifbýli. Landnotkun breytist ört og verð á jarðnæði hækkar víða mjög mikið. Bújörðum er núna víða skipt upp í smærri skika til annarra landnota en áður. Þessi þróun hefur áhrif á mögu- leika til áframhaldandi notkunar á landi til landbúnaðar og það vakna margar spurningar. Þar má nefna hvort ríkið eigi að láta sig varða hvort land sé tekið úr landbúnaðarnotum? Jafnframt hefur hagur margra landeigenda og seljenda batnað mikið á sama tíma og erfiðara er að festa kaup á jarðnæði til búskapar. Mikilvægt er að þjóðfélagið hafi yfirsýn yfir þessar breytingar og meti áhrif þeirra gildi fyrir búsetu í landinu til framtíðar. Ráðstefnunni er ætlað að beina athyglinni að þessum málaflokki þannig að staða hans skýrist. Dagskrá 13:00 Setning og stutt yfirlit um þróun. Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ. 13:10 Kaup og sala landbúnaðareigna í Noregi. Sølve Bærug, Universitetet for miljø- og biovitenskap (UMB), Ási, Noregi. 13:40 Landbúnaður, byggðaþróun og jarðalög. Atli Már Ingólfs- son, lögfræðingur, landbúnaðarráðuneytinu. 14:00 Skipulagsáætlanir og breytingar á búsetu. Stefán Thors, skipulagsstjóri. 14:20 Kaffihlé 14:50 Byggðir Borgarfjarðar. Torfi Jóhannesson, formaður skipu- lags- og Byggingarnefndar. 15:10 Fasteignamarkaður í dreifbýli: Jákvæðar eða neikvæðar breytingar. Magnús Leópoldsson, fasteignasali. 15:30 Pallborðsumræður. Frummælendur og fleiri fulltrúar sitja fyrir svörum. 16:25 Ráðstefnuslit – samantekt. Ólafur Arnalds. Ráðstefnustjórar: Hafdís Hafliðadóttir (Skipulagsstofnun) og Margrét Hauksdóttir (Fasteignamati ríkisins). Ráðstefnuna halda Landbúnaðarháskóli Íslands, Skipulagsstofnun og Fasteignamat ríkisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, landbúnaðarráðuneytið o.fl. aðila. Þeir sem áhuga hafa geta keypt súpu og brauð í hádeginu á Hvanneyri. Vinsamlega látið vita fyrir kl. 13 þriðjudaginn 17. október til Margrétar Jónsdóttur á netfang margretj@lbhi.is ef óskað er eftir mat. Málþing: SKIPULAG OG BÚSETUÞRÓUN Í DREIFBÝLI • Er íslensku bújörðinni ógnað? • Jákvæð þróun eða ógnun? • Hver eru áhrif frístundabyggðar og annarrar búsetu í dreifbýli? Miðvikudagur 18. október kl. 13:00-16:30 Landbúnaðarháskóli Íslands, Ásgarði, Hvanneyri Spilar þú tölvuleiki? Já 44% Nei 56% SPURNING DAGSINS Í DAG: Leikur þú á hljóðfæri? Segðu skoðun þína á visir.is MATVÆLAVERÐ Finnur Árnason, for- stjóri Haga, telur að það hafi ekki mikil áhrif þó að tollar á kjöti séu lækkaðir um allt að fjörutíu pró- sent þar sem innflutningsverndin sé mikil fyrir og breytist ekki mikið. Hann óskar eftir upplýsing- um um það hvernig lækkunin á tollum á almennum kjötvörum sé hugsuð. „Nánari skýring á henni er ekki komin fram,“ segir hann. Finnur hefur reiknað út að raun- lækkun matvælaverðs verði 9,45 prósent, sé tekið tillit til niðurfell- ingar virðisaukaskatts og vöru- gjalda en segir óljóst hvernig kjöt- tollarnir komi út. Ekki sé búið að upplýsa að fullu um aðgerðina og þá eyðu þurfi að fylla upp í sem fyrst. „Fyrsta mat okkar er að jafnvel þó að tollar í þessum flokki séu lækkaðir um fjörutíu prósent hafi það ekki mikil áhrif þar sem vernd- in er mjög mikil fyrir,“ segir hann. „Ég held að það sé mjög mikil- vægt fyrir alla að vita skiptinguna á þessum sextán prósentum. Það vantar meiri upplýsingar.“ Stefán Úlfarsson, hagfræðing- ur hjá ASÍ, segir að stjórnvöld þurfi að gefa nákvæma kortlagn- ingu á því hvar aðgerðirnar eigi að hafa áhrif þannig að þeir aðilar sem eigi að hafa eftirlit með aðgerðunum fái formlegt hlutverk og nái að samræma sig til að aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. ASÍ telur að aðgerðir rík- isstjórnarinnar geti lækkað verð um tólf til fimmtán prósent. Niður- felling virðisaukaskatts gefi átta til níu prósent og niðurfelling vörugjalda tvö til þrjú prósent. Samtals gefi þetta ellefu prósent og þá sé spurning hvað lækkun kjöttolla gefi. „Það er á mörkunum að aðgerð- irnar dugi til að koma okkur niður í meðaltalsverðlag á Norðurlönd- unum. Okkur sýnist óraunhæft að gera ráð fyrir meira en þriggja prósenta verðlækkun út úr tolla- lækkunum. Þetta hangir á blá- þræði og stendur og fellur algjör- lega með framkvæmdinni,“ segir Stefán. Halldór Árnason, skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu, getur ekki gefið upplýsingar um það hvernig niðurfelling tolla á almennum kjötvörum er hugsuð og segir útreikningana flókna og aðeins til í fjármálaráðuneytinu. „Þessir útreikningar verða kynnt- ir um leið og frumvarp ríkisstjórn- arinnar til lækkunar matvöru- verðs verður lagt fram,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Telur matarverðið lækka um tíu prósent Aðgerðir stjórnvalda lækka matarverð um níu til tíu prósent, að mati Haga, og lægri kjöttollar hafa ekki mikil áhrif til lækkunar. Forsætisráðuneytið vill eng- ar nánari upplýsingar gefa fyrr en stjórnarfrumvarp verður lagt fram. VERSLUN KRÓNUNNAR Skoðanir eru skiptar um áhrifin af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs. Forstjóri Haga, Finnur Árnason, telur ljóst að áhrifin lækki verð um tæp tíu prósent en hagfræðingur hjá ASÍ telur verðlækkunina verða tólf til fimmtán prósent. FINNUR ÁRNA- SON, FORSTJÓRI HAGA STEFÁN ÚLFARS- SON, HAGFRÆÐ- INGUR HJÁ ASÍ SVÍÞJÓÐ Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar borgaraflokkanna í Svíþjóð, vildi sem minnst úr þeim hneykslismálum gera sem leiddu til afsagnar viðskiptaráðherrans í hinni rúmlega vikugömlu ríkisstjórn um helgina, er hann tjáði sig um málið í Helsinki í Finnlandi í fyrstu erlendu heimsókn sinni því hann tók við embætti. „Árangursrík ríkisstjórn byggist á réttri stjórnar- stefnu ... og í fyllingu tímans mun það einnig verða það sem kjósendur dæma hana út frá,“ tjáði Reinfeldt fréttamönnum eftir fundi með Törju Halonen Finnlandsforseta og Matti Vanhanen forsætisráð- herra. Stéttarfélag flutningaverkamanna, Transport, hefur ákveðið að kæra sænska menningarmálaráð- herrann Stegö Chilo fyrir að hafa ráðið fólk í vinnu svart. Þetta ákvað stjórn félagsins í gær, að sögn Aftonbladet. Chilo hefur ekki svarað gagnrýni í fjölmiðlum, ólíkt viðskiptaráðherranum Maríu Borelius, sem sagði af sér á laugardag. Sú síðarnefnda viðurkenndi að hafa ráðið fólk til hreingerninga heima hjá sér svart á tímabilinu 1990-2000, en hún hefði aldrei farið leynt með það á sínum pólitíska ferli. Chilo er líka gagnrýnd fyrir að hafa trassað að greiða afnotagjöld sænska ríkisútvarpsins. - aa/ghs Fredrik Reinfeldt ver orðstír ungrar ríkisstjórnar sinnar: Verðum dæmd af verkunum REINFELDT Einn ráðherra hættur og hart sótt að öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Samtök atvinnulífsins, SA, telja óljóst hvaða áhrif fyrirhuguð tollalækkun á matvæli hafi þar sem mikilvægar ákvarðanir um útfærslu hennar hafi ekki verið teknar. Ef allir tollar verði lækkaðir um fjörutíu prósent verði áhrifin mest á verði svínakjöts og kjúklinga. Áhrif fyrirhugaðrar tollalækkunar á matvæli eru óljós þar sem mikilvægar ákvarðanir um útfærslu hennar hafa ekki verið teknar, að því að segir á vefsíðu samtakanna. Kynning málsins gefur þó ótvírætt til kynna að lækkunin eigi að hafa raunveruleg og marktæk áhrif á verðlag. „Ef gengið er út frá því að allir tollar verði lækkaðir um 40 prósent má ætla að áhrifin verði mest á verð frá framleiðendum svínakjöts og kjúklinga hér innan lands. Lauslega áætlað gætu áhrifin til lækkunar verðlags orðið 1,5 prósent og á vísitölu neysluverðs um 0,3 prósent. Svo virðist sem forsætisráðuneytið áætli að áhrif tollalækkunarinnar á vísitölu neysluverðs verði allt að 0,4 prósent, þannig að ganga verður út frá að 40 prósenta tollalækkun taki til allra vöruflokka,“ segir á vefsíðu SA. Samtökin áætla að heildaráhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar verði um tólf prósent og vísitala neysluverðs lækki um 2,2-2,3 prósent ef allar lækkanir skila sér í lækkun verðlags. - ghs Samtök atvinnulífsins telja að matarverð lækki um tólf prósent: Telja víst að allir tollar lækki BANDARÍKIN, AP Tvö stærstu tóbaksfyrirtækin í Bandaríkjunum eyða nú ógrynni fjár til þess að berjast gegn því að kjósendur í fimm ríkjum Bandaríkjanna samþykki reykingabann í kosning- um sem haldnar verða jafnhliða þingkosningunum 7. nóvember næstkomandi. Fyrirtækin tvö, sem eru Philip Morris USA og RJ Reynolds Tobacco, hafa í Kaliforníu einni nú þegar varið meira en 54 milljónum dala í þessa kosningabaráttu sína. Auk Kaliforníu kjósa íbúar í Missouri, Suður-Dakóta, Arizona og Ohio um einhvers konar útfærslu á reykingabanni. - gb Kosið um reykingabann: Barátta tóbaks- fyrirtækja dýr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.