Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 16.10.2006, Qupperneq 12
12 16. október 2006 MÁNUDAGUR Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn 2 - 11 ára í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun gildir 16. okt. - 6. nóv. býðst eingöngu þegar bókað er á netinu www.flugfelag.is bókanlegt frá 13. október Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N E H F . / S I A . I S - F L U 3 4 4 7 2 1 0 / 2 0 0 6 1 kr. aðra leiðina + 739 kr. (flugvallarskattur og tryggingargjald) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 STJÓRNMÁL Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem haldið verður 11. nóvember. Prófkjörið er sameig- inlegt fyrir bæði Reykjavíkur- kjördæmin og er þetta því sama sæti og hún fékk í prófkjöri flokksins fyrir síðustu þingkosn- ingar þegar hún skipaði 2. sæti á listanum í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ásta Ragnheiður hefur setið á þingi frá 1995 og lagt mikla áherslu á umbætur í félagsmálum, samgöngumálum og ferðamálum. - eö Ásta Ragnheiður: Býður sig fram í 4. sæti ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Hefur setið á þingi frá árinu 1995. STJÓRNMÁL Ólöf Nordal, fram- kvæmdastjóri Orkusölunnar ehf. á Egilsstöðum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sætið á framboðs- lista Sjálfstæðis- flokksins í Norðausturkjör- dæmi. Ólöf er 39 ára lögfræðingur og hefur einnig lokið MBA- gráðu. Hún hefur gegnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum og er nú formaður Sjálfstæðiskvenna- félagsins Auðar á Austurlandi. Ólöf hefur meðal annars starfað hjá Landsvirkjum sem yfirmaður heildsöluviðskipta og síðar sem yfirmaður sölumála hjá RARIK. - hs Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Ólöf gefur kost á sér í 2. sætið ÓLÖF NORDAL LÖGREGLUMÁL Þrír piltar voru stöðvaðir í Hörgárdal fyrir helgi við venjubundið eftirlit lögregl- unnar á Akureyri. Í ljós kom að ökuréttindi bílstjórans voru útrunnin. Við leit í bifreiðinni fundust einnig fíkniefni sem og tæki og tól til neyslu þeirra. Piltarnir voru færðir á lögreglu- stöð. Þar kom í ljós að sá sem bílnum ók hafði verið stöðvaður af lögreglunni á Sauðárkróki klukkustund áður á ferð sinni um Skagafjörð. Lögreglan hafði greint honum frá því að hann hefði ekki leyfi til að aka bíl en hann lét sér ekki segjast fyrr en á Akureyri. - kdk Réttindalaus ökumaður: Lét sér ekki segjast TÖLVUFÍKN Björn Harðarson sálfræðingur segir tölvufíkn mikið vandamál hér á landi en tölvufíkn er skilgreind ef 28 tímum eða meira er varið í tölvu á viku, og er þá miðað við tímann sem fer í tölvu- notkun utan hefðbundis vinnu- eða skólatíma. Björn er nú að þróa forrit með öryggisbúnaði sem getur virkað sem forvörn við netfíkn. „Í forritinu er hægt að setja inn hámarkstíma sem hægt er að vera á netinu og þannig geta foreldrar stýrt þeim tíma sem börnin verja í tölvunni.“ Björn segir mikilvægt að búa til greining- arviðmið fyrir tölvufíkn en gott viðmið sé að börn og unglingar láti ekki aðra hluti sitja á hakanum eins og nám eða félagslíf vegna tölvunotkunar. Björn segir aðkallandi verkefni að gera könnun í efri bekkjum grunnskóla um umfang vandans en það er sá aldurshópur sem ver mestum tíma í tölvuleiki. „Þau börn og unglingar sem helst eiga á hættu að verða tölvufíklar eru þau sem í grunninn eru félagslega einangruð eða hafa lent í einelti. Besta meðferðin við tölvufíkn er að vinna í gegnum foreldra og að þeir aðstoði börn sín við að hætta og finni síðan aðrar leiðir til að drepa tímann.“ Björn segir þetta oft erfitt því mörg börn kunni ekki lengur að taka þátt í daglegu lífi eftir áralanga tölvunotkun. - hs Hannar tölvubúnað þar sem hægt er að stýra þeim tíma sem varið er á netinu: Netfíklaforvörn væntanleg á markað TÖLVULEIKUR Sífellt fleiri ungmenni eyða meiri og meiri tíma í tölvuleiki á netinu. BJÖRN HARÐARSON VINNUMARKAÐUR Félag járniðn- aðarmanna og Vélstjórafélag Íslands hafa sameinast í Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Nýja félagið verður eitt stærsta verkalýðsfélag landsins. Helgi Laxdal, fyrrverandi for- maður Vélstjórafélagsins, verð- ur formaður félagsins fyrstu níu mánuðina og Örn Friðriksson, fyrrum formaður Félags járniðn- aðarmanna, tekur þá við og verð- ur formaður í níu mánuði. Ekki verður kjörin ný stjórn fyrr en eftir eitt og hálft ár. Kristín Hjálmarsdóttir, útgáfu- og kynningarfulltrúi VSFÍ, segir að þetta sé gert til að nýta reynslu forystumanna félaginu til hags- bóta meðan sameiningin gengur yfir. Haldin var samkeppni um nafn nýja félagsins. Vinnings- hafinn, sem átti hugmyndina að nafninu Félag vélstjóra og málmtæknimanna, óskaði nafn- leyndar og gaf vinninginn, 150 þúsund krónur, í byggingu brunns í Afríku. Kristín segir að svo skemmti- lega vilji til að upphæðin dugi til þess að byggja brunn fyrir þorp með þrjú til fimm þúsund íbúum en það sé einmitt svipaður fjöldi og eru félagar í nýja félaginu. - ghs Í STAFNI Helgi Laxdal, fyrrverandi formaður Vélstjórafélags Íslands, verður formaður sameinaðs félags vélstjóra og málmtæknimanna fyrstu níu mánuðina og þá tekur Örn Friðriksson, sem hefur verið formaður Félags járniðnaðarmanna við. Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands mynda eitt stærsta stéttarfélag landsins: Vélstjórar og járniðnaðarmenn sameinast STÆRSTI SÖFNUNARBAUKURINN Samtökin Beit Al Khair í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa sett upp þennan söfnunarbauk, sem þau segja að sé sá stærsti í heimi, í verslun- armiðstöð í Dubai. Söfnunin er fyrir hið stríðshrjáða land Líbanon. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.