Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 16
 16. október 2006 MÁNUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Bændablaðið er um margt for- vitnilegt blað með fullt af fréttum sem ekki rata annað. Auglýsing- arnar í blaðinu eru ekki síður for- vitnilegar. Í nýjasta tölublaðinu má sem dæmi sjá auglýstar haug- dælur undir fyrirsögninni „Ertu í djúpum skít?“ og þar eru ekki aug- lýst opin hús heldur opin fjós. Innan um traktorsauglýsingar má nú í smáauglýsingunum sjá óskað eftir að kaupa hvaltennur, hrúts- og hreindýrshorn. Það er Páll Kristinsson í síma 899-6903 sem auglýsir. „Jú, þetta hefur gengið sæmi- lega og ég er búinn að fá eitthvað,“ segir Páll. „Þeir sem voru að vinna í hvalnum í gamla daga luma oft á tönnum og stundum rekur hvali og þá liggja bændur á tönnum. Ég er að borga þetta þúsund kall upp í fimm þúsund kall fyrir hvaltenn- urnar en það fer eftir stærð og gæðum.“ Páll segir framboð af hornum miklu meira en af tönnum. „Ég fæ nú hrútshornin yfirleitt bara gefins en er að borga þetta 800- 1.000 kall fyrir kílóið af hrein- dýrshornin.“ Páll er hnífasmiður og hefur aðsetur í Álafosshúsinu í Mos- fellsbæ. Hann notar hornin og tennurnar í eigin framleiðslu auk þess að miðla til annars hand- verksfólks. „Ég er með sæmilegt pláss hérna svo það má segja að hér sé kominn upp vísir að efna- banka. Ég er í samstarfi við marga og fólk er oft á höttunum eftir þessu en veigrar sér við að auglýsa ef það vantar bara eitt- hvað smotterí.“ - glh Páll hnífasmiður er með vísi að efnabanka: Viltu losna við hvaltennur? PÁLL HNÍFASMIÐUR MEÐ EIGIN FRAM- LEIÐSLU Er með vísi að efnabanka heima hjá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er ekkert annað en stórfenglegt,“ segir Snorri Sturluson um Iceland Airwaves, en sjöunda hátíðin hefst á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudag. „Þetta er einstakur menningarvið- burður og sumir gera sér ekki grein fyrir því hvers konar forréttindi þetta eru fyrir okkur. Við strákarnir á stöðinni ætlum að skipta tónleikunum á milli okkar og setjast svo niður og bera saman bækur okkar í útvarpinu daginn eftir. Það er margt mjög spennandi í boði en mín reynsla er sú að gera sér engar væntingar fyrir fram því það sem kemur manni mest á óvart er oftar en ekki það sem stendur upp úr. Í fyrra kíkti ég slatta á þetta og fór ekki varhluta af biðröðunum. Þeir segjast vera búnir að gera ráðstafanir í ár og maður verður bara að vera þolinmóður. Málið er að planta sér á einn stað og ekki vera á einhverjum flækingi. Í raun þarf maður ekki að vera á flækingi því það er aldrei dauður punktur.” SJÓNARHÓLL ICELAND AIRWAVES Aldrei dauður punktur SNORRI STURLUSON Dagskrárstjóri XFM „Það er allt rosalega gott að frétta og alveg brjálað að gera,“ segir Nína Björk Gunnarsdóttir, ljósmyndari og stílisti. „Ég sé um tísku og ráðgjöf á sýningunni Konan 2006 sem verður haldin um næstu helgi í Laugardalshöll. Þessi sýning er fyrst og fremst fyrir konur og þar verður fjallað um allt sem snýr að konum, m.a. tísku, heilsu, hönnun og heimili. Það verður tískusýning báða dagana klukkan fjögur og við erum búnar að fá margar flottar konur, sem ekki eru vanar að sýna, til að koma fram. Til dæmis get ég nefnt Elmu Lísu leikkonu, Kolfinnu Baldvins, Ingu Lind og Dísu í Laugum. Samhliða sýningunni verða haldnir margir spennandi og áhugaverðir fyrirlestrar með mörgum skemmtilegum konum. Þarna verða Hendrikka Waage skartgripahönnuður, Bryndís Schram, Ingibjörg Stefáns og Katrín Anna frá Femínistafélaginu svo ég nefni bara örfáar. Svo má endilega koma fram að þessa sömu helgi verð ég þrítug. Það leggst bara vel í mig. Ég er búin að komast að því að lífið verður bara skemmtilegra eftir því sem maður eldist. Maður veit alltaf betur og betur hvað maður vill. Ég ætla að halda upp á afmælið helgina eftir með stórri afmælisveislu.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? NÍNA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR LJÓSMYNDARI OG STÍLISTI Þrítug á kvennasýningu Vasi Gheorghe er mættur með nikkuna fyrir utan Bónus í Skútuvogi. Þenur hana af list og brosir til fólksins sem tínist þreytu- legt í búðina. Hressilegir tangóar og rúmbur berast út í loftið, sumir brosa á móti, aðrir strunsa áhuga- lausir framhjá. Gheorghe hefur komið nokkrum sinn- um til Íslands og er búinn að vera hérna í tvo mánuði í þetta skiptið. Íslendingar hafa gott hjartalag, segir hann. „Það borgar sig ekki að vera leng- ur en svona tvo tíma á sama stað,“ segir Gheorghe í pásu frá spila- mennskunni. Það eru komnir nokkrir gullpeningar í körfuna hans. „Ég spila úti um allt en þegar von er á rigningu er gott að vera undir svona þakskýli eins og hérna í Bónus. Ég bý á Hjálpræðis- hernum, sem er frábær staður og ódýr. Dagurinn hjá mér byrjar kannski með því að ég tek strætó númer 19 klukkan sjö um morg- uninn og spila fyrir utan bakaríið í Norðlingaholti. Er svo til hádeg- is fyrir utan Bónus, fer þá fyrir utan Hagkaup og enda kannski fyrir utan Nóatún. Ég hef líka spilað á Akranesi og í Hafnar- firði. Það gekk ekki nógu vel því mér var sagt að hypja mig á báðum stöðunum. Annars er fólk yfirleitt mjög vingjarnlegt. Mér finnst Íslendingar hafa gott hjartalag. Löggurnar brosa bara til mín og segja að allt sé ókei.“ Gheorghe er rúmenskur og á konu og tvær dætur heima. Önnur er astmaveik og Gheorghe segist fá góð lyf fyrir hana á Íslandi sem hann fær ekki í Rúmeníu. Hann hefur starfað sem bílstjóri og byggingaverkamaður en segir launin léleg í Rúmeníu. „Maður fær kannski ekki nema 100 evrur fyrir mánaðarvinnu, níu til fimm. Ástandið er mjög skrítið í Rúm- eníu, klikkuð ríkisstjórn og hálf- gerð ringulreið. Það er lítið að gera í spilamennskunni hjá mér þar. Kannski eitt afmæli eða brúð- kaup í mánuði og ekki mikið upp úr því að hafa.“ Gheorghe kemur úr tónlistar- fjölskyldu. Hann segist spila það sem honum dettur í hug og á auð- velt með að pikka upp lög. „Einu sinni var ég að spila fyrir utan Ikea og fór inn til að hlýja mér. Þar var verið að spila eitthvað lag sem ég fór svo bara og spilaði þegar ég kom út. Kannski verð ég búinn að læra nokkur íslensk lög þegar ég kem næst,“ segir harm- óníkuleikarinn. Hann fer aftur til síns heima á föstudaginn en segist stefna að því að koma aftur um jólin og þá kannski með konuna og astmaveiku dótturina. En hvernig datt honum eiginlega í hug að koma til Íslands? „Mér fannst það bara upplagt því hér er ég einn á markaðinum. Hér er engin harmóníkumafía eins og í Noregi. Það eru kannski tvö hundruð Rúmenar að spila í Osló en mafían ræður öllu. Skipar mönnum hvar þeir eiga að spila og hirðir svo helminginn af inn- komunni.“ Gheorghe segir Íslendinga nokkuð þakkláta hlustendur. „Að meðaltali fæ ég svona 2.500 krónur yfir daginn, en á góðum degi kannski 4.000 kr. Þetta eru miklir peningar í Rúmeníu. Þú trúir því kannski ekki en fyrir 2.500 krónur get ég keypt mat fyrir alla fjölskylduna sem dugar í tvær vikur.“ gunnarh@frettabladid.is Engin harmóníkumafía á Íslandi VASI GHEORGHE ÞENUR NIKKUNA Þénar svona 2.500 kr. á dag, en 4.000 kr. á góðum degi. Það eru miklir peningar í Rúmeníu. FRÉTTABLAÐIÐ/GLH HÚSNÆÐI: HVAÐ KEMUR Í GAMLA IKEA? ■ Nú þegar Ikea er flutt í þrisvar sinnum stærra húsnæði í Garða- bæ vaknar spurningin: Hvað kemur í gamla Ikea? Það er risa rými og hátt til lofts. Inga Rut hjá fasteignafélaginu Stoðum sem á húsnæðið segir að viðræður standi yfir við einn aðila um að hefja rekstur í plássinu, en vildi ekki nafngreina viðkomandi. Sumum hefur dottið í hug að Ríkið ætti að stækka við sig og breiða úr sér í Holtagörðum. Væri þá líklega komin stærsta áfengis- búð Norðurlanda, sannkallaður stórmarkaður drykkjumannsins. Leikfangabolti „Þetta er eins og bolti sem þú kaupir í leikfangabúð fyrir börnin þín. Sá sem ákvað þetta á skilið að vera rekinn.” KÖRFUKNATTLEIKSMAÐURINN SHAQUILLE O’NEAL ER ALLS EKKI SÁTTUR VIÐ NÝJA KEPPNISBOLT- ANN SEM NOTAÐUR VERÐUR Í NBA-DEILDINNI. Fréttablaðið, 15. október. Milljón magaæfingar „Þessir sjóliðar eru um það bil áratug yngri en við og hafa ekkert haft að gera síðustu þrjá mánuði annað en að gera magaæfingar úti á miðju Atlantshafi.” GÍSLI MARTEINN BALDURSSON ER EINN LIÐSMANNA RÖGNUNNAR SEM KEPPTI VIÐ SJÓLIÐA AF HER- SKIPINU USS WASP Á LAUGARDAG- INN. ÞRÁTT FYRIR AÐ VERA ELDRI OG Í VERRA FORMI FÓR RAGNAN MEÐ SIGUR AF HÓLMI. Fréttablaðið, 15. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.