Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 21
ER ÞÍN EIGN AUGLÝST HÉR? MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINS Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.20 13.13 18.05 Akureyri 8.10 12.58 17.45 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Hjá fasteignasölunni Lyngvík er til sölu vel staðsett 200 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum við Hellisgötu í Hafnar- firði. Komið er inn í forstofu með fatahengi. Hol er teppalagt með fataskáp en þaðan er útgengt á suður timburverönd. Eldhús er með plastparketti og lakkaðri innréttingu. Borðstofa og stofa eru teppalagðar og tvö svefnherbergi eru á hæðinni, bæði með fataskápum. Hjónaherbergið er dúkalagt en hitt herbergið er teppalagt. Baðher- bergið er með baðkari, innréttingu, flísum á veggjum og kork á gólfi. Frá holi liggur teppalagður stigi niður á neðri hæð þar sem er tveggja herbergja íbúðarými. Hol og stofa eru teppalögð, baðherbergi og eldhús með dúk á gólfi. Eitt svefnherbergi er á hæðinni sem er með plastparketti og fataskáp. Frá holi neðri hæðar er gengið inn í þvottahús og geymslu inn af því. Úr þvottahúsi er svo gengið út í garð. Eigninni fylgir einnig úti- geymsla og innbyggður 35,4 fermetra bíl- skúr. Garðurinn er fallegur með timburver- önd og snýr í suður. Hiti er undir hluta bílaplansins. Þetta er falleg eign á góðum stað í Hafnarfirði. Ásett verð er 39,8 milljónir. Tveggja hæða einbýl- ishús í Hafnarfirði Fallegur suðurgarður fylgir eigninni. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Lög um fjöleignarhús NÚ HAFA FJÖLEIGNARHÚSALÖGIN VERIÐ GEFIN ÚT Í VAND- AÐRI SÉRPRENTUN MEÐ GREINARLYKLI. Húseigendafélagið hefur í samvinnu við SPRON gefið Fjöleignarhúsalögin númer 26/1994 út í vönduðu og handhægu formi. Með prentunni fylgir greinayfirlit sem léttir þeim vinnuna sem styðjast þurfa við lögin. Húseigendafélagið telur mikilvægt að lögin séu kunn og aðgengileg almenn- ingi þar sem löggjöfin mótar réttindi og skyldur eigenda í stóru sem smá, snertir daglegt líf fólks í landinu, samskipti þess og eignir. Reynslan sýnir að erfitt getur verið fyrir eigendur að átta sig og fóta sig á réttarstöðu sinni með því að skoða lögin án leiðarvísa. Greinalykillinn er því mikilvægur leiðarvísir. Allir sem eiga eignir í fjöleign- arhúsum eða koma að málefnum þeirra með öðrum hætti ættu að hafa fjöleignarhúsalögin handbær. Lagaútgáfan fæst á skrifstofu Húseigendafélasgsins. - jóa MJÚKAR OG HLÝJAR Vínylflísar á gólfið HÚS 2 FASTEIGNASÖLUR Ás 16 -18 Ásbyrgi 9 Árborgir 6 Atlas 31 Búi 19, 29 Draumahús 10 - 11 Eignamiðlunin 7 Eignamiðlun Suðurn. 14 Eignastýring 19, 23 Fast.félag Austurl. 19 Fast.miðlun Kópav. 30, 32 Fast.miðlunin Múli 15 Fast.sala Suðurlands 28 Fyrirtækjasala Íslands 26 Hof 25 Hvíta ljósið 26 Húseign 27 Lundur 12 - 13 Lyngvík 8 Neteign 21 Valhöll 22 Viðskiptahúsið 6 GÓÐAN DAG! Í dag er mánudagurinn 16. október, 289. dagur ársins 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.