Fréttablaðið - 16.10.2006, Page 22

Fréttablaðið - 16.10.2006, Page 22
[ ] Vínylflísar hafa lengi gert lukku á gólfum fyrirtækja. Ný heimilislína er líka að slá í gegn. Gunnar Þór Jóhannesson hjá Gólfefnavali í Faxafeni 10 veit meira. „Það sem hæst ber núna hjá okkur eru lúxus-vínylflísar fyrir forstof- ur, eldhús og baðherbergi þar sem umgangur er mikill, auk þess sem við höfum selt mikið af þeim í sumarhús og blómaskála. Fólk kann að meta kosti þess að hafa gólf sem lítið viðhald þarf,“ segir Gunnar Þór og heldur áfram. „Þetta er mjög þolið gólfefni og það er komin á það góð reynsla. Kostir þess eru meðal annars þeir að það er bæði hlýtt og mjúkt. Fólk með bakvandamál hefur fundið til bata eftir að hafa fengið svona flísar á gólfið hjá sér. Nú er mikið um hita í gólfum. Við fundum það þegar við vorum með steinflísar heima hjá mér að við þurftum að stilla ofninn á 3 til að fá varma gengum þær en eftir að við feng- um vínylflísarnar erum við með ofninn á 1,5. Þannig að þær eru orkusparandi.“ Gunnar Þór segir auðvelt að halda vínylflísunum hreinum. Vínylfúgan á milli flísanna hvorki springi né rýrni og því safnist engin óhreinindi í hana. Margs konar mynstur er hægt að fá, til dæmis með áferð náttúrulegra efna. Sumt er aðeins upphleypt eins og um lifandi við sé að ræða. Einingarnar eru í ýmsum stærð- um og einnig fást hornsamskeyti og skrautlistar með. Gunnar segir framleiðendur taka ábyrgð á vínylflísnum til tíu ára og getur þess í lokin að óþarft sé að bóna þær. Mjúkar og hlýjar vínylflísar Eitt vinsælasta mynstrið núna er grátt gólf með eftirlíkingu af steinvölum sem virka eins og nudd. MYND/GÓLFEFNAVAL Hægt er að fá margskonar áferð og mynstur. MYND/GÓLFEFNAVAL Parkett í breiðum plönkum er vinsælt á gólfin í dag og þá frekar samlímt en gegnheilt að sögn Egils Arnars Birgissonar, markaðsstjóra Parka á Dal- vegi 18 í Kópavogi. „Notkun plankaparketts er mikið að aukast hér á landi og tískan núna er að vera með breið plankaborð. Mest er um samlímt parkett en ekki heilt í gegn því samlímt parkett hreyfist minna,“ byrjar Egill ræðu sína. Hann verður að útskýra þetta nánar. „Parkettið er lifandi viður sem annað hvort tútnar út eða skreppur saman eftir því hvernig loftið er. Ef loftið er þurrt og hiti of mikill þá skreppur það saman en ef mikill raki er í loftinu þá tútnar það út.“ Jú, þetta skilur blaðamaður. En hvað er þá samlímt parkett? Egill heldur áfram: „Það er viðar- spónn í topplaginu sem er 3-4 mm á þykkt og svo 10 mm krossviður undir. Þegar þessi efni eru límd saman mynda þau ákveðið jafn- vægi í viðnum því þarna eru kraft- ar sem vinna móti hvor öðrum. Meðan við vorum með 6 til 7 cm breiða stafi var í lagi að hafa þá úr gegnheilum viði en þegar þeir eru orðnir allt upp í 20 cm breiðir er hreyfingin á hverjum staf svo mikil, sérstaklega ef þeir eru langir líka.“ Agli er þökkuð kennslustund- in, sem hann lýkur með þessum orðum: „Það getur verið erfitt að þurfa alltaf að passa upp á jafn- vægi í rakastigi og hita í húsum hér og því er samlímt parkett á gólfið afar heppilegt fyrir íslenskan markað.“ - gun Samlímt parkett í plönkum Hvít olíuborin eik í forgrunni. MYND/PARKI Gegnheil hnota, slípuð eftir á og lökkuð með lakki sem gefur mikinn gljáa. MYND/PARKI Fasteignakaupendur hrífast af fyrstu kynnum. Því er ráðlegt að hafa aðkomuna að eigninni þinni til fyrirmyndar sért þú að hugsa um að selja. Skreyttu með blómum og sópaðu stéttina. ����������������������������������������������������������� �������������������������� ������������������������ ��������������������� ������������������ ����������� ������������� ���������������� ����������������� ���������� ������������������� ����������������������������� ��������������� Handrið og stigasmíði Mikið úrval af handriðum inni sem úti. Stigar fáanlegir á lager - Gerum tilboð í sérsmiði. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Kynningarverð Betra aðgengi í garðinn ?, stigi getur leyst málið..... Vantar stiga eða handrið ? Við höfum lausn fyrir þig, mælum, teiknum, smíðum og setjum upp Enn betra verð, sömu gæði Stigar á lager Beinir stigar Loftastigar Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� �

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.