Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 16. október 2006 5 Fáðu fagmenn í verkið GETUR SPARAÐ TÍMA OG PEN- INGA Okkur er það tamt að gera hlutina sjálf og eyða ekki í óþarfa aðstoð. Aðstoðin er hins vegar í mörgum tilvikum allt annað en óþörf og þrátt fyrir kostnað getur hún sparað okkur mikinn tíma og fyrirhöfn. Mikið þarf að gera þegar flutt er inn í nýja íbúð. Meðal þess er að leggja gólfefni. Fyrir óvana tekur það langan tíma og mistökin eru mörg. Flestir fagmenn er mjög fljótir, vinna vel og örugglega og þannig sparast tími sem þú getur nýtt í eitthvað annað. Ef þú ert að hugsa um budduna geturðu eytt þessum tíma í vinnu og þannig grætt í leiðinni. Sama á við um málun og veggfóðrun, en það getur verið mjög erfitt og leiðigjarnt verk að veggfóðra. Flutningarnir sjálfir eru heilmikið verk og það er ótrúlegt hversu ódýrt það er að fá flutningamenn. Eftir að herinn fór er lítið að gera hjá þeim og er verðið eftir því. Ekki hika við að kanna kostnað við fagmenn. Það kostar ekkert að athuga og þú gætir á endanum grætt nokkrar krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEINSSON Einfaldar múrviðgerðir Í BÓKINNI VERK AÐ VINNA LEYNAST ÝMIS GULLKORN, MEÐAL ANNARS ALMENN VIÐ- GERÐARÁÐ Á MÚRVEGG UTANHÚSS. Léttmúr á ekki að bleyta en steypan undir á að vera blaut þegar múrinn er borinn á. Grunna á viðgerðina með þunum grunni eða útþynntri múrblöndu. Látið þorna. Í sárið á að bera múrsementsblöndu. Léttmúr eða annars konar viðgerðarmúr dugar vel í smærri viðgerðir. Notaðu breiða múrskeið eða bút úr borði og dragðu múrinn upp og í sárið. Færðu skeiðina fram og tilbaka þannig að múrinn þrýstist inn í sárið og fái betri festu. Þegar múrinn er farinn að þorna er unnið á yfirborði viðgerðarinnar þannig að hún líkist sem mest veggnum sem fyrir er. Notaðu kúst, múrskeið, strigapoka eða þvíumlíkt. (Heimild: Verk að vinna, bls. 172) Hérna sést dæmigerð skemmd. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Slys á börnum og eldri borgur- um verða oftast í heimahúsum. Margt er hægt að gera til að fyrirbyggja slík slys en ef þau eiga sér stað er gott að eiga skyndihjálparkassa. Á heimasíðu Landsbjargar kemur fram að aukin hætta sé á slysum eldri borgara útaf skertri sjón, heyrn og minnkaðs við- bragðs þar sem aldraðir geri sér ekki grein fyrir þessum breyt- ingum. Öryggi barna í heimahúsum þarf varla að ítreka. Gott er að kynna sér öryggismál hjá Lands- björgu eða Rauða krossinum og tryggja að allir séu öruggir heima. Öryggisvörur fyrir börn fást í barnabúðum, apótekum og byggingarvöruverslunum. Einnig má benda á heimasíður Landsbjargar og Rauða krossins á Íslandi sem gefa út ritað efni um öryggi í heimahúsum. Þá ættu öll heimili að eiga góðan skyndihjálparkassa á stað þar sem ung börn ná ekki til. Einnig er vert að benda á að athuga kassann reglulega til að bæta við það sem vantar. Þar á meðal ann- ars heima: Verkjatöflur Heftiplástur Grisjuplástur Sárabindi Sáraböggull Saltvatn til sárahreinsunar Teygjubindi www.landsbjorg.is/www. Átt þú heima í slysagildru? Það er mikilvægt að hafa skyndihjálpar kassa við hendina heima Víða er hægt að komast yfir gamla olíutunnu fyrir lítið fé. Úr henni má síðan búa ódýran reykofn. Tunnan er hreinsuð vandlega og gerð á hana göt niðri við botn til þess að loft streymi í hana. Kveikt er í kolum í tunnunni. Fiskur er hengdur á járnteina sem standa út af tunnu- brúnunum. Nota má blautan poka til að loka henni. Heimild: 500 Hollráð, Handbók heimilisins húsráð } Ódýr reykofn ECC Skúlagötu 63 – Sími 511 1001 Með fullkominni tölvustýringu og hátækni nuddbúnaði framkallar M-CLASS nuddstóllinn áhrifaríkt nudd frá toppi til táar. Með því að styðja á hnapp á meðfylgjandi fjarstýringu velur þú það nuddkerfi sem þér hentar hverju sinni. Stóllinn nuddar þig líkt og fagmaður þegar þú vilt og þar sem þú vilt. M-CLASS nuddstóllinn er hannaður með þig og þínar þarfir í huga. Við bjóðum þér að koma í nudd í verslun okkar að Skúlagötu 63 til að sannfærast. Heilsunudd þegar þér hentar Tilboð í október (á meðan birgðir endast)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.