Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 34
16. október 2006 MÁNUDAGUR14
Arkitektinn: Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson
Inngangur sendiherrabústaðarins. MYND/WERNER HUTHMACHER, BERLÍN
Arkitektar Hjördís & Dennis er fyrirtæki í miðborg
Reykjavíkur. Það heitir eftir eigendunum, Hjördísi
Sigurgísladóttur og Dennis Davíð Jóhannessyni sem hófu
samstarf árið 1995. Verkefni þeirra hafa verið fjölbreytt
að stærð og gerð. Nefna má skólabyggingar, íbúðarhús,
félagsheimili, sundlaugar og hótel. „Við teljum umhverfið
ótvírætt hafa áhrif á lífsgæði fólks og því leggjum
við okkur fram um að hanna vandaðar byggingar og
innréttingar,“ segir Dennis og Hjördís tekur undir það.
Hún segir tækniþekkingu og sköpunargleði jafnan vera
með í för en notagildi og tilfinning fyrir staðháttum sé
einnig ávallt höfð að leiðarljósi. „Við leggjum áherslu á
að veita viðskiptavinum faglega og persónulega þjónustu
og tökum fullt tillit til tíma og kostnaðarsjónarmiða.“
Hjördís og Dennis velja tvö nýleg samkeppnisverkefni
til að sýna lesendum Fréttablaðsins; sendiherrabústað í
Berlín og viðbyggingu við Laugarnesskóla. Byggingarnar
eru um margt ólíkar þó að báðar séu nútímalegar.
Sendiherrabústaðurinn er áberandi bygging í grónu
umhverfi í Berlín. Hún hefur það tvíþætta hlutverk að
vera bæði opinbert móttökurými og heimili sendiherra
Íslands þar. Eldri bygging Laugarnesskóla nýtur
verndunar og viðbyggingin tengist henni af nærgætni
og virðingu. Innra er hún opin og björt og hönnuð
samkvæmt nýjustu hugmyndum um einstaklingsmiðað
nám.
Viðbyggingin við Laugarnesskóla lætur fremur lítið yfir sér að
utanverðu en innra er hún opin og björt.
Umhverfið hefur áhrif á lífsgæði fólks
Byggingin hefur það tvíþætta hlutverk að vera bæði opin-
bert móttökurými og heimili sendiherra Íslands í Berlín.
MYND/WERNER HUTHMACHER, BERLÍN
Sendiherrabústaðurinn í Berlín er áberandi bygging í grónu
hverfi. MYND/WERNER HUTHMACHER, BERLÍN
Eignamiðlun Suðurnesja
Eignamiðlun Suðurnesja kynnir 12 íbúða fjölbýlishús í byggingu í Laut 16, Grindavík. Húsið
er steyptar einingar frá einingarverksmiðjunni Borg. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna.
Innréttingar, fataskápar og hurðir eru að vali kaupenda; eik, maghony eða lakkað hvítt.
Húsið verður steinað að utan. Lóð verður tyrfð og bílaplan malbikað.
Húsið er vel staðsett nálægt skóla og leikskóla.
� Þriggja herbergja íbúðir frá kr. 13.900.000,-
� Fjögurra herbergja íbúðir frá kr. 17.500.000,-
Íbúðirnar verða tilbúnar 1. október 2007
Byggingaraðili: Landmenn ehf.
Reynir Ólafsson
löggiltur fasteignasali
Snjólaug Jakobsdóttir
sölumaður, Grindavík
Fru
m
Víkurbraut 46
240 Grindavík
Sími 426-7711
www.es.is
Fr
u
m
Laut 16
Grindavík