Fréttablaðið - 16.10.2006, Page 69

Fréttablaðið - 16.10.2006, Page 69
MÁNUDAGUR 16. október 2006 29 Í tilefni af 5 ára afmæli Smáralind- ar var blásið til tískusýningar á fimmtudaginn þar sem gestum gafst kostur á að sjá það nýjasta sem er að gerast í vetrartískunni hjá verslunum Smáralindar. Áhersla var lögð á yfirhafnir, tösk- ur og fylgihluti enda er það með því helsta sem endurnýjar sig fyrir veturinn. Sýningin var hin glæsi- legasta og var það Anna Rakel Róbertsdóttir sem sá um hana. Fyrirsæturnar þrömmuðu niður tískupallinn í takt við tónlist úr smiðju Gísla Galdurs plötusnúðs. Tískan í Smáralind FALLEGT Margt var um manninn á fimmtudagskvöldið í Smáralind og gestir forvitnir að sjá hvað er í gangi í tískunni fyrir komandi vetur. ÞEYTTI SKÍFUM Hinn þekkti plötusnúður Gísli Galdur sá um tónlistina í sýningunni. FJÓLUBLÁTT Einn af heitari litum vetr- arins og hér sést stutt kápa í þessum fallega lit. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRDUR [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Maður þarf kannski ekki að vera samkynhneigður til þess að njóta tónlistar Scissor Sisters, en maður þarf svo sannarlega að vera hýr. Þessir tónar eru á svo ýktri upp- sveiflu að það er bara ekki mögu- legt að hafa gaman af þessu ef maður er dramafíkill eða eilífðar fýlupúki. Það er ekki hægt að segja annað en að Ta-Dah sé skotheldur fylgi- fiskur fyrstu plötu þeirra. Þar sem þau virtust hvort eð er vera fyrir kampavín og glamúr áður en þau urðu fræg er líka ómögulega hægt að segja að frægðin hafi breytt þeim nokkuð, bara leyft þeim að skína sínu skærasta. Fyrir tveimur árum skiluðu þau af sér partíplötu undir töluverðum áhrifum frá Elton John. Núna kemur Elton John bæði við sögu sem gestur og meðhöfund- ur. Á þessari plötu er líka lag sem heitir Paul McCartney. Þýðir það þá að hann muni semja með þeim næstu plötu? Það er þó ekki eins og þau þurfi á því að halda, þessar poppsmíðar eru skotheldar, spyrjið bara Kylie sem fékk þau til þess að semja næstu plötu með sér. Þetta er sama diskópoppið og síðast. Það er svo froðukennt að það er kannski ekki auðveldasti hlutur í heimi að hlusta alla leið í gegn í einni atlögu, en hér vantar svo sannarlega ekki slagarana. Uppá- halds lögin mín eru dramatíska til- finningapopplagið The Other Side, popplagið She´s My Man og I Can´t Decide sem hljómar eins og lag sem Dóróthea myndi flauta valhoppandi á leið sinni niður gula múrsteina- veginn í átt að Galdrakarlinum í Oz. Lights ætti svo að höfða vel til allra aðdáenda Bee Gees. Önnur breiðskífa Scissor Sisters framlengir án efa góða skapið, en ekki dirfast að setja þessa plötu á ef þú ert í fýlu! Þá hljómar þessi tón- list bara eins og einhver sé að gera grín að þér. Birgir Örn Steinarsson Pottþétt hommapopp! SCISSOR SISTERS: TA-DAH NIÐURSTAÐA: Önnur breiðskífa Scissor Sist- ers er nokkuð skotheld poppplata. Við eigum bókað eftir að standa okkur að því að raula lög af þessari plötu í tíma og ótíma á komandi mánuðum. John Forsythe, fyrrum leikari í bandarísku sápuóperunni Dynasty og rödd Charlie í sjónvarpsþáttun- um og kvikmyndunum Charlie´s Angels, greindist með krabbamein fyrir einum mánuði. Er hann við ágæta heilsu núna eftir að hafa gengist undir aðgerð á sjúkra- húsi. Forsythe, sem er 88 ára, lék Blake Carrington í Dynasty á árunum 1981 til 1989. Var hann þrívegis tilnefndur til Emmy- verðlaunanna. Forsythe hóf feril sinn á fimmta áratugnum. Lék hann m.a. í mynd- um Alfred Hitchcock; The Trouble With Harry og Topaz. Dynasty- stjarna veik DYNASTY John Forsythe ásamt með- leikkonum sínum úr Dynasty: Diahann Carroll, Lindu Evans og Joan Collins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bítillinn fyrrverandi Paul McCartn- ey ætlar að skrá nafn sitt sem vöru- merki. Vill hann nota nafnið í tengslum við ýmiss konar fatnað sem hann ætlar að senda frá sér í framtíðinni auk þess sem vöru- merkið verður notað fyrir græn- metismatvörur úr herbúðum hans. Með því að skrá nafnið sem vörumerki getur hann höfðað mál gegn öllum þeim sem kynnu að reyna að hagnast á nafni hans í framtíðinni. Skráð sem vörumerki PAUL MCCARTNEY Bítillinn fyrrverandi ætlar að skrá nafn sitt sem vörumerki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.