Fréttablaðið - 16.10.2006, Page 75

Fréttablaðið - 16.10.2006, Page 75
MÁNUDAGUR 16. október 2006 35 Norska úrvalsdeildin LYN-BRANN 2-0 Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Lyn og lagði upp fyrra markið en Indriði Sigurðsson var ekki í hópnum. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku allan leikinn fyrir Brann en Ármann Smári Björnsson sat á bekknum. MOLDE-VÄLERENGA 0-3 Marel Baldvinsson var í byrjunarliði Molde en var skipt útaf í síðari hálfleik. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í liði Välerenga. ODD GRENLAND-VIKING 0-1 Birkir Bjarnason kom inn á á síðustu mínútu leiks- ins. SANDEFJORD-LILLESTRÖM 1-1 STABÆK-START 2-2 Veigar Páll Gunnarsson lék allan leikinn og skoraði fyrra mark Stabæk. Jóhannes Harðarson var ekki í leikmannahópi Start. TROMSÖ-FREDRIKSTADT 3-1 STAÐAN: ROSENBORG 22 13 6 3 38-20 45 SK BRANN 23 13 4 6 36-27 43 LILLESTRÖM 23 10 8 5 38-31 38 VÃ¥LERENGA 23 10 5 8 35-26 35 IK START 23 9 7 7 27-28 34 STABÆK 23 8 9 6 39-32 33 FC LYN 23 9 5 9 30-31 32 ODD GRENL. 23 7 8 8 28-31 29 HAM KAM 22 7 5 10 31-30 26 VIKING FK 23 7 5 11 24-31 26 SANDEFJORD 23 7 5 11 32-43 26 FREDRIKSTAD 23 6 7 10 33-43 25 MOLDE FK 23 7 3 13 26-38 24 TROMSÖ 23 6 5 12 29-35 23 Sænska úrvalsdeildin ÖSTER-HÄCKEN 1-1 Hvorki Helgi Valur Daníelsson né Ari Freyr Skúla- son léku með sínum liðum. Danska úrvalsdeildin FC NORDSJÆLLAND-SILKEBORG 5-1 Hörður Sveinsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Bjarni Ólafur Eiríksson voru allir í byrjunarliði Silkeborgar. Hörður Sveinsson skoraði eina mark liðsins og lék allan leikinn en Hólmari og Ólafi var skipt út af í síðari hálfleik. BRÖNDBY-FC MIDTJYLLAND 1-3 Hannes Þ. Sigurðsson var í byrjunarliði Bröndby og skoraði eina mark liðsins. Spænska úrvalsdeildin BARCELONA-SEVILLA 3-1 REAL BETIS-DEPORTIVO 1-1 VILLARREAL-ESPYANOL 0-0 SOCIEDAD-ZARAGOZA 1-3 OSASUNA-RACING 0-1 LEVANTE-MALLORCA 0-1 GIMNASTIC-ATHLETIC BILBAO 2-3 CELTA VIGO-VALENCIA 3-2 STAÐAN: FC BARCELONA 6 5 1 0 16-5 16 VALENCIA CF 6 4 1 1 12-5 13 AT. MADRID 6 4 1 1 10-5 13 SEVILLA FC 6 4 0 2 13-8 12 REAL MADRID 6 3 2 1 8-3 11 REAL ZARAGOZA 6 3 1 2 14-9 10 DEPORTIVO 5 3 1 1 7-4 10 RECREATIVO 6 3 1 2 8-6 10 Enska úrvalsdeildin NEWCASTLE-BOLTON 1-2 1-0 Shola Ameobi, víti (19.), 1-1 El-Hadji Diouf (55.), 1-2 El-Hadji Diouf (57.). STAÐA EFSTU LIÐA: MAN. UNITED 8 6 1 1 17-5 19 CHELSEA 8 6 1 1 13-4 19 BOLTON 8 5 2 1 9-4 17 PORTSMOUTH 8 5 1 2 12-3 16 ARSENAL 7 4 2 1 11-4 14 ASTON VILLA 8 3 5 0 10-5 14 Ítalska úrvalsdeildin ASCOLI-LIVORNO 0-2 0-1 Danilevicius (23.), 0-2 Filippini (63.). EMPOLI-FIORENTINA 1-2 1-0 Matteini (29.), 1-1 Mutu (67.), 1-2 Toni (77.). INTER MILAN-CATANIA 2-1 0-1 Marcara (16.), 1-1 Stankovic (29.), 2-1 Stank- ovic (76.). PALERMO-ATALANTA 2-3 0-1 Doni (14.), 1-1 Bresciano (18.), 1-2 Rivalta (31.), 2-2 Corini, víti (45.), 2-3 Tissone (56.). PARMA-UDINESE 0-3 0-1 Muntari (8.), 0-2 Iaquinta, víti (11.), 0-3 Iaqu- inta (66.). REGGINA-ROMA 1-0 1-0 Amoruso (47.). TORINO-CHIEVO 1-0 1-0 Stellone (48.). LAZIO-CAGLIARI 0-0 STAÐA EFSTU LIÐA: INTER 6 4 2 0 12-8 14 AS ROMA 6 4 0 2 10-3 12 PALERMO 6 4 0 2 14-12 12 UDINESE 6 3 2 1 9-4 11 SIENA 6 3 2 1 8-6 11 Þýska úrvalsdeildin COTTBUS-DORTMUND 2-3 NURNBERG-BIELEFELD 1-1 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona sem lagði Sevilla að velli í spænsku úrvalsdeildinni í gær, 3-1. Leikur var því miður ekki í beinni útsend- ingu á Sýn vegna deilna Sevilla um sjónvarpsrétt á leikjum félags- ins en hvergi í heiminum var hægt að sjá leikinn í beinni útsendingu í sjónvarpi. Það voru ekki amalegir leikmenn sem léku við hlið Eiðs Smára í framlínu Barcelona, en það voru þeir Ronaldinho og Lionel Messi. Ronaldinho kom Barcelona yfir með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu. Frederic Kanoute jafnaði leikinn fyrir Sevilla með marki á 37. mínútu en Adam var ekki lengi í Paradís því tveimur mínútum síðar kom Ronaldinho Barcelona aftur yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik. Lionel Messi skoraði þriðja mark Barcelona þegar tíu mínút- ur voru eftir af leiknum og þar við sat, 3-1 sigur Barcelona stað- reynd. Eiði Smára var skipt út af þegar sjö mínútur voru eftir og í hans stað kom Argentínumaður- inn Javier Saviola, en þeir tveir bítast um sæti í liðinu í fjarveru Samuels Eto‘o sem er meiddur. Barcelona situr því eitt á toppi deildarinnar þar sem Valencia tapaði sínum leik í gær. - dsd Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona sem lagði Sevilla á heimavelli: Börsungar einir á toppnum EIÐUR SMÁRI Er hér í baráttu við Javi Navarro, leikmann Sevilla, í leik Barcelona og Sevilla í gær. Eiður náði ekki að skora í leiknum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Knattspyrna er vinsæl- asta íþrótt í heimi og þær þjóðir sem hafa staðið í fremstu röð í íþróttinni koma flestar ef ekki allar frá tveimur heimsálfum, Evrópu og Suður-Ameríku. Engin þjóð utan þessara heimsálfa hefur til að mynda unnið Heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu. Það vekur því athygli manna þegar litið er á markahæstu leikmenn víðsvegar um Evrópu, hve margir leikmannanna koma frá Afríku. Á Englandi hefur afrískum knattspyrnumönnum fjölgað ört síðustu ár og markahæsti leikmað- ur deildarinnar er enginn annar en Nígeríumaðurinn Kanu, sem leikur með Portsmouth. Kanu var með lausan samning í sumar og flestir töldu að hann ætti ekki mikið eftir en Harry Redknapp, framkvæmdastjóri Portsmouth, hefur blási nýju lífi í feril leik- mannsins, sem hefur skorað sex mörk í deildinni. Einn heitasti sóknarmaður ensku deildarinnar er Didier Drogba, leikmaður Chel- sea, en hann kemur frá Fílabeins- ströndinni. Drogba hefur skorað samtals átta mörk í öllum keppn- um og skyggt á félaga sinn í fram- línu Chelsea, Andei Shevchenko, sem var keyptur á metfé frá AC Milan í sumar. Auk þessara sókn- armanna hefur Suður-Afríkumað- urinn Benni McCarthy skorað fjögur mörk fyrir Blackburn og hann skoraði m.a. markið gegn Liverpool á laugardaginn. Á Spáni þarf Eiður Smári að kljást við einn besta sóknarmann í heimi um sæti í liði Barcelona, en það er Samuel Eto‘o frá Kamerún. Eto‘o er að vísu meiddur þessa dagana en fyrir meiðslin náði hann að skora fjögur deildarmörk og er markahæstur ásamt öðrum Afr- íkumanni, Frederic Kanoute. Kan- oute er fæddur í Frakklandi en leikur fyrir landslið Malí, þar sem foreldrar hans eru þaðan. Í Frakklandi hafa margir Afr- ískir leikmenn fengið tækifæri og slegið í gegn. Þegar þetta er ritað eru tveir leikmenn á meðal fjögurra markahæstu leikmanna deildarinnar frá Afríku. Þeir leik- menn sem um ræðir eru Aruna Dindane frá Fílabeinsströndinni, sem leikur með Lens, og Nígeríu- maðurinn Peter Odemwingie, leikmaður Lille. Þeir hafa skorað fimm mörk hvor fyrir félög sín. Upptalningunni er ekki lokið því í Þýskalandi er enn einn sókn- armaðurinn frá Fílabeinsströnd- inni að slá í gegn. Það er Boubacar Sanogo, leikmaður Hamburg, en hann hefur skorað fjögur mörk í deildinni og er markahæstur. Sanogo skoraði einnig eina mark Hamburg gegn Arsenal í Meist- aradeild Evrópu. Það er því ljóst að nýráðinn þjálfari Fílabeinsstrandarinnar, Þjóðverjinn Uli Stielike, hefur úr vöndu að velja þegar hann þarf að velja landslið sitt. Næsta heims- meistarakeppni í knattspyrnu fer fram í Suður-Afríku og nú er bara spurningin hvort einhver Afríku- þjóð nær árangri með allan þann efnivið sem fyrir er í álfunni. dagur@frettabladid.is Afríka á marga af mestu markaskorurum Evrópu Þjóðir frá Afríku hafa ekki náð langt á HM í knattspyrnu en hver veit nema þar verði breyting á í framtíðinni því árangur leikmanna þaðan er áhugaverður. BOUBACAR SANOGO Er markahæstur í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/GETTY MARKAHÆSTU Á ENGLANDI Kanu hefur farið á kostum eftir að hann gekk í raðir Portsmouth og er markahæsti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Sex leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í gær en senn líður að lokum leiktíðarinn- ar þar í landi. Nokkur Íslendinga- lið eru í harðri fallbaráttu og spennan er ekki síðri á toppi deildarinnar. Sjö Íslendingar voru í sviðsljósi með sínum liðum í gær. Veigar Páll og félagar hans í Stabæk gerðu jafntefli við Start, félag Jóhannesar Harðarsonar, 2- 2. Ekki er langt síðan Veigar Páll lá veikur á sjúkrahúsi hér á landi en hann var mættur í byrjunarlið Stabæk og skoraði fyrra mark liðsins undir lok fyrri hálfleiks. Jóhannes Harðarson á enn við meiðsli að stríða og lék ekki með Start í gær. Íslendingaliðin Molde og Välerenge mættust í gær og þar fóru Árni Gautur og félagar hans í Välerenga með sigur af hólmi, 3-0. Marel Baldvinsson var í byrj- unarliði Molde en var skipt útaf þegar 23. mínútur voru eftir af leiknum, en Árni Gautur stóð í marki Välerenga í leiknum. Tapið skilur Molde eftir í fallsæti en Välerenga er í þægilegri stöðu, rétt fyrir ofan miðja deild. Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður í liði Viking á lokamínútunni þegar Viking lagði Odd Grenland af velli á útivelli, 1-0. Lyn vann leikinn Brann 2-0, þar sem Stefán Gíslason lagði upp fyrra mark Lyn í leiknum. Kristján Örn Sigurðsson og Ólaf- ur Örn Bjarnason voru á sínum stað í miðju varnarinnar hjá Brann en Ármann Smári sat á bekknum. Indriði Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Lyn í leikn- um. Tapið var dýrkeypt fyrir Brann sem er í öðru sæti deildar- innar, tveimur stigum á eftir Ros- enborg. - dsd Nokkrir Íslendingar voru í sviðsljósinu með liðum sínum í Noregi í gær: Veigar Páll var á skotskónum FÓTBOLTI Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið duglegur við að segja þjálfara sínum Frank Rijkaard allt um Chelsea, en þessi lið mætast í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. „Ég er búinn að gefa Rijkaard nokkur góð ráð varðandi leikað- ferð Chelsea og leikmennina. Ég var hjá Chelsea í sex ár og veit margt um leikmenn liðsins, bæði styrkleika þeirra og veikleika. Ég hef líka verið að segja Rijkaard ýmislegt um leyndarmálin hans Mourinho, t.d. frá sérstökum aðferðum sem Mourinho beitti á æfingasvæðinu til að sigra Barcelona síðast þegar liðin mættust,“ sagði Eiður Smári. - dsd Eiður Smári Guðjohnsen: Upplýsir Rijka- ard um Chelsea FÓTBOLTI Sá sjaldgæfi atburður átti sér stað í leik Reading og Chelsea á laugardaginn að báðir markverðir Chelsea þurftu að yfirgefa völlinn meiddir. Fyrst fór Petr Cech af velli, alvarlega meiddur eftir árekstur við Stephen Hunt, og undir lok leiksins þurfti varamarkvörður- inn Carlo Cudicini einnig að fara meiddur af velli. Báðir markverðirnir hlutu þung höfuðhögg og voru fluttir á sjúkrahús. Cudicini var útskrifað- ur af sjúkrahúsinu síðar sama dag en Cech gisti nóttina á sjúkrahúsinu og gekkst undir aðgerð í gær. Búist er við því að þriðji markvörður liðsins, Portúgalinn Hilario, muni standa á milli stanganna í leik Chelsea og Barcelona á miðvikudaginn. - dsd Markverðir Chelsea: Petr Cech fór í aðgerð ALGENG SJÓN Í LEIKNUM Læknar Chel- sea eru hér að huga að Petr Cech. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney er farinn að ræða við forráðamenn Manchester United um nýjan samning. Núverandi samningur Rooneys rennur ekki út fyrr en eftir fjögur ár en þrátt fyrir það vill enska félagið gera nýjan sem myndi koma honum í hóp meðal launahæstu manna í sögu félagsins. Rooney hefur legið undir talsverðri gagnrýni það sem af er tímabili fyrir frammistöðu sína á vellinum. - egm Wayne Rooney: Farinn að ræða nýjan samning

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.