Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 32
19. október 2006 FIMMTUDAGUR32
UMRÆÐAN
Viðbrögð við greinaflokki
Fréttablaðsins um byggðaþró-
un. Seinni grein.
Í grein þessari, sem er sú seinni, gera undirritaðir nokkrar athuga-
semdir við málsmeðferð og túlkan-
ir Sigríðar Daggar Auðunsdóttur
blaðamanns, í röð fréttaskýringa
sem birtist í Fréttablaðinu og
grundvölluð er á líkani sem sett
hefur verið fram af Frank J. Popp-
er og Deborah konu hans. Þar er
gefið út dánarvottorð á obba lands-
byggðar á Íslandi. Í fyrri greininni
var fjallað um takmarkanir líkans-
ins á íslenskar aðstæður. Í þessum
seinni hluta verður bent á þætti
sem horft hefur verið til í nýlegum
rannsóknum á vexti og viðgengi
byggðarlaga og velta má fyrir sér
hvort hefðu ekki átt að taka með í
reikninginn, sérstaklega þegar
kveða á svo fast að orði um framtíð
fjölda sveitarfélaga og landsvæða.
Við byrjum á að fjalla um nálægð
við sterka byggðarkjarna, dulda
búsetu og væntingar heimamanna
og annarra um starfsemi á svæðinu
og ljúkum síðan á að rekja marga
aðra þætti sem komið hefur í ljós
að geti skipt máli.
Nálægð við sterkan byggðar-
kjarna. Stærðarhagkvæmni þéttbýl-
is er talin hafa mikið um framtíð
þess og nágrannasveitarfélaga að
segja. Vöxturinn á Suðurlandi, sunn-
anverðu Vesturlandi og á Suðurnesj-
um væri sennilega lítill eða enginn
ef ekki væri fyrir nálægð við höfuð-
borgarsvæðið. Akureyri hefur svip-
uð áhrif á nágrenni sitt og því ótrú-
legt að sjá nágrannahreppa bæjarins
dæmda til dauða í fyrrnefndri grein-
ingu, m.a. fyrir meint strjálbýli sem
litla sem enga þýðingu hefur.
Dulin búseta. Ekki er tekið tillit
til dulinnar búsetu eða annarrar
búsetu eins og fjarbúðar og tvö-
faldrar búsetu, enda erfitt að henda
reiður á slíkum staðreyndum í opin-
berum staðtölum. Það færist í vöxt
að almenningur velji sér annað
heimili í öðru sveitarfélagi en getur
lagalega séð ekki verið skráð á
tveimur stöðum. Vaxandi frístunda-
húsaeign bæði í
sumarbústaða-
löndum, til sveita
eða í bæjum og
þorpum utan höf-
uðborgarsvæðis-
ins er til vitnis
um það. Af slíkri
búsetu er um
veruleg marg-
feldisáhrif að
ræða, bæði efna-
hagsleg og félagsleg. Þetta á auð-
vitað helst við þau svæði sem eru
nálægt höfuðborgarsvæðinu.
Væntingar íbúanna. Í nýlegum
rannsóknum hefur komið í ljós að
væntingar fólks um framtíð byggð-
arlaga hafa mjög mikið með vöxt
þeirra og viðgengi að gera. Jákvæð-
ar væntingar eru frumforsenda
fjárfestinga og fjárfestingar eru
undirrót hagvaxtar. Í sumum rann-
sóknum benda niðurstöður til þess
að væntingar hafi meiri áhrif held-
ur en laun. Lönd og landsvæði hafa
búið við stöðnun og jafnvel hnignun
í ár og áratugi vegna neikvæðra
væntinga. Þá hefur þurft „stóran
atburð“ til að byggja upp jákvæðar
væntingar og koma þar með hjólum
efnahagslífsins í gang aftur. Álver á
Austurlandi er dæmi um „stóran
atburð“ og er það álit all sumra
fræðimanna að svæðið fari að dafna
á ný eftir erfitt tímabil.
Til þess að undirstrika það
hversu flókið samband um er að
ræða þegar fólk flytur að eða frá
byggðarlögum má nefna enn fleiri
þætti sem hafa áhrif. Hér má nefna
þætti sem tengjast umhverfinu eins
og nálægð við fjölbreytta (villta)
náttúru, fallegt umhverfi, litla
umferð (e. traffic congestion), róleg
íbúðarhverfi. Fjarlægðir skipta
máli. Þar má nefna nálægð heimilis,
vinnustaðar, skóla, verslana og
annarrar nauðsynlegrar þjónustu.
Einnig er nálægð dreifbýlis við bæ
eða borg mjög mikilvæg. Aðstæður
á vinnumarkaði eru mikilvægar.
Ásamt launum hafa atvinnuöryggi,
fjölbreytni atvinnulífsins og
atvinnuleysi einnig mikil áhrif. Þá
hefur staða eignamarkaðar líka
áhrif. Fullnægjandi framboð á hús-
næði til kaupa, leigu, svo og verð
þess eru einnig mikilvægir þættir
til viðbótar við
eftirspurn þess.
Öflugur vöru- og
þjónustumarkað-
ur skiptir miklu
máli fyrir byggð-
arlög eins og kom
m.a. í ljós í
rannsókn Stefáns
Ólafssonar. Þessa
þætti er hvergi
að finna í líkani
Poppers og þykir undrun sæta. Þetta
eru þættir eins og vöruverð, þjón-
ustustig og gott vöruúrval. Að lokum
hefur opinber þjónusta af ýmsum
toga mikið að segja ásamt félagsleg-
um þáttum. Glæpatíðni hefur t.a.m.
spillt fyrir eðlilegri þróun borga svo
eitthvað sé nefnt.
Að gefnu tilefni viljum því draga
fram þessar athugasemdir í þessari
grein og þeirri fyrri og benda á að
um flókið samhengi er að ræða.
Fræðimenn hafa verið að þróa flókin
spálíkön til þess að meta þessa hluti.
Ýmis líkön hafa verið í notkun og
flest þeirra taka tillit til tuga áhrifa-
breyta. Það nýjasta er jafnvægislík-
an sem byggir á alveg nýrri kenn-
ingu um búferlaflutninga innanlands
og leggur mikla áherslu á landfræði-
lega stærðarhagkvæmni og nálægð
smærri byggðarlaga við þau stærri.
Af þessum sökum er mikilvægt að
kveða ekki fast að orði þegar menn
vilja stilla upp dauðalista yfir heilu
byggðarlögin. Það verður að teljast
ábyrgðarhluti að gefa slíkt út, án
þess að meira liggi að baki en, að því
er virðist yfirborðsleg notkun á
kennitölum sem fyrir það fyrsta eru
vafasöm samsetning og aukinheldur
eiga í sumum tilfellum afar illa við
íslenskan veruleika. Engu að síður
viljum við að lokum taka vilja blaða-
manns fyrir verkið. Með greina-
flokki þessum hefur verið sýnd við-
leitni til þess að kafa ofan í þjóðmál.
Það út af fyrir sig er þakkarvert,
ekki síst þegar olnbogabörn eins og
byggðamál ber á góma.
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskólann á
Bifröst.
Vífill Karlsson, dósent í hagfræði
við Háskólann á Bifröst.
Eru íslenskar byggðir
í andarslitrunum?
VÍFILL
KARLSSON
GRÉTAR ÞÓR
EYÞÓRSSON
UMRÆÐAN
Upptaka evru
Á síðastliðnum misserum hefur verið tals-verð umræða um hvort rétt sé að taka upp
evru í stað krónu.
Sú umræða varð kröftug þegar verðgildi
íslensku krónunnar hríðféll snemma á vor-
mánuðum. Heyra mátti þá skoðun hjá ráð-
herrum Framsóknarflokksins sem báru
ábyrgð á stöðu efnahagsmála að dýfan sem
krónan tók væri til marks um nauðsyn þess að
taka upp evru í stað krónu. Málflutningur framsóknar-
manna minnti um margt á illa ræðarann sem kennir
árinni. Auðvitað er sú staða sem við blasir í efnahags-
málum þjóðarinnar, s.s. há verðbólga, háir vextir og
viðskiptahalli, ekki krónunni að kenna heldur slakri
efnahagsstjórn.
Almenningur geldur fyrir slaka efnahagsstjórn
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með hæstu vöxtum
í Evrópu sem þar að auki eru verðtryggðir. Háir vext-
ir halda síðan uppi yfirverði á íslensku krónunni.
Einstaka stjórnmálamaður hefur boðað að við
upptöku evrunnar væri hægt að bjóða lán sem væru
margfalt hagstæðari en þau sem eru í boði nú.
Staðreyndin er þó sú að Ísland er langt frá því að
geta uppfyllt skilyrði fyrir upptöku evrunnar.
Upptaka evru er skilyrt
Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu en þó
svo að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri
björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru
fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5%
hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins
þar sem verðlag er hvað stöðugast og að vextir séu
ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum.
Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skil-
yrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og
verðbólga er enn nálægt 8% en þyrfti að vera í kring-
um 2,6%.
Við í Frjálslynda flokknum höfum, ásamt
málsmetandi hagfræðingum, metið hvaða
afleiðingar það hefði fyrir efnahagslíf á
Íslandi ef hægt væri að ýta öllum lagalegum
og tæknilegum hindrunum til hliðar og taka
upp evru.
Skilyrði
Í fyrsta lagi þá þyrfti að ákveða verðgildi
krónunnar. Það skiptir gríðarlega miklu
máli, en ef tekin væri sú afstaða að skiptin
færu fram á verðgildi krónunnar á mörkuð-
um nú væri verið að festa í sessi það yfir-
verð sem er á íslensku krónunni um leið og vextir
væru færðir niður um að minnsta kosti 11% í sam-
bærilega vexti og á evrusvæðinu í einu vetfangi.
Hætt er við að slíkar sviptingar verði mikill elds-
matur fyrir verðbólguna. Til lengri tíma litið er hætt
við að yfirverð í gengisskráningu í krónum í skiptum
fyrir evru verði einungis leiðrétt með sársaukafullum
afleiðingum, t.d. samdrætti og kjaraskerðingu.
Hinn kosturinn væri að verðfella krónuna í þeim
(vöru)skiptum sem færu fram á evrum og krónum en
hætt er við að staða íslensku bankanna yrði erfið þar
sem þeir hafa verið stórtækir á erlendum lánamark-
aði og við gengisfellingu krónunnar myndi staða
þeirra versna verulega.
Einnig má gera ráð fyrir að tekjur bankanna
myndu skerðast verulega þar sem meiri samkeppni
yrði á lánamarkaði og þeir hefðu ekki sjálfvirkar
tekjur af gjaldeyrisviðskiptum og endurlánum af
erlendu lánsfé.
Það er mikil draumsýn að ætla að við það eitt að
taka upp evru hverfi allur vandi sem blasir við í hag-
stjórninni, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Til þess að
hægt sé að hugleiða að taka upp evru þá er forsendan
sú að takast á við það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbú-
skapnum. Eigum við ekki að reyna að taka hlutina í
réttri röð?
Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins.
SIGURJÓN
ÞÓRÐARSON
Evra eða króna - sjónhverfing-
ar stjórnarflokkanna UMRÆÐANÖryrkjabandalagið
Kæru fulltrúar á aðal-fundi Öryrkjabanda-
lags Íslands.
Að þessu sinni er aðal-
fundur bandalagsins hald-
inn við heldur sérkenni-
legar aðstæður.
1. Í ársbyrjun var fram-
kvæmdastjóri bandalags-
ins rekinn úr starfi fyrirvaralaust.
Ég kýs að orða þetta með þessum
hætti þrátt fyrir tilkynningu á
heimasíðu Öryrkjabandalagsins
frá 9. janúar síðastliðnum þar sem
rætt er um uppsögn. Formaður
orðaði þetta sem „brottrekstur“ í
vitna viðurvist á fundi aðalstjórn-
ar 18. maí síðastliðinn.
2. Formaður fer ekki að lögum
bandalagsins.
3. Enn hefur ekki verið löglega ráð-
inn framkvæmdastjóri.
4. Formaður hótar meintum and-
stæðingum sínum í aðalstjórn
stórmælum í fjölmiðlum.
5. Heimasíða Öryrkjabandalags
Íslands er notuð til þess að breiða
út óhróður um þá aðalstjórnar-
menn sem eru formanni ekki
þóknanlegir.
6. Mikilvæg stefnumál bandalags-
ins eru ekki kynnt aðalstjórn áður
en þau eru kynnt í fjölmiðlum.
7. Öryrkjabandalagið ræðst að
þeim gildum sem hingað til hafa
verið virt af samtökum fatlaðra
um allan heim í viðleitni til réttlát-
ara samfélags.
8. Meirihluti aðalstjórnar Öryrkja-
bandalagsins hefur ekki haft ein-
urð í sér til að koma í veg fyrir
þessa óhæfu formannsins.
Á heimasíðu Öryrkja-
bandalags Íslands er yfirlýs-
ing frá 25. júlí þar sem fram-
kvæmdastjórn lýsir
stuðningi við formann. Jafn-
framt eru hafðar uppi dylgj-
ur um þrjá einstaklinga sem
hafi skaðað orðstír banda-
lagsins með málflutningi
sínum.
Ég skora á fulltrúa á aðal-
fundi bandalagsins að beita
sér fyrir því að samþykkt
verði tillaga um að fjarlægja þessa
tilkynningu af heimasíðunni. Að
öðrum kosti fái þessir þrír einstakl-
ingar að koma að athugasemdum
sínum.
Þá legg ég eindregið til að sam-
þykktar verði siðareglur um heima-
síðu Öryrkjabandalagsins til þess að
fyrirbyggja að forysta þess geti nýtt
sér hana til þess að breiða út ósann-
indi um andstæðinga sína.
Orðstír Öryrkjabandalags Íslands
hefur beðið mikinn hnekki að undan-
förnu vegna þeirrar umræðu sem
sprottið hefur af athöfnum formanns
bandalagsins, formanns sem fer
ekki að lögum þess og heitast við
fulltrúa í aðalstjórn í fjölmiðlum,
formanns sem virðir að vettugi þær
leikreglur sem bandalagið hefur
undirgengist með aðild sinni að
alþjóðasamtökum fatlaðra.
Afstaða ykkar og aðgerðir á þess-
um aðalfundi geta ráðið úrslitum um
framtíð samtakanna og traust
almennings á þeim. Samtök sem
berjast fyrir bættum hag fatlaðra
beita aldrei ofbeldi.
Höfundur er fyrrum formaður
Öryrkjabandalags Íslands.
Greinin birtist í heild sinni á visir.is
Opið bréf til aðal-
fundar Öryrkja-
bandalags Íslands
ARNÞÓR
HELGASON
Hvar er tengingin?
UMRÆÐAN
Fjarskipti
Kæri Sturla. Nú þegar árið 2006 er senn á
enda er ekki úr vegi að
spyrja þig, ráðherra fjar-
skipta á Íslandi hvernig
hátti með fjarskiptaþjón-
ustu við landsmenn alla.
Þú seldir fyrirtækið
okkar, Símann, ekki alls
fyrir löngu án þess að hafa komið
því í kring að grunnþjónusta yrði
tryggð um allt land. Það er nú svo
kæri Sturla að landsmenn allir
greiða sinn hlut í samfélagssjóð-
inn og ættu því að sitja við sama
borð þegar kemur að grunnþjón-
ustu eins og háhraðatengingu og
farsímasambandi, en svo er alls
ekki. Nemendur grunnskóla á
Snæfellsnesi, svo dæmi sé tekið,
mega horfa út um gluggann í skól-
anum sínum, á ljósleiðarann sem
liggur utan við girðinguna á skóla-
lóðinni án þess að njóta þeirra
gæða sem línan veitir. Þessir
fimmtíu nemendur eiga, líkt og
aðrir nemendur landsins, að afla
sér heimilda fyrir verkefnin sín,
kennararnir eiga að vera vel upp-
færðir í nýjustu útgáfum náms-
efnis, auk þess að vera vel að sér í
hinum ýmsu málum er snerta
samfélög nær og fjær. En því
miður þá fá þau ekki tenginguna
inn fyrir húsið hjá sér og þaðan af
síður inn á heimili sín í sveitinni.
Það þykir nefnilega ekki
hagkvæmt. Einkaaðilarnir sem
keyptu Símann sjá sér enga hags-
muni í því að leysa vanda þessara
örfáu einstaklinga, og ekki sást
þú þér hag í því að leysa hann
áður en þú seldir þessa mjólkurkú
okkar. Beðið er eftir Fjarskipta-
sjóðnum sem á að leysa þessi
verkefni, en hvenær kæri Sturla?
Hvenær heldur þú að landsmenn
allir fái að taka þátt í nútímasam-
félaginu líkt og þú sjálfur í höfuð-
borginni okkar.
Ísland er ríkt land og
hefur alla burði til að
vera í fremstu röð er
varðar menntun. OECD,
efnahags- og framfara-
stofnunin, segir að við
mat á samkeppnisstöðu
þjóða sé megináherslan
lögð á menntun og árang-
ur á sviði rannsókna og
nýsköpunar. Við stærum
okkur af því á góðum
stundum hversu góð sam-
keppnisstaða okkar sé en það er
eins og það hafi gleymst í tíð
núverandi ríkisstjórnar að það
dugir ekki einungis að mennta þá
sem búa á suðvesturhorninu og
útvöldum þéttbýlisstöðum. Komið
hefur á daginn að í tíð núverandi
ríkisstjórnar hefur bilið milli íbúa
höfuðborgar og landsbyggðar auk-
ist. Mikill munur virðist vera á
lengd menntunar hjá þessum
hópum. Rúm 40% íbúa lands-
byggðarinnar eru einungis með
grunnskólapróf á meðan þessi
hópur er rétt um 20% á höfuð-
borgarsvæðinu. Þessari þróun
verður ekki snúið við nema með
samstilltu átaki. Þetta verður því
miður ekki gert nema með því að
koma á háhraðatengingu um allt
land og það án tafar.
Ef ekki verður brugðist við
þessu fljótt má vænta þess að
innan fárra ára verði hér stétt-
skipt þjóð, annars vegar mennta-
fólkið á mölinni og hins vegar hið
minna menntaða sem dreifist á
smærri staði út um land, án grunn-
þjónustu, án tengsla við umheim-
inn. Þetta er á þína ábyrgð herra
samgönguráðherra og hefur verið
lengi. Nú er lag, ríkissjóður gildur
sem aldrei fyrr að sögn forsætis-
ráðherra og skattgreiðendur á
landsbyggðinni orðnir þreyttir á
annars flokks þjónustu frá ykkur
við Austurvöll.
Höfundur er laganemi . Hún
tekur þátt í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í NV-kjördæmi.
HELGA VALA
HELGADÓTTIR