Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 60
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR36 timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1918 Mesta frost í Reykjavík mælist, -24,5 gráður. 1924 Vladimír Lenín, leiðtogi Sovétríkjanna, andast 54 ára að aldri. 1950 George Orwell rithöfundur andast í London. 1976 Atli Heimir Sveinsson hlýtur tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs, fyrstur Íslendinga. 1976 Tvær Concorde farþegaþotur fara af stað í sitt fyrsta flug samtímis frá London og París. 1982 Tveir Íslendingar farast við björgun áhafnar belgísks togara. Tveir Belgar drukkna. Mánuði eftir að fjölmennur her Napóleons ruddist inn í brennandi og yfirgefna Moskvuborg neyddist glorsoltinn og þrekaður herinn til að hörfa og taka stefnuna aftur á París. Undanhald- ið hófst á þessum degi árið 1812 en Napóleon hafði ráðist með 500.000 manna herlið inn í Rússland í júní þetta sama ár. Þetta var stærsta herlið sem smalað hafði verið saman í sögu Evrópu en Rússarnir voru þó ekkert á þeim buxunum að lúffa fyrir ofurefl- inu og Napóleon mátti þola öfluga mótspyrnu Rússanna á meðan franski herinn fikraði sig jafnt og þétt inn í landið. Það var svo 14. september sem Napóleon kom til Moskvu en þar reiknaði hann með að finna vistir og húsaskjól til vetrardvalar fyrir herinn. Borgin var hins vegar nánast mannlaus og Rúss- ar gerðu honum alvarlega skráveifu með því að brenna borgina. Napóleon beið í mánuð eftir uppgjöf Rússanna en þeir gáfu sig ekki þannig að þegar rússneski veturinn fór að láta á sér kræla sá Napóleon sér þann kost vænstan að draga lið sitt til baka. Undanhaldið var hin mesta sneypuför en Rússar gerðu óvæntar og linnulausar árásir á Frakkana á bakaleiðinni. Her Napóleons var illa haldinn, vannærður og kaldur og þegar þetta mikla stórskotalið kom aftur heim til Parísar hafði það misst 400.000 manns í þessum hörmulega herleiðangri. ÞETTA GERÐIST: 19. OKTÓBER 1812 Napóleon hrökklast frá Moskvu GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR ALÞINGIS- MAÐUR ER 56 ÁRA Í DAG Að sjálfsögðu fer ég upp eins og allir, því Guð fyrirgefur allt. Ef ekki þá verð ég bara send til baka á jörðina til að gera upp gamlar skuldir. Guðrún veltir fyrir sér eilífðinni í Fréttablaðinu vorið 2004. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef tekið þátt í kúrsum þarna uppfrá og veit því nokkurn veginn hverju ég geng að,“ segir Reynir Kristinsson, sem ráðinn hefur verið deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Reynir er verkfræðingur að mennt frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum og hefur auk þess MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Á liðnum árum hefur hann starfað sem stjórn- andi og ráðgjafi og til dæmis leitt stefnumörkunar- gæða- stjórnunar- og breytingastjórnunarverkefni í fjölmörgum stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Þá hefur hann meðal annars verið framkvæmdastjóri ParX, IBM Business Consulting Service á Íslandi, PricewaterhouseCoopers og Hagvangs. Reynir hefur jafnframt verið stjórnarformaður CCP, Hagvangs og fleiri fyrirtækja. Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst er stærsta og elsta deild háskólans og við hana stunda um 300 nemendur nám. Deildarforseti hefur á sinni könnu ýmis verkefni, stór og smá. Hann stýrir deildarfundum, ber ábyrgð á starfsemi og rekstri deildarinnar og ræður starfsfólk. Hann leiðir jafn- framt stefnumörkun hennar, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég þekki það ekki nógu vel til að segja til um hvaða breytingar ég vil sjá á starfsemi skólans, en vona vissulega að ég fái að taka þátt í stefnumörkun hans eftir því sem tíminn líður. Þekking- ariðnaðurinn er gríðarlega spennandi umhverfi og ég vill leggja áherslu á að tengja námið við atvinnulífið,“ segir Reynir, sem hittir nemendur á Bifröst í dag en hefur form- lega störf um næstu mánaðamót. REYNIR KRISTINSSON: NÝR DEILDARFORSETI Á BIFRÖST Spennandi umhverfi á Bifröst REYNIR KRISTINSSON Er verkfræðingur að mennt frá Tækniháskólan- um í Óðinsvéum og er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Okkar ástkæri Eyjólfur Valgeirsson áður bóndi á Krossnesi í Árneshreppi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. október kl. 13.00. Hildur Eyjólfsdóttir Úlfar Eyjólfsson Oddný S. Þórðardóttir Petrína S. Eyjólfsdóttir Fríða Eyjólfsdóttir Árni E. Bjarkason Valgeir A. Eyjólfsson Kolbrún Hauksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Friðþjófur Haukdal Þorgeirsson Krókahrauni 4, Hafnarfirði, lést föstudaginn 6. október á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Við viljum koma fram þakklæti til allra sem önnuðust Friðþjóf af einstakri alúð og kærleika í hans erfiðu veikindum. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Bjarnheiður Sigmundsdóttir Sigmundur Haukdal Friðþjófsson Guðrún M. Jónsdóttir Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir Heiða Hrönn Sigmundsdóttir Hulda Hrund Sigmundsdóttir Davíð Hilmar Blessing Alma Hannesdóttir Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Hennings Þorvaldssonar Hamrabyggð 14, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir ómetanlega aðstoð. J. Steinunn Alfreðsdóttir Jóna Júlía Henningsdóttir Adólf Adólfsson Henning F. Henningsson Ása Karin Hólm Þorvaldur J. Henningsson Henný Jóna, Vigfús, Arnar Hólm, Lovísa Björt og Hilmar Smári. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Tryggvi G. Blöndal fyrrverandi skipstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsettur föstudaginn 20. október kl. 15.00 frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Benedikt Blöndal Ragna Blöndal Sigurður G. Blöndal Irma Blöndal Margrét Þ. Blöndal Sigurjón Finnsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlý- hug og stuðning við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jakobs Einars Ármannssonar Guðjóna Ólafsdóttir Guðrún Dagný Einarsdóttir Magnús Geir Helgason Steinunn Aldís Einarsdóttir Guðlaugur Ævar Hilmarsson Ármann Einarsson Marit Van Rangelroy Jóndís Sigurrós Einarsdóttir Agnar Þór Sigurðsson Ingibjörg Einarsdóttir Haraldur Júlíusson Helga Einarsdóttir Halldór Sveinbjörnsson Kristrún Einarsdóttir Brynjar Már Eðvaldsson barnabörn og fjölskyldur Guð blessi ykkur öll. Legsteinar Kynningarafsláttur af völdum tegundum Fjölbreytt úrval Hagstæð verð Stuttur afgreiðslufrestur LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Guðmundsson efnaverkfræðingur, Hraunbæ 103, lést 16. október sl. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 23. okt. kl. 13.00. Solveig Jóhannsdóttir Hrönn Harðardóttir Þorsteinn Lýðsson Solveig Þóra Þorsteinsdóttir Jökull Ernir Þorsteinsson Erna Harðardóttir Þorsteinn Jóhannsson Katrín Sigurðardóttir Kristín Þorsteinsdóttir Páll Þorsteinsson Pétur Þorsteinsson Alúðar þakkir fyrir hlýju og vinsemd við andlát og útför Valdimars Jónssonar skipstjóra, Vesturgötu 15a, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og hlýju á liðnum árum. Guð blessi ykkur öll. Árnína Jónsdóttir Jón Kristinn Valdimarsson María Loftsdóttir Margrét Lilja Valdimarsdóttir Karl Hermannsson Þórður Gunnar Valdimarsson Erna Valdís Valdimarsdóttir og afabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.