Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 33
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Hilda Cortez er núverandi ritstjóri Orðlaus. Hún segist lengi
hafa haft áhuga á tísku en tekur þó fram að henni finnist ekki
smart að vera í tískufatnaði frá toppi til táar. Hún á sér marg-
ar uppáhaldsflíkur og er perlupeysan meðal þeirra.
„Ég fékk þessa peysu á markaði í London fyrir sex til sjö
árum síðan. Var á röltinu með manninum mínum og sá hana
þarna innan um einhverjar aðrar peysur,“ segir Hilda sem var
barnshafandi í þessari ferð. „Ég var komin sex eða sjö mánuði
á leið þannig að það stóð alls ekki til að kaupa nein föt, svo ég
skoðaði hana bara eitthvað og hélt svo áfram að rölta um. En
ég gat ekki hætt að hugsa um peysuna svo við gengum til
baka. Það reyndist frekar erfitt að finna hana aftur og það fór
svona hálfur dagur í þetta, en svo fannst hún á endanum.“
Peysan er í ljósum, sígildum litum, með mohair á
púffermunum og í hana eru saumaðar litlar perlur. Hilda seg-
ist almennt ekki mikið vera fyrir púffermastílinn. „Ég er eig-
inlega komin með hálfgerða leið á honum, en þessi peysa
gengur samt alltaf. Enda eru þetta ekkert of miklar púfferm-
ar. Það er bara svo gaman þegar maður dettur niður á eitthvað
notað, sem er vel með farið og gengur við allt. Maður getur
dressað sig bæði upp og niður með þessari peysu,“ segir Hilda
og bætir því við að yfirleitt leggi hún sig ekki fram um að
eltast við tískuna: „Frekar nýti ég það sem ég á fyrir og blanda
því svo saman við það sem er móðins, en fyrst og fremst reyni
ég að ganga í því sem mér sjálfri finnst flott og fer mér vel.“
margret.hugrun@frettabladid.is
Eltist ekki
við tískuna
Fann kvenlega peysu í mjúkum litum á markaði í
London.
Hilda Cortez ætlaði sér ekki að kaupa nein föt þegar hún var ólétt á markaði í London, en peysuna góðu
fékk hún ekki staðist. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fátt er betra til að koma líkam-
anum aftur í form eftir með-
göngu en sambland af sundi,
gönguferðum og Rope Yoga eða
Pilates. Þessar æfingar snúast
mikið um kvið og kviðvöðva, en
á sama tíma styrkist bakið. Sund
og gönguferðir sjá til þess að allir
vöðvar líkamans fái sitt svo ekki
sé minnst á hugarróna sem fylgir
því að taka göngutúr.
Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Er ekki kominn tími á að setja
mottu við útidyrnar? Mottur
fást nú á góðu verði í
Rekstrarvörum og
svo er úrvalið í
Ikea alltaf ágætt
líka.
Skikkjur eru
málið um
þessar mundir,
ekki bara fyrir
aðdáendur
Hringadrótt-
inssögu
heldur
líka fyrir
dömur.
ALLT HITT
[ TÍSKA HEIMILI HEILSA ]
GÓÐAN DAG!
Í dag er fimmtudagurinn
19. október, 292. dagur
ársins 2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 8.29 13.13 17.55
Akureyri 8.20 12.57 17.34
Ný útisundlaug Heilsu-
stofnunar NLFÍ
LAUGARDAGINN 21. OKTÓBER VERÐUR NÝ 25 METRA ÚTISUND-
LAUG, ÁSAMT SÉRHÖNNUÐUM NUDDPOTTUM, TEKIN Í NOTKUN
Á HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í HVERAGERÐI.
Með þessari aðstöðu er
sund- og baðaðstaða
Heilsustofnunar NLFÍ ein
sú stærsta og fullkomnasta
sem fyrirfinnst hjá fyrirtæki
í heilbrigðisgeiranum hér á
landi, segir í fréttatilkynn-
ingu frá fyrirtækinu.
Á laugardaginn lýkur
þar með fjögurra ára
byggingarferli við baðhús stofnunarinnar. Haustið 2003 var
innilaugin sem er sérhönnuð endurhæfingarlaug tekin í notkun
ásamt aðstöðu fyrir leirmeðferðir. Þá var ný herbergjaálma tekin
í notkun vorið 2004. Á síðastliðnum árum hafa því bæst um
2000 fermetrar við húsakynni HNLFÍ.
Baðhúsi HNLFÍ tilheyra því nú 25 metra útilaug, 15 metra
innilaug, þrír heitir pottar með nuddi, víxlböð, strekklaug, blaut-
gufa og þurrgufa.
Formleg dagskrá hefst klukkan 10 í matsal HNLFÍ. Húsakynni
verða síðan opin almenningi fram til klukkan 13 og eru allir
velkomnir.
Hin nýja útilaug sem er lokapunktur
á uppbyggingu baðhúss HNLFÍ.
KULDABOLA GEFIÐ
LANGT NEF
Mikið úrval er til af húfum,
vettlingum og treflum.
TÍSKA 4
NÝ HEIMKYNNI NÓRU
Franskt búðarborð fjölskyld-
unnar í Bankastræti.
HEIMILI 10