Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 19. október 2006 3 Hver stórviðburðurinn rak annan á tískuvikunni í París á dögunum þar sem að Janet Jackson og Victoria Becham þræddu sýningarnar. Jean-Paul Gaultier hélt upp á þrjátíu ára hönnunarafmæli sitt og hann hefur svo sannarlega farið langan veg á 30 árum. Frá því að vera „l´enfant terrible de la mode“ í að fjöldaframleiða fatnað, hátísku og að vera listrænn stjórnandi hjá Hermès sem er eitt virtasta tísku- hús í Frakklandi. Kaupendur eru þar á biðlista í nokkur ár til að kaupa sumar gerðir handtaska. Gaultier hannar átta tískulínur á ári, auðvit- að með hópi aðstoðarfólks. Hann lét sig ekki muna um að hanna bún- inga Madonnu að auki fyrir tónleikaferð hennar á árinu sem aftur varð innblástur fyrir sumarlínuna 2007. Á sama tíma átti annar hönnuður einnig þrjátíu ára hönnunaraf- mæli en fagnaði í staðinn því að vera loksins tekinn í hóp samtaka hönnuða. Þetta er Agnès B. sem hefur um árabil hannað í frjálslegum stíl sem hentar ungu og fáguðu fólki líkt og Bill Tornade og fleiri. Agnès B. gat á þessari tískuviku í fyrsta skipti haldið tískusýningu í hópi viðurkenndra hönnuða. Fyrirsætur hafa alveg sérstakt göngulag þegar að þær henglast um sýningarpallinn. Það er reyndar alveg ótrúlegt hversu vel þeim gengur að fóta sig á tíu til tólf sentimetra háum skóm, sem eru oft hærri en þeir sem eru svo til sölu hjá tískuhúsunum. Hjá Yves Saint Laurent var bókstaflega stórhættulegt að sýna. Sviðið var þakið fjólu- bláum gerviblómum sem auðveldlega hefði verið hægt að flækja hælunum í en allt fór þó vel fram. Á sýningu Vivienne Westwood var sviðið hins vegar autt og óskreytt. Skórnir voru svo háir, og hefðu lík- lega ekki verið samþykktir af byggingarverkfræðingi, að þeir höll- uðu aftur á bak. Ein vesalings fyrirsætan datt líka aftur yfir sig, hún hélt þó andlitinu og stillti sér upp á sviðsendanum, sneri við og hélt til baka. Ekki vildi þá betur til en svo að hún steyptist fram fyrir sig. Því miður hefur þetta atriði verið klippt burt á netinu. Annars eru nú fimm mánuðir þangað til sumartískan verður komin á götuna og aðeins eitt ráð sem hægt er að gefa konum til að undirbúa næsta sumar og það er megrun. Nánast hver einasti hönnuður býður upp á míní-síddir, enn styttri en í sumar og vetur. Undantekning er Gaultier sem er í öllum síddum og hjá Dior og YSL er þó nokkuð af síðkjólum. Hjá Chanel var hins vegar sagt eftir sýninguna að þar hefðu ekki sést neinir neðripartar, aðeins efrihlutar, stuttbuxurnar og pilsin sáust varla. Og hvaða litur haldið þið að verði í tísku? Hvít- ur! Er ekki eins og maður hafi heyrt þetta áður? bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Twiggy afturgengin feitum konum til skelfingar Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Framakonur meðal fyrirsætna á tískusýningu um helgina. Um næstu helgi verður stór við- burður í Laugardalshöll en þangað munu konur geta komið til að eiga góða stund saman og kynna sér margt af því sem konur hafa almennt áhuga á. Þær Nína Björk Gunnarsdóttir og Selma Ragnars- dóttir hafa undanfarið staðið í ströngu við undirbúning og skipu- lagningu tískusýninga sem verða í höllinni. Fyrirsæturnar á sýningunum eru flestar þekktar meðal almenn- ings en meðal þeirra má nefna ung- frú Ísland 2006, Dísu í World Class, Önnu Margréti Jónsdóttur, Guð- rúnu Möller, Hugrúnu Harðardótt- ur, Kolfinnu Baldvinsdóttur, Ingu Lind fjölmiðlakonu og Elmu Lísu leikkonu. „Við völdum að nota áber- andi flottar konur sem skera sig úr, hver á sinn hátt og eru jafnframt viðskiptavinir þeirra verslana og hönnuða sem taka þátt í tískusýn- ingunni,“ segir Selma Ragnarsdótt- ir. „Þetta setur skemmtilegan og líflegan brag á sýningarnar sem verða kl. 15 á laugardag og kl. 16 á sunnudag.“ Konan í Laug- ardalshöll Þær Nína Björk og Selma hafa staðið í ströngu við að undirbúa tískusýning- ar, þar sem meðal annars má sjá það nýjasta frá Eggerti feldskera. Fjörður • Hafnarfirði 565 7100 Tískusýning í ANAS kl. 20.00 í kvöld fimmtudaginn 19. október • Danski hönnuðurinn Lisbeth Skov verður á staðnum • Komdu og upplifðu einstakt kvöld í ANAS • Léttar veitinga og óvæntir glaðningar SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 Sokkar geta undirstrikað persónuleikann. Hnésokkar og sokkar yfirleitt, hafa venjulega ekki þótt mjög smart í tískusýningum. Einhverjum finnst þó alltaf sjarmerandi að poppa upp útlitið með sérstökum sokkum, oft á tíðum með skemmtilegum mynstrum og í alls kyns litum. Hnésokkar henta bæði konum og körlum, þá yfir- leitt við stutt pils eða stuttbuxur. Hægt er að klæða sokkana upp og niður með því að vera annað hvort í sætum hælaskóm eða sportlegum striga- skóm. Sama hvað verður fyrir valinu þá verður heildarútlitið skemmti- lega frábrugðið hinu hefðbundna. Stællegir sokkar Leikarinn Mike Myers fylgir ekki alltaf straumnum. Köflóttu hnésokkarnir fara þó vel við skoska þjóðbúninginn. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Létt, ljóst og sport- legt úr haustlínu Louis Verdad. Hnésokkar geta vel verið smart ef þeir eru í stíl við annan fatnað. Hér er fatnaður úr haustlínu Louis Verdad. Það er vel hægt að vera töff í hnésokkum líkt og sést á þessari fyrirsætu sem sýnir föt úr vor- og sumarlínu Gaspards Yurkievich. Frá tískusýningu á vor- og sumarlínu Gaspards Yurki- evich í París. Chanel setti nýlega á markaðinn olíu í úðaformi sem hægt er að spreyja á líkamann hvenær sem húðin þarf á raka að halda. Olían er þurr þannig að hún smitast ekki í föt og þornar umsvifalaust. Hún ilmar sér- lega vel, enda í sömu línu og ilmurinn góði sem ber sama nafn, eða Chance. Líkamssprey frá Chanel OLÍA Í ÚÐAFORMI. Chanel Chance olíu- spreyið gefur húðinni raka og góðan ilm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.