Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 82
58 19. október 2006 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Í dag fara fram fyrstu leikirnir í Iceland Express-deild karla í körfubolta og á dögunum var kynnt spá þjálfara, leikmanna og forsvarsmanna félaganna í deildinni fyrir komandi vetur. Samkvæmt spánni er Íslands- meisturunum í Njarðvík spáð deildarmeistaratitlinum en Njarð- víkingar sigruðu einmitt Meist- arakeppni KKÍ um síðustu helgi þegar liðið lagði Grindavík. Spá er bara spá og enginn heilagur sann- leikur í henni, en samt sem áður er alltaf gaman að rýna í spá tíma- bilsins og fá smá innsýn inn í vangaveltur þjálfara og leik- manna. Sú spá að Njarðvíkingum sé spáð sigri þarf vart að koma mörg- um á óvart. Njarðvíkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og hafa fengið Igor Beljanski til liðs við sig frá Snæfelli, en Beljanski skor- aði 17 stig að meðaltali í leik á síð- ustu leiktíð og tók auk þess 10 fráköst að meðaltali í leik. „Þetta kemur ekkert á óvart, við erum ríkjandi meistarar. Okkur hefur verið spáð titlinum a.m.k. síðustu þrjú tímabil og það rættist loksins í fyrra. Þetta var kannski spurning hvort okkur yrði spáð fyrsta eða öðru sæti miðað við það sem á undan er gengið,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, um spána. Það þarf heldur ekki að koma mörgum á óvart að markmið Njarðvíkinga er að vinna alla þá titla sem eru í boði. „Það var mjög ánægjulegt að vinna þennan bikar á sunnudag- inn. Það er hörkutímabil framund- an og sjálfstraust leikmanna er að komast í fínt lag. Við erum í þessu til að vinna og setjum stefnuna á fyrsta sætið í þeim keppnum sem við tökum þátt í,“ sagði Einar Árni. Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, er að sjálfsögðu ekk- ert á því að láta nágrannana vinna deildina. „Þetta er bara spá en þeir eru með sterkt lið en það höfum við líka. Við erum ekkert í þessu bara til að vera með,“ sagði Gunn- ar Einarsson og bætti því við að erlendu leikmenn liðsins væru að falla vel að leik liðsins. Lið Þórs í Þorlákshöfn er nýliði í deildinni og er spáð neðsta sæti deildarinnar, en Þór vann úrslita- keppnina í fyrstu deildinni á síð- ustu leiktíð. Robert Hodgson, þjálfari Þórs, sagði að nú væri bara þeirra að afsanna þessa spá. „Þetta er bara spá og einhverjir þurfa að taka það að sér að vera spáð neðsta sætinu. Við erum með góða einstaklinga í liðinu og ég er mjög ánægður með hópinn. Við höfum átt góða leiki á undirbún- ingstímabilinu og vonandi náum við að afsanna þessa spá.“ dagur@frettabladid.is Njarðvíkingum spáð deildarmeistaratitlinum Íslandsmeisturum Njarðvíkur er spáð efsta sætinu í Iceland Express-deild karla í körfubolta en Þór frá Þorlákshöfn og Tindastóli er spáð í falli í vetur. HÖRKU TÍMABIL FRAMUNDAN Það er væntanlega komin tilhlökkun í leikmenn fyrir komandi leiktíð í körfunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Iceland Express deild karla: 1. NJARÐVÍK 413 2. KEFLAVÍK 399 3. KR 325 4. SKALLAGRÍMUR 310 5. SNÆFELL 306 6. GRINDAVÍK 244 7. ÍR 218 8. HAUKAR 171 9. HAMAR/SELFOSS 127 10. FJÖLNIR 122 11. TINDASTÓLL 108 12. ÞÓR ÞORLÁKSHÖFN 67 SPÁIN FYRIR TÍMABILIÐ FÓTBOLTI Breiðablik mætir í dag Englandsmeisturum Arsenal í fjórðungsúrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna. Fyrri leikur lið- anna fór fram á Kópavogsvelli í síðustu viku og báru þær ensku 5- 0 sigur úr býtum eftir að hafa verið með eins marks forystu í hálfleik. Guðmundur Magnússon, þjálf- ari Blika, segir að góður andi ríki í hópnum og mikil tilhlökkun að takast á við verkefni dagsins. Hann var nýkominn á hótel liðsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Við ætlum að taka því rólega í dag og mæta úthvíld í leik- inn. En það eru allir staðráðnir í því að gera betur en fór í síðasta leik,“ sagði Guðmundur. Breiðablik náði að halda velli í fyrri hálfleik liðanna í síðustu viku en fékk svo fjögur mörk á sig í þeim síðari. Guðmundur segir að sínir leikmenn hafi borið of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. „Við ætlum að reyna að spila vel í báðum hálfleikjunum í þetta skipt- ið. En mér fannst við vera of langt frá þeim í þessum leik og lékum ekki með þeim baráttuhug sem þurfti til. Sjálfstraustið var ekki til staðar og við sóttum ekki nógu grimmt á þær.“ Hann segir að leikmenn hafi lært sína lexíu. „Nú er staðan þannig að við höfum engu að tapa og ætlum bara að njóta þess að spila þennan leik. Þetta hefur auð- vitað verið frábær keppni fyrir okkur og við ætlum að reyna að ljúka okkar þátttöku í henni á jákvæðum nótum.“ Þetta er nú í annað árið í röð sem íslenskt lið kemst í fjórðungs- úrslit keppninnar og segir Guð- mundur það vissulega vera ánægjulegt og vonandi að það haldi áfram á þeim nótum. „Og ég er sannfærður um það að fjórð- ungsúrslitin eru ekki óyfirstígan- leg hindrun fyrir íslensk lið. Það hefst með tíð og tíma.“ Guðmundur sagði einnig búast við því að ganga frá samningum við knattspyrnudeild Breiðabliks að halda áfram með þjálfun liðsins. - esá VERÐUR ERFITT Blikar verjast hér sókn Arsenal í fyrri leik liðanna. Það verður við ramman reip að draga í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Breiðablik mætir Arsenal í síðari leik liðanna í Lundúnum í dag: Ætlum að njóta þess að spila þennan leik FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu situr í 95. sæti á styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í gær. Liðið hefur því fallið um átta sæti síðan að listinn kom síðast út en Ísland hefur tapað síðustu þremur landsleikj- um sínum og þarf því árangurinn ekki að koma á óvart. Ísland er á milli Afríkuríkjanna Malaví og Gabon. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans en heimsmeistarar Ítala skjótast upp í 2. sætið úr því fimmta. Hástökkvari listans er Barbados sem fór úr 152. sæti í það hundraðasta. - esá Styrkleikalisti FIFA: Ísland féll um átta sæti GEGN SVÍUM Eiður Smári reynir að kom- ast framhjá Mikael Nilsson, leikmanni Svía. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Newcastle tekur á móti tyrkneska liðinu Fenerbache í kvöld og svo gæti farið að þriðji markvörður Newcastle, Tim Krul, þurfi að standa á milli stanganna hjá liðinu. Steve Harper, aðal- markvörður Newcastle í fjarveru Shay Given, á við lítilsháttar meiðsli að stríða og það kemur ekki ljós fyrr en í dag hvort hann getur spilað. „Krul er mjög efnilegur markvörður og ef hann þarf að verja markið í þessum leik þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Glenn Roeder, framkvæmdastjóri Newcastle. Einnig er óvíst hvort Rustu Recber, markvörður Fenerbache, getur leikið í dag vegna veikinda. - dsd Newcastle-Fenebache: Markvarða- vandræði STEVE HARPER Hefur varið mark Newcastle í fjarveru Shay Given, sem meiddist illa í síðasta mánuði. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fréttir frá Spáni herma að Real Madrid sé í viðræðum við Steaua Bucarest um kaup á rúmenska varnarmanninum Mirel Radoi. Stjórnarmenn Steaua hittu Ramon Calderon, forseta Real Madrid, eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn til að ræða hugsan- leg viðskipti. Fréttir herma jafnframt að Real Madrid vilji fá leikmanninn að láni í sex mánuði og að félagið geti síðan keypt Radoi í kjölfarið, fari svo að hann standi sig vel hjá Real Madrid. Radoi er að jafna sig eftir aðgerð á ökkla og lék ekki með Steaua gegn Real Madrid í vikunni. - dsd Real Madrid: Rúmeni orðað- ur við félagið MIREL RADOI Er 26 ára gamall og hefur leikið 38 landsleiki fyrir Rúmeníu. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Charlton Athletic, lið Hermanns Hreiðarssonar og Rúriks Gíslasonar, hefur farið skelfilega illa af stað í ensku úrvalsdeildinni en félagið er í neðsta sætinu með þrjú stig eftir átta fyrstu leikina. Talað hefur verið um það í fjölmiðlum á Englandi að Ian Dowie, fram- kvæmdastjóri Charlton, eigi ekki marga daga eftir í starfi en stjórnin virðist vera sátt við hann. „Auðvitað vill enginn byrja tímabilið svona en við í stjórninni erum sannfærðir um að Dowie er rétti maðurinn í starfið. Þetta er ekki stuðningsyfirlýsing af því að Dowie þarf ekki á henni að halda, hann er með þriggja ára samn- ing,“ sagði Peter Varney, stjórn- arformaður Charlton. Yfirlýsingar af þessu tagi hafa hins vegar oft verið fyrirboði brottreksturs viðkomandi þjálfara, það þarf því ekki að koma mönnum á óvart ef Dowie verður fljótlega rekinn úr starfi. - dsd Stjórn Charlton Athletic: Ian Dowie er rétti maðurinn VALTUR Í SESSI Ian Dowie hefur byrjað feril sinn hjá Charlton hræðilega. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Samkvæmt afar áreiðan- legum heimildum Fréttablaðsins hefur Óskar Örn Hauksson og KR komist að samkomulagi að Óskar leiki með liðinu á næstu leiktíð. Tilkynnt verður um þetta á allra næstu dögum. Ray Anthony Jónsson, félagi Óskars hjá Grindavík, hefur einn- ig átt í viðræðum við KR og er sterklega orðaður við Vesturbæj- arveldið. Samningar þeirra við Grinda- vík renna í báðum tilvikum út um áramótin en þeim var frjálst að ræða við önnur félög eftir 15. okt- óber síðastliðinn. Óskar var einnig orðaður við Val og fleiri lið í Landsbankadeildinni en nú hefur KR unnið kapphlaupið um kapp- ann. Vitað er að Teitur Þórðarson, þjálfari KR, vildi styrkja liðið fyrir átök næsta sumars. KR varð í 2. sæti Landsbankadeildarinnar eftir slaka byrjun og komst í úrslit bikarkeppninnar. Grindavík tókst ekki að bjarga sér frá falli í haust og varð snemma ljóst að liðið myndi missa marga af sínum sterkustu leikmönnum. Jóhann Þórhallsson hefur stað- fest við Fréttablaðið að hann sé nánast örugglega á leið frá Grinda- vík og þá sagði Jóhann Helgason í gær að sín mál væru enn óleyst. - esá ÓSKAR ÖRN Hér í slagnum gegn Jens Sævarssyni, Fylkismanni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Óskar Örn Hauksson er á leið frá Grindavík: Óskar Örn fer til KR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.