Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 44
[ ]
Beinverndardagurinn er á
morgun. Björn Guðbjörnsson
læknir er einn þeirra sem
sinna beinheilsu landsmanna.
Gefum honum orðið.
„Sterkir vöðvar auka líkur á sterk-
um beinum og því eru góðar
neysluvenjur, líkamsæfingar og
útivera öllum hollar. Með góðum
neysluvenjum á ég til dæmis við
að tryggja nægilegt kalk og D-
vítamín fyrir beinin. Þetta er mik-
ilvægast á uppvaxtarárunum
þegar við erum að leggja inn á
beinabankann. Beinmagnið fimm-
faldast í skrokknum á kynþroska-
árunum og þá eru þungaberandi
æfingar þýðingarmiklar. Hið
alvarlega er að einmitt á þeim
árum draga margir krakkar úr
íþróttaiðkun og neysla mjólkur
víkur fyrir öðrum drykkjum.
Síðan er styrking vöðvanna líka
afar mikilvæg á efri árum því þá
byrjar beinmagnið að minnka,
eftir tíðahvörf hjá konum og körl-
um eftir sextugt.“
Björn er einn þeirra sem stund-
að hafa beinþéttnimælingar og
segir þær hafa veruleg áhrif til
bóta því hægt sé að grípa í taum-
ana ef beinþéttnin mælist lág.
„Einkenni um beinþynningu koma
ekki fram fyrr en fólk beinbrotnar
og því eru mælingarnar góð leið
til að láta fylgjast með þessum
þætti heilsunnar. Beinþéttnimæl-
ing er einföld rannsókn, nokkurs
konar myndataka. Fólk kemur og
leggst á rannsóknarbekkinn og
þarf að liggja þar kyrrt í tíu mín-
útur, kortér, meðan tæki rennur
fyrir ofan það og myndar hrygg
og mjaðmir.“ Hann telur fulla
ástæðu til að koma á kerfisbund-
inni leit eftir beinþynningu, líkt og
gert sé í Bandaríkjunum þar sem
mælt er með að allar 65 ára gaml-
ar konur fari í slíka mælingu og
karlar 72 ára.
„Hér á landi verða tólf til fjór-
tán hundruð beinbrot árlega vegna
beinþynningar. Það er mikið. Við
erum kannski að tala um 250
mjaðmabrot og fleiri hundruð
framhandleggs- og samfellsbrot á
hrygg. Við vitum að beinbrot hafa
umtalsverð áhrif á lífsgæði því
við það að brotna missir fólk færni
og jafnvægi. Það hættir jafnvel að
ganga um úti og eitt brot eykur
hættu á byltum og fleiri brotum.“
Miklar framfarir hafa orðið í
meðferð á beinþynningu á síðustu
árum að sögn Björns. Ný lyf hafa
komið til sögunnar sem þolast
almennt vel og áhættan á bein-
brotum minnkar um helming við
notkun þeirra.
Samtök beinverndarfélaga á
heimsvísu leggja áherslu á eitt
þema á hverjum beinverndardegi.
Á síðustu árum hefur augum verið
beint að hreyfingu, beinþéttni-
mælingu og beinþéttni barna og í
ár er það mataræðið.
„Við leggjum áherslu á að lík-
aminn fái nægilegt kalkmagn sem
fæst úr okkar ágætu mjólkuraf-
urðum og svo D-vítamín. Þýðing
D-vítamíns er að koma betur og
betur fram í þætti beinheilsu. Það
fæst með útiveru, neyslu á feitum
fiski og lýsi. Við ættum öll að taka
lýsi yfir veturinn,“ segir Björn og
tekur fram að starfsfólk Bein-
verndar sé svo heppið að vera í
samstarfi við matreiðslumenn
sem á morgun ætli víða að kynna
beinhollan mat. Í lokin skal bent á
heimasíðu Beinverndar, www.
beinvernd.is gun@frettabladid.is
Leggjum inn á beinabankann
Björn sinnir mælingum á styrk beina og gefur góð ráð í framhaldinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Heilbrigð sál
BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR
EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI
Í fyrsta gír á Strikinu
Ég var í Kaupmannahöfn á sunnu-
daginn, á leið minni heim frá
Brussel. Stoppið í Kaupmanna-
höfn var sérstaklega gert til að
slappa vel af og njóta borgarinn-
ar áður en ég færi heim í vel
skipulagða dagskrá hversdags-
leikans. Ég vissi að fáar búðir
yrðu opnar eins og alla aðra
sunnudaga og hafði svolitlar
áhyggjur af því hvað ég ætti að
gera þessa átta tíma sem ég yrði
þar. Var aðeins farin að bölva í
hljóði hvað Danir væru nú langt á
eftir okkur Íslendingum varðandi
opnunartíma verslana. Hvað eru
þeir eiginlega að spá að hafa ekki
opið á sunnudögum? Gera þeir
sér ekki grein fyrir hversu mikl-
um peningum þeir eru að tapa
með því að hafa allt lokað? En
þegar ég gekk í gegnum borgina
og framhjá lokuðum hurðum
verslana og upplifði þessa næst-
um væru tilfinningu sunnudags-
ins, rann það upp fyrir mér að
auðvitað á allt að vera lokað á
sunnudögum. Sunnudagar eru
hvíldardagar og Danir kunna að
njóta og „hygge sig“. Þarna var
ég bara að njóta mannlífsins og
stemningarinnar á Stikinu án
þess að vera að hugsa um hvaða
búðir ég ætti eftir að fara í og
hvað ég ætti eftir að kaupa mér.
Og þetta var miklu betra svona.
Bara í fyrsta gír að drekka kaffi
og borða ís. Í fyrsta sinn í langan
tíma þurfti ég ekki að vera ein-
hvers staðar að gera eitthvað,
heldur gat ég andað djúpt og notið
hverrar mínútu. Ég hugsaði með
mér að svona eiga allir sunnudag-
ar að vera, án skipulags og versl-
unarleiðangra og lofaði sjálfri
mér þar með að eiga sunnudaga
sem hvíldardaga og fara helst
ekki í búðir.
Það erum við Íslendingar sem
erum langt á eftir Dönum í frið-
helgi hvíldarinnar og rólegheita.
Við kunnum varla að taka okkur
frí eða gefa öðrum frí. Við hugs-
um of mikið um að við gætum
verið að missa af einhverju eða
gætum grætt aðeins minni pen-
ing. Að hafa verslanir opnar á
sunnudögum er ekki spurning um
að veita betri þjónustu, heldur
líklega aðeins að ýta undir óþarfa
eyðslu á peningum og orku, þó
að valið liggi auðvitað alltaf hjá
okkur sjálfum. Mér fannst alla-
vega gott að mér hafi ekki verið
hleypt inn í H&M, þar sem ég
hefði líklega misst mig eins og
okkur Íslendingum er lagið. Það
er gott að einhver hafi stundum
vit fyrir manni og kippi manni
aðeins niður á jörðina og úr sam-
félaginu þar sem mest er umbun-
að er fyrir atorku og peninga-
gróða.
Lifið heil!
Kvef Ýmsar kvefpestir eiga það til að ganga á haustin sem best
er að verja sig fyrir. Takið sólhatt og C-vítamín. Reynið líka að gæta
hreinlætis svo að eins manns hnerri verði ekki að faraldri.
Útsölustaðir: Apótek, Heilsubúðir, Fjarðarkaup og Hagkaup
1 til 2 tsk. 5 mínútur fyrir
t.d. morgunmat og
kvöldmat
Það veldur mettunartilfinningu,
jafnar blóðsykur og kemur
meltingunni í jafnvægi.
Duftið er troðfullt af öllum
helstu vítamínum, steinefnum,
ammónísýrum, góðum fitusýrum
og próteinum. Lífrænt ræktað,
eykur orku, úthald og vellíðan!
Gott ráð er að taka
inn Living Food
Engergy duftið frá
dr. Gillian McKeith.
Sækir þú mikið í sætindi,
halda þér engin bönd?
�������
Líka fyrir þig;
lífið, fréttirnar
og fjörið á ensku