Tíminn - 20.05.1979, Síða 12
12
Sunnudagur 20. mai 1979.
SveitarstjómarmáJ fjailar
um bókasöfn
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
Samband Islenskra sveitar-
félaga hefur i um þaö bil 40 ár
gefið út timaritið Sveitar-
stjórnarmál sem er eins konar
sérrit um málefnisveitarfélaga.
Þetta er mjög fróðlegt rit og oft
birtast þar merkilegar greinar
og ritgerðir, þótt auðvitað sé
ekki allt jafn áhugavert fyrir ai-
mennan lesanda.
Ritstjóri þessa blaðs er nú
Unnar Stefánsson en ábyrgðar-
maður er Jón G. Tómasson,
borgarlögmaður, sem er for-
maður sambands sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál taka
stöku sinnum fyrir einstaka
málaflokka, þótt yfirleitt sé nú
efni ritsins blanda af kveinstöf-
um og draumum, eins og verða
vill um slik rit.sem berjast fyrir
aukinni miðstýringu og stjórn-
un.
Sveitarstjórnarmál heldur sig
yfirleitt innan viröulegra tak-
marka i skrifum sinum. Þetta
er ekki hasarblað, fullt af stór-
yröum og illgirni, heldur hefur
ritið rólegt, fræöilegt, og stund-
um búralegt yfirbragö, eins og
gengur, en ekki var samt ætlun-
in að gera neina aUsherjarút-
tekt á þessu timariti, heldur
ræða ofurlitið efni fyrsta tölu-
blaðs þessi ár og málsmeðferð
þá er þar er viðhöfð, en það eru
bókasafnsmál.
Kemur storkurinn með
bækurnar?
Sveitarstjórnarmál helga
bókasöfnum i landinu verulegt
rúm I fyrsta tölublaði þessa árs.
Löng og fróðleg grein er um
Amtsbókasafnið á Akureyri 150
ára, eftir Lárus Zophaniasson.
Nýr bókafulltrúi rikisins er
kynntur, enhún heitirKristin H.
Pétursdóttir og hefur lært að
raða bókum i mörgum löndum.
Sagt er frá 5. landsfundi bóka-
varöa 6.-7. september 1978.
Grein er um Miðsöfn og þjón-
ustu þeirra i bókasafnsumdæm-
um, eftir Jóhann Hinriksson og
Sigriði Magnúsdóttur á Isafirði.
Grein er um þjónustumiðstöð
bókasafna eftir Jón Sævar
Baldurssonog aðlokum er grein
um hlutverk þjónustumið-
stöövar bókasafna eftir Hrafn
Harðarson bæjarbókavörð i
Kópavogi.
Þaðer einkenni á þessari um-
fjöilun Sveitarstjórnarmála, að
hvergi er rætt um rithöfunda,
útgefendur eöa bókageröar-
menn eða öllu heldur fram-
leiðendur bóka. Að visu er rætt
hæðnislega um að Þjónustumið-
stöð bókasafna, sem innan
skamms tekur til starfa, hafi
fengið til umráöa kjötbúö sem
hætti starfsemi. Þar stendur:
„Þeirsem átt hafa leiö fram
hjá Kjötbúð Guðlaugs Guð-
mundssonar, Hofsvallagötu 16 i
Reykjavik undanfarið.hafa rek-
iö upp stór augu. t glugganum
stendur nefnilega skýrum stöf-
um: „Lokuð sém kjötbúö opnar
sem Þjónustumiðstöð bóka-
safna”.
Þegar vegfarendur li'ta svo
inn um gluggann á fyrrverandi
kjötbúð blasa viö augum hrúgur
af ónýtum veggflisum, sprungið
gólf og á veggjum útlinur af
auglýsingastöfum FOLALDA-
KJOT — DILKAKJÖT. A miðju
gólfi stendur vigalegt fólk með
hamra.spaða, fötur af sparsli og
málningu og gengur berserks-
gang. Hvað hyggst blessað fólk-
ið íyrir?”
Og að lokum stendur þetta og
drýldnin leynir sér ekki:
„í staðkæliborðs ogkjötkróka
munu koma skrifborð, bóka-
skápar og sýningarborð þar
sem sýndar verða ýmiss konar
bókasafnsvörur.
Reynt verður að innrétta
þjónustumiðstöðina þannig að
bókavarðafélögin geti haldið
þar stjórnarfundi og jafnvel
stærri samkomur og miðstöðin
geti þannig haft örvandi áhrif á
félagslif bókavarða.
A veggina munu koma
myndir frá listlánadeild Nor-
ræna hússins, veggspjöld sem
minna á bókasöfn, og jafnvel
litlar sýningar”.
Það er ef til vill dæmigert
fyrir umf jöllun Sveitarstjórnar-
mála, hvernig þarna er tekið á
málum. Þess er ekki getið að
siðasti eigandi þessarar kjöt-
búðar var Guölaugur Guð-
mundsson, rithöfundur, sem
seldi spaðket og fleira sér til
framfærslu til þess að geta
skrifað úr sér augun á nóttunni,
til að búa til bækur, sem sumar
eru svo góðar að menn eins og
Ragnar i' Smára hafa orðið að
gripa til pennans og virt bóka-
forlag veitti honum sérstök
verðlaun, bókmenntaverðlaun i
peningum á seinasta ári.
„A veggina munu koma
myndir frá listlánadeild Nor-
ræna-hússins, veggspjöld sem
minna á bókasöfn og jafnvel litl-
ar sýningar” en þannig hljóðar
fjallræðan sem virðist vera
megininntak bókasafnsfræða og
umræöunnar um almennings-
bókasöfn.
Það vekur athygli, aö hvergi
er i þessari miklu úttekt
Sveitarstjórnarmála minnst á
rithöfunda, fræðimenn, bókaút-
gefendur, eða bókageröarmenn.
Að vísu er á einum stað minnst á
„aðstöðu fyrir fræöimenn”.
Þó er athyglisvert.sem Amts-
bókavörðurinn segir. Hann
kvartar sáran undan prent-
skilasa&iinu og vill fá peninga
frá rikinu með prentskilamun-
um, sem ekki eru annað. en
hreinn aukaskattur á bókaút-
gáfuna í landinu, sem nemur
tugum milljóna á ári hverju.
Hann segir:
„Með lögum nr. 43. 16. mai
1977 um skylduskil til safna
(leturbr. blaðsins) er þetta
framtak safnsins viðurkennt á
þann hátt, að framvegis skal
það vera eina bókasafnið utan
höfuðborgarinnar sem gert er
að varðveita allt prentskilaefni.
Forráðamenn safnsins eru
þakklátir fyrir það traust sem
þvi er sýnt með þessu en jafn-
framt er þeim ljóst að lög þessi
leggja Amtsbókasafninu og
Akureyrarbæ töluverða fjár-
hagsskuldbindingu á herðar.
önnur söfn sem samkvæmt lög-
um þessum eiga að varðveita
allt prentefni erurikissöfn og þá
er spurning hvort Akureyrar-
bær, eitt sveitarfélaga skuli
gera hið sama án stuðnings
rikisins þvi allmikill kostnaður
fylgir vegsemd þessari”.
Rithöfundar og bókaútgef-
endur lita samt nokkuð öörum
augum á þessi skylduskil. Bóka-
útgefendur eru með lögum
skyldaðir til að afhenda fimm
eintök af hverribók, þar af eitt i
bandi ókeypis til safnlegrar
varðveislu. Þessi eintök eru
fengin Landsbókasafninu. Ef
miðað er við fjölda bókartitla
undanfarin ár eru þetta á bilinu
1500-2000 bindi á ári. Bók kostar
5-7000krónur, þannigaðþetta er
ekki svo litill skattur, því fýrir-
tækin og rithöfundar greiöa aö
auki opinber gjöld eins og aörir
einstaklingar og fyrirtæki á
þessu landi. Bókavörðurinn tek-
ur væntanlega fullt verð fyrir
sin störf og þvi reiknum viö
bækur á fullu verði.
En hvers vegna skyldi það nú
vera, að rithöfundar og bókaút-
gefendur eru aldrei teknir með,
þegar rætt er um bókasöfn.
Halda forystumenn sveitar-
félaga og menn sem raða bók-
um að storkurinn komi með
bækurnar? Nei, þarna er á ferð-
inni feimnismál, þvi starfsemi
bókasa&ia er eitt af þvi sem
kemur ivegfyrirað rithöfundar
geti séð fyrir sér með skrifum
sinum. Bókasöfnin höndla
nefiiilega með þýfi að nokkru
leyti.
Söfn draga úr sölu bóka
og svipta höfunda laun-
um
Söfnin draga úr sölu bóka.
Meðsamstarfi safna má komást
hjá bókakaupum og halda þe&n
i lágmarki. Skólabókasöfn,
Borgarbókasafn og fleiri ljós-
rita (gefa út) hluta bóka i al-
gjöru heimildarleysi þannig að
menn geta sparað sér bókakaup
i tima og ótima.
Rithöfundar vita t.d. að
margir skólar og skólabókasöfn
stunda þá iðju að fjölfalda með
ljósritunarvélum heilu bókar-
kaflanatilað dreifa meðal nem-
enda. Þetta eruauðvitað ólögleg
útgáfa og rithnupl afverstu teg-
und, þannig að menn komist hjá
að greiða höfundum og útgef-
endum fyrir slna v&inu, og
„sparað” er með þvi mikil bók-
arkaup, enda fer það brátt að
verða óðs manns æði að kaupa
bækur, þvi „þjónustan” verður
brátt svo mikil, aðeitt bókasafn
verður fyrir hverjar 450 sálir, og
til að hindra bókakaup, þá eiga
þessi söfn aö hrókera bókum og
ljósrita ólöglega.
Það er hka þegar farið að
koma i ljós, að upplög bóka eru
að minnka á Islandi og nú er svo
komið, að örðugt er aö fá út-
gefiiar bækurvegna skipulagðr-
ar safiiastarfsemi i landinu. Þvi
rikiðsér svo um, að höfundar fái
nánast ekki neitt fyrfi- bækur i
söfrium, en á hinum Noröur-
löndunum koma megintekjur
rithöfunda einmitt frá söfnun-
um.
Sem dæmi um þetta, að þá fá
okkar mestu höfundar, sem eiga
þúsundir bóka i söfnum aðeins
um það bil 20-50.000 á ári fyrfi-
lestur bókanna. Flestir rithöf-
undar fá innan við 10.000 krónur
á ári, höfundar sem þó hafa
skrifað um það bil tug bóka.
Sem dæmi um viðskiptahætti
bókasafna við bókasöfnin, þá fá
höfundar sem svarar 50 krónum
fýrir hverja talda bók i Borgar-
bókasafniReykjavikur, er þessi
tala siðantvöfölduð. Tilaðfinna
landsmeðaltal, og þetta fá þefi-
aðeins einu sinni. Halldór Lax-
ness fær til dæmis fyrir allar
sinar bækur i söfnum lægri upp-
hæð á ári, en nemur kauphækk-
un flugmanna fyrr á þessu ári,
og er hann þó hæstur, og Guð-
mundur G. Hagalin, sem er
næsthæstur, fær sem nemur
andvirði eins barnavagns á ári
fyrir allar sinar bækur i söfnum
þessa lands. Fyrir ljósrit (út-
gáfur) fá menn ekkert, og höf-
undar sem eiga færri en 50 ein-
tök I bókaskápum Borgarbóka-
safnsins fá ekki neitt fyrir sinar
bækur i söfnum landsins.
Ef þetta kauprán er ástæða
þess.að rithöfundar og fprleggj-
arar eru aldreihafðir með, þeg-
ar rætt er um bókasöfn, þá
hlýtur að þvi að draga að söfnin
og menn, sem raða bókum,
drepi bókaútgáfuna i landinu
meðhrókeringum og ólöglegum
ljósútgáfum bókmenntarita.
Rithöfundar og forleggjarar
hljóta að lesa það með athygli,
þegar virt timarit eins og Sveit-
arstjórnarmál fjallar um bóka-
safnsmál, rétt eins og storkur-
inn komi með bækurnar, og láti
sem söfnin varði ekki um hag
útgáfu og höfunda, fremur en
karlinn i tunglinu.
Það skal að visu viðurkennt,
að rikissjóður styður listamenn
nokkuð á ári hverju, og fyrir það
ber að þakka, en bókaránin
verður að taka til rækilegrar
endurskoðunar frá sjónarhóli
bókaútgáfunnar og höfunda i
landinu, áður en skipulag bóka-
safna verður svo fullkomið, að
bókaútgáfanleggstniöur alfarið
i þessu landi.
Nú er svo komiö að rikið ver
meira fé til að raða bókum en til
að fá þær skrifaðar, og við svo
búið má ekki standa.
bókmenntir