Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. mai 1979 9 UiJlÍili Skipstjóra og stýri- mannatal. Ægisútgáfan. Guðmundur H. Oddsson og Guðmundur Jakobs- son sáu um útgáfuna. Bækur um mannfræöi vekja yfirleitt ekki jafn mikla athygli og Eldhúsmellur, eða aðrar svakalegar skáldsögur, segul- bandsbækur um einkennilega menn. Samt er talsvert út af þeimgefið, ogþær koma i' göðar þarfir hjá rithöfundum, blaða- mönnum, fræðimönnum og fleirum, þvi þær spara oft tima og langa leit að hlutum sem menn vilja gjarnan hafa heima hjá sér, eöa við höndina. Ég treysti mér ekki til þess i svipinn að rita lista yfir slikar bækur, en minni á rit eins og Islenskar æviskrár, Guðfræöingatal, Læknatal, Samtiðarmenn og margt fleira. SérstiSi atvik og annað ræður svo hverjir látnirerufljóta með. Til þess að komast i læknatal verða menn að hafa lokið læknaprófi, vera dauðir til að komast i Æviskrár og Samtiðar- menn voru teknir saman um lif- andi fólk, og þá teknir með þeir gildustu, á veraldlega og and- lega visu, eða obbinn af þeim að minnsta kosti, en mjög öröugt er að setja sliku riti rit; - stjórnarreglur, ef ekki á að prenta þjóðskrána alla, sem væri þóbest, allra hluta vegna. Skipstjóra og stýrimannatal Nú hefur borist eitt mann- fræðirit til viöbótar, er bætir úr brýnni þörf, en það er Skipstjóra og styrimannatal, sem Ægisútgáfan hefur sent frá sér. Er þetta rit i þrem bindum og fjallar fyrsta bindið um sjómannafræðsiu, og æviskrár A-G, annað bindið er ágrip af fiskveiðisögu og æviskrár H-P og siðan þriöja bindið, sem er um siglingar íslendinga og asvi- skrár R-ö, en auk þess eru próf- skrár Stýrimannaskólans frá upphafi. Eins og áður sagði, bætir bók þessieða bækur úr mjög brýnni þörf, þvi i þeim er mikiö af fólki sem stundum þarf að fletta upp, en annars örðugt að finna upplýsingar um. Til var fyrir ágætt Vélstjóratal, sem gefið var út fyrir nokkrum árum: svipuð bók, en af eölilegum ástæðum minni aö vöxtum, þvi skeiðvéla er skemmra en nálæg saga I lærðri skipstjórn. Fyrir var einig skipstjóratal Jóns Eirikssonar, skipstjóra, sem • náði auðvitað skammt, þótt stórmerkt rit sé það i sjálfu sér. Æviskrár um 2200 skipstjóra og stýrimanna er þarna að finna, stutt æviágrip meö myndum (nær undantekningar- laust). Vandi slikrar útgáfu I ritinu segir útgefandi á þessa leiö í formála, er hann lýsir samningu ritsins. „Mérer ljóst, að þettaverker á margan máta af vanefnum unnið. Ber þar mest til reynslu- og þekkingarleysi mitt og okkar, sem aö höfum staðið, að viðbættum timaskorti, auk þess sem sjómenn eru gjarnan li'tt gefnir fyrir fjas um sin störf og upplýsingar frá þeim harlamis- jahar að gerð og gæöum og oft torfengnar. Allt það basl er nú aðbaki ogmasum þaðtilgangs- laust. Hér birtist árangurinn og verður ekki aftur snúið. Þetta rithefúr orðiö stórum meira aö vöxtum en iupphafi vargert ráö fyrir, en þó vantar mikiö á, aö allir séu hér innanborðs, sem vera ættu. En ef endist lif og orka, verður gefiö út viðbótar- bindi á næstu.árum og þá reynt að bæta um og sömuleiöis leiö- rétta-þær villur, sem vafalaust má hér finna i stórum stil, og eiga sér margvislegar orsakir, sem éghirðiekki að tiunda allar að svo stöddu, en drep á það helsta, sem betur heföi mátt fara. Sú meginregla hefur gilt.að taka hér með, eftir þvi sem til hefur náðst, alla skipstjórnar- menn frá öndverðu og til þeirra er prófi luku 1975, þótt einstaka hafi slæðstmeðfrá 1976. Nokkr- Jónas Guðmundsson: saman Fiskveiðiannál i annað bindið. Fjallar hann um sjósókn og fiskveiðar, fiskverkun og annaö. Hann rekur sögu opinna skipa, skútuöld, og endar á skuttogurum. Þetta er ef til vill sá kafli er örðugast er að semja um rit- gerð, vegna umfangs, en Ásgeiri tekst aö bregöa upp mjög góöri mynd af þessum þætti þjóölifsins, eöa atvinnu- sögunnar. Bárður Jakobsson, lög- fræöingur, ritar i þriðja bindi verksins um siglingar Islend- inga, en Bárður er ágætur fræðimaöur um 'þessa hlið málsins, og sjómönnum ekki ókunnur. Hann lýsir skipakosti og siglingaleiðum nokkuö frá upphafi latjydnáms og til vorra Sklpstjóra- og stýrimannatal Öndvegisrit um sjómenn ar vangaveltur urðu um, hvort geta ætti þeirra formanna og skipstjórnarmanna, sem litteða ekki haf a á skólabekk komiö, né lært sjómannafræði. Nú var lengi svo háttaö á landihér.aöeingönguvoru gerð út áraákip og litlir vélbátar, og I sumum stórum útgerðarstööum var svo háttað allt fram eftir fjórða áratug þessarar aldar. Formenn þessara fleyta voru margir fræknir aflamenn, sjó- sóknarar og listastjórnendur og réðu fyrir skipum og mönnum allt að hálfri öld. Frá minu sjónarmiði kom aldrei til mála að láta allra þessara manna ógetið, en mér er ljóst, aö um þetta eru skiptar skoðanir og þessi háttur litinn illu auga af þeim, sem telja prófin eina gildismatið. Nú á seinni árum hefur þetta ger- breytst og má telja ógerning að stjórna nýtiskufiskiskipi, án til- skyldrar menntunar og allt skraf um þessi mál úr sögunni. Mjög er tilviljanakennt, hverjir af þeim gömlu og látnu lentu inni I þessu riti. Réði þar mestu um kunnugleiki okkar á viðkomandi stöðum, árvekni afkomenda við að koma upplýsingum á framfæri, og svo er nokkurt magn unniö uppúr ýmsum ritum, svo sem tslensk- um æviskrám, Sjómannasögu Vilhjálms Þ. Gislasonar, Skútu- öldinni, Mönnunum i brúnni og ýmsum ævisögum. Æði mis- jafnar eru þessar heimildir aö gerð og áreiðanleik, og svo er einnig um mikið af aðsendu efni viðsvegar að. Má telja þetta allt saman meginorsök þess, ef mikið reynist rangt með farið. Ekki verður annað sagt en skipstjórnarmenn hafi brugðist allvel aö senda inn upplýsingar og þetta rit orðið mun meira að vöxtum, eins og áður er getið, en upphaflega var ráð fyrir gert. þó saknar maöur fjölda manna, sem ekki hafa sinnt Itrekuðum áskorunum, en vonandi fæst úr þvi bætt, ef fært reynist að koma siöar út viðbótarbindi. Margt hefði mátt lagfæra, sem hér er ábótavant, ef timi hefði til unnist, en af ýmsum ástæöum töl^um við ekki fært að fresta útgáfunni lengur. Hætt er vife að upplýsingar verði þvi úreltari sem lengra liður frá þvi þær eru fengnar og eru svo nú þegar, þvi miklar breytingar verða jafnan á starfi og stööu, svo ógjörningur var að eltast við, og margur getur verið skipstjóri i dag, sem var stýrimaöur 1976 eða farinn að vinna ilandi. Einnig geta menn hafa bætt við sig börnum, kvænst, skilið viö konur sinar o.fl. o.fl.” Þesser vitanlega ekki nokkur kostur i ritdómi að bera ævi- skrárnar saman við lifið sjálft, en þarna er sagt frá þvi helsta er persónusöguna varðar. Getið er foreldra manna og fæðingar- staðar, eiginkonu og barna, þegar þau erufyrir hendi. Þá er námsferill manna rakinn og sagt frá helstu störfum, eða starfsævi. Dánardægur fylgir umsögn um þá sem látnir eru. Það gefur auga leið aö þaö er ærið verk aö ná saman öllum þessum æviskrám og myndum, og skiljanlegt að slik rit séu aldrei tæmandi, einkum i landi þar sem fáir svara bréfum nema þrábeönir. Útgáfudag verður þvi að setja áður en örfáir þeir seinustu hafa skilað sér, annars kæmu slik rit aldrei á prent, og þar eð útgefendur boða fjóröa bindi þessa verks, má úr ýmsu bæta siöar. Veröur þá unnt að finkemba þennan akur til seinastg manns, auk þess sem nýir yflrmenn á skip- um bætast þá við. Vandi þessarar útgáfu er þvi sá sami og i öörum sambæri- legum útgáfum. Sumir virðast hverfa sporlaust i mannhafiö, en I þessu riti sleppa þeir ekki meðöllu, þvi þeirra er vantar i Æviskrár er getið I próf- skýrslum Stýrimannaskólans, sem eru aftast i ritinu. Annað efni Að loknum formála fyrsta bindis, ritar Gils Guðmundsson alþingisforseti itarlegan kafla um sögu sjómannafræðslunnar á tslandi. Gils er góður höfundur, gjörþekkir allt sem sjómennsku og sjómönnum við kemur, var t.d. um árabil rit- stjóri S jóm annablaðsins Vikingur, og hefur auk þess, sem p'bjóð er kunnugt, ritað mikiöum hafið ogsjómenn, sbr. Skútuöldina. Er mér til efs að heppilegri maður hefði fundist til þessa verks en Gils. Hann rekur siglingasöguna til landnáms svo að segja og segir frá aöferöum og möguleikum manna til forna, en dregur siðan saman fróöleik um sjómanna- fræðslu áður en Stýrimanna- skólinn tók til starfa. Er rit- gerðin hin fróðlegasta. Asgeir Jakobsson dregur bókmenntir daga. Þe^si kafli er ekki langur, en mjög fróðlegur. Bókinni lýkur siðan með nemendatali Stýrimanna- skólans, frá upphafi. Það mun hafa verið Guömundur H. Oddsson, skip- stjóri og fyrrum forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands tslands, sem var aðal- maöurinn, eða hvatamaðurinn að þvi að rit þetta var samiö og gefið út, og án þess aö draga af hlut annarra, þá vita þeir er til þekkja, að þar sem Guðmundur leggst á sveif, verða hlutirnir oftast aö veruleika, að ekki er staöiö við orðin tóm. Viö þetta er svo þvi aö bæta, að þetta er einkar fögur útgáfa, bókagerðarlega séð. Vel er frá bindunum þrem gengið, sem er nauðsynlegt, og þetta rit verður mörgum manninum kærkomiö, ekki aðeins sjómönnum og aðstandendum þeirra, heldur sem mikilsvert framlag i islenska persónusögu og mann- fræði, þvi bókin bætir þar úr brýnni þörf. Jónas Guðmundsson tmr- ■ SJÓKLÆÐAGERÐIN HF Skúlagötu 51 - Reykjavík - Síml 1-15-20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.