Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 24. mai 1979 15 Nýjung á vegum borgarinnar: Nýir mögu■ leikar á fríi og hvíld — fyrir aðstandendur þroskaheftra HEI — í gær efndi féiagsmálaráfi til kynningar á nýrri starfsemi á vegum Reykjavikurborgar. Er þab skam mtimadvöl fyrir þroskaheft börn á aldrinum 0-12 ára. Geröur Steinþórsdótdr, for- maöur félagsmáiaráös sagöi markmiöiö vera aö létta á heimil- um þessara barna og gefa aö- standendum þeirra möguleika á frii og hvild. Sagöi hún félagsmálaráö vona aö þessi kynning á starfseminni yröi til aö vekja athygli aöstand- enda þroskaheftra barna þannig aö sem flestir geti notfært sér hana. Meö vistunarbeiönir bæri aö snúa sér til fjölskyldudeildar féla gsmála sto fnunarinna r. Viö undirbúning þessa hefur veriö haft samráö viö Landssam- tökin Þroskahjálp og kappkostaö veröur aö hafa gott samstarf viö forsvarsmenn félaga sem sinna 11 ýtMjjÁ uSi ’&ifftíjái iévv-' V ; 1 Húsnæöi Uppeldisheimilisins viö Dalbraut er hlýlegt og heimilislegt. málefnum þroskaheftra og þær stofnanir sem annast þroskaheft börn. Þessi starfsemi veröur i Uppeldisstofnuninni viö Dal- braut, sem svo heitir eftir sam- einingu Upptökuheimilisins viö Dalbraut og Vöggustofu Thor- valdsensfélagsins viö Dyngjuveg. Þessar stofnanir voru ætlaöar 26 börnum samtals til skammtima dvalar og er Uppeldisstofnunin eftir sameininguna ætluö sama fjölda, þar af a.m.k. 6 þroskaheft- um. Aö sögn forstööumanns heimilisins kom fram aö þörfin fyrir vistrými á upptökuheimili er mjög misjöfn eftir árstimum, mest fyrstu mánuöi ársins, þannig aö gera má ráö fyrir aö rúm veröi fyrir fleiri þroskaheft börn t.d. yfir sumartimann. Heimiliö skiptist i tvær deildir 0-4 ára deild fyrir 10 börn og 4-12 ára deild fyrir 26 börn og skiptast þroskaheftu börnin á deildirnar eftir aldri. Aö sögn Geröar Stein- þórsdóttur hefur veriö leitast viö aö gera heimiliö þannig úr garöi aö sem minnstur stofnanabragur- inn væri enda er heimiliö hlýlegt og umhverfiö ákaflega skemmti- legt. Sú (ánægjulega) þróun hefur Timamynd Tryggvi oröiö aö mátthefur fækka rýmum á vistheimilum borgarinnar á þessum áratug. Astæöurnar eru margar m.a. tilkoma barnageö- deildar og annarra meöferöar- heimila t.d. Kjarvalshúss. Einnig aukin aöstoö viö fjölskyldur svo aö börn geti dvalist I heimahúsum og aukin áhersla á fóstur á einka- heimilum, sérstaklega er um langtimadvöl er aö i*æöa. Félagsmálastofnunin rekur einnig fjögur fjölskylduheimili fyrir 6-7 börn þar af eitt fyrir van- gefin börn. A þessum heimilum er yfirleitt um langtímadvöl aö ræöa. Vilmundur Gylfason: „Þjóðfélagið þróast í allt aðra átt” Reykjavik 23.5.1979. Ritstjóri og skólabróöir, Jón Sigurösson! A forsiöu Timans i dag er striösfyrirsögn: Fádæma of- stæki I garö bændastéttarinnar. Þar er greint frá úrslitum máia á Alþingi vegna hugmynda um 3,5 milljaröa ián , meö trygg- ingu skattgreiöenda, vegna bágs ástands i landbúnaöi. Samþykkt haföi veriö breytingartiilaga frá Sighvati Björgvinssyni, þar sem Itarlega Vilmundi fellur ekki viö þessa mynd. var fjallaö um vandann og tillögur geröar um lausn hans en hins vegar ekki tekin ákvörö- un um viöstööulausar greiöslur skattgreiöenda. En nóg um þaö A sömu forsíöu er birt mynd af okkur Geir Hallgrimssyni. Undir myndinni er texti þar sem segir, aö ekki sé nóg meö aö þeir sitji saman allan daginn, heldur gangi þeir einnig út saman. Hér er um aö ræöa aldeilis ótrúlega óheiðarlega blaöamennsku, en sem sennilega er byggö á þeirri meginreglu, aö stór hluti Is- lendinga séu og eigi aö vera þröngsýnir búrar sem lesa Tlm- ann einan blaöa. Það er veriö aö gefa i skyn aö viö Geir Hall- grimsson setjumst saman til þess aö gera samsæri gegn ákveðinni atvinnugrein i land- inu. Timinn hefur áöur reynt aö fara sllkar herferöir — en ég hélt aö reynslan heföi tekiö aö- standendur blaösins I skóla. Þaö rétta er aö á Alþingi draga menn um sæti. Ég dróst við hliðina á Geir Hallgrims- syni, sem er góöur sessunautur. Þar sem viö báöir sækjum þing- fundi reglulega, þá sitjum viö oft saman, eins og sjá má á • þeirri gömlu mynd, sem Timinn birtir i dag. En aö setja þessa staðreynd i eitthvert samhengi viö þaö aö viö skulum hafa sömu skoöanir á þvi, hvernig bregöast skuli við tilteknum vandamál- um landbúnaöarins.er auövital fyrir neðan allar hellur. Ég hefi sótt fundi um land all og þykist þekkja nokkuö hug bænda og annarra og hugmynd ir þeirra um það, hvernij bregðast skuli viö þessurr vandamálum og öörum. Þa) verður rætt betur á næstunni En þessari þröngsýnu o{ lágkúrulegu upplýsingamiölun sem byggist á þeirri gömli visku Stefáns G., aö „hálfsann leikur oftast er.óhrekjand lýgi”, veit ég aö æ fleiri lesend- ur Timans hafna. Gengi blaös ins undanfarin ár er til marks um þaö. Þetta eru áratuga gamlar aöferðir, sem hafa gengiö sér til húöar, svo sem undirtektir neytenda sýna. Bændum og öörum velunnur- um landbúnaöar er ekki greiöi geröur meö upplýsingafölsun um um umræöur og skoöana- skipti á Alþingi, I máli eöa i myndum. Þjóðfélagið er aö þró- ast I allt aöra átt. Vilmundur Gylfason Athugasemd ritstjóra Hvað sem um Vilmund vin vorn veröur sagt, þá er hann þó viðkvæmur. En skyldi nú þetta bréf hans ekki þykja koma úr höröustu átt? Ojæjæ. Jón Sigurðsson Fögnuður á tónleikum karlakórsins Stefnis í Mosfellssveit Karlakórinn Stefnir I Mos- fellssveit hefur nýlega haldiö nokkra hljómleika, ávallt fyrir fullu húsi og viö hinar bestu undirtektir hlustenda. Einsöng- vari meö kórnum var Friöbjörn G. Jónsson óperusöngvari. Einnig hefur Lárus Sveinsson txompetleikariunniöágættstarf meö kórnum. Karlakórinn Stefnir hefur nú starfað I fjögur árog tekiö stórstigum framför- um á þeim tfma enda hefur kór- inn ágætum söngmönnum á aö skipa. Þar eru menn mjög sam- huga um aö ná besta árangri sem völ er á. Grimur Grimsson raftækni- fræðingur er formaöur kórsins, og hefur unnið gott starf á sin- um vettvangi. Heybindivélar á vetrarverðum áætlaö kr. 2.077.000,- Takmarkaður fjö/di véla Sendið pantanir strax f= SÍMI 81500-ARMÚLA11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.