Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 24. mal 1979 Skiltagerðin ÁS auglýsir nafnnælur fyrir starfsfólk sjúkrahúsa og annarra stofnana, einnig skilti i mörgum gerðum, svo og krossaskilti og plötur á leiði úr plasti og áli Skiltagerðin Ás Skólavörðustig 18 simi 12779 Lionsklúbburinn Muninn, Kópavogi gengst fyrir árlegri moldarsölu þann 26. og 27. mai. Ágóði af sölu rennur til Kópavogshælis og skáta. Pantanir teknar i simum 40390 — 41038—41489 —76139 og 44731 eftir kl. 5 Húsgrunnur til sölu Húsgrunnur við Aðalstræti á Patreksfirði, svonefndur Efnalaugargrunnur er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Skrifleg tilboð óskast send til Hraðírysti- húss Patreksfjarðar hf, Patreksfirði, fyrir 1. júni 1979. Tilboðið verða opnuð föstudaginn 1. júni 1979. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. Almennur félagsfundur verður haldinn i Hundaræktarfélagi ís- lands á Hótel Loftleiðum 1. júni n.k. kl. 21. Fundarefni: Aðild að alþjóðasamtökum hundaræktunarfélaga, F.C.I. Stjórnin Skaftfellingafélagið í Reykjavík heldur dansleik i Félagsheimili Sel- tjarnarness laugardaginn 26. mai kl. 21.00. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur fyrir dansi. Skaftfellingafélagið. ÚTBOÐ Blikksmiðjan Vogur h.f. býður hér með út uppsteypu, grunnlagnir, einangrun og múrverk á fyrstu hæð nýbyggingar að Auðbrekku 65 i Kópavogi sv o og stoðvegg á sama stað. Stærð hússins er 4226 rúm- metrar. Grafið hefur verið fyrir húsi og stoðvegg. Útboðsgögn eru til sýnis hjá Almennu verkfræðistofunni hf. Fellsmúla 26, Reykjavik og verða þar afhent væntanleg- um bjóðendum gegn 25.000.- kr. skila- tryggingu. Tilboði skal skilað eigi siðar en kl. 11 miðvikudaginn 6. júni 1979 til Almennu verkfræðistofunnar hf. og verða tilboðin opnuð þar kl. 11 sama dag. Almenna verkfræðistofan hf. Erfiður rekstur KASK þrátt fyrir stóraukin umsvif HH/GP — Aöalfundur Kaupfé- lags Austur-Skaftfellinga var ný- lega haldinn. Auk 25 kjörinna fuil- trúa sátu fundinn stjórn félagsins, framkvæmdastjóri, starfsmenn og nokkrir gestir. 1 skýrslu stjórnar formanns og framkvæmdastjóra félagsins kom fram aö umsvif þess jukust á flestum sviöum á liðnu ári. Þannig var heildarvelta þess kr. 5.834 milljónir og haföi hækkaö um 60.5% frá árinu 1977. Innvegiö hráefni til fiskvinnslu var sam- tals 12.540 tonn og hefur þaö aldrei oröið meira I sögu félags- ins. Einnig varð aukning i öllum framleiðslugreinum land- búnaöarins en þó mest I sam- bandi viö kartöflurækt sem um þaö bil þrefaldaðist á liönu ári miöaö við þaö sem var 1977. Heildarlaunagreiðslur félagsins námu kr. 916 milljónum til rúm- lega 1000 einstaklinga en aö meðaltali störfuöu hjá félaginu um 330 manns á slðastliðnu ári. Þrátt fyrir aukin umsvif á flest- um sviðum var rekstur félagsins á liðnu ári mjög erfiöur og rekstrarhalli kr. 197.8 milljónir þegar eignir höföu veriö af- skrifaöar um tæpar 80 milljónir króna. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur námu kr. 431 milljón og höföu vaxtagjöldin meira en tvöfaldast frá árinu 1977. Fram kom á fundinum, aö orsaka þessa rekstrarhalla má einkum rekja til fiskvinnslu félagsins, aöallega saltfisk og skreiöarverkun. en svo sem kunnugt er voru markaösað- stæöur á saltfiskmörkuðum, sér- staklega i Portúgal, mjög erfiðar á s.l. ári og fóru afskipanir á fiski þangaö ekki fram að neinu marki fyrr en komiö var fram á haust 1978. Þrátt fyrir óhagstæðan rekstur og slæma lausafjárstööu stendur efnahagur félagsins traustum fótum. Formaður félagsins, Öskar Helgason Höfn, og Rafn Eiriks- son, Sunnuhvoli, ^Nesjahreppi höfðu lokiö kjörtima sinum I stjórn þess og gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. 1 þeirra staö voru kjörnir þeir Birnir Bjarnason héraösdýralæknir Höfn, og er hann formaður, og Þrúðmar Sig- urösson, Miöfelli, Nesjahreppi. (Jr letkritinu Orustan á Hálogalandi. Lelkfélagið Skrugga, Króksfjaröarnesi Orustan á Háloga landi frumsýnd fyrir skömmu Leikfélagið Skrugga frum- sýndi fyrir skömmu I Voealandi Króksfjarðarnesi, skopleikinn Orustan á Hálogalandi eftir Schuarts o.fl. Leikstjóri er Guð- rlður Lilly Guðjónsdóttir. Leik- endur sem eru 10 talsins eru þessir: Þórarinn Sveinsson, Margrét Agústsdóttir, Daniel Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir. Smári Baldvinsson, Sæbjörg Jónsdóttir, Hafliöi ólafsson, Halldóra Magnúsdóttir, Magnús Kristjánsson, ólöf Snorradóttir. Sýningar i Vogalandi voru tvær aö þessu sinni en flyrirhug- aö er aö fara meö leikritiö I leik- ferð I næstu sýslur þegar mestu önnum vegna sauöburðar lýkur. (fréttatilk.) Afmælisrit Ólafs Hanssonar prófessors Á komandi hausti verður Bergsteinn Jónsson, Einar Lax- Ólafur Hansson prófessor sjö- ness og Heimir Þorleifsson, en tugur. Af þvi tilefni hafa Sagn- útgefandi veröur Sögufélag. fræðistofnun Háskóla islands, Þeir, sem óska eftir að gerast Sagnfræöingafélagiö og Sögu- áskrifendur aö afmælisritinu, sjóður Menntaskólans I Reykja- en þvl fylgir skráning nafns á vik ákveöiö að beita sér fyrir út- heillaóskalista (tabula gratula- gáfu afmælisrits honum til heiö- toria), eru beðnir aö snúa sér urs. fyrir 15. júni n.k. til afgreiöslu I ritinu veröur stutt æviágrip Sögufélags aö Garöastræti 13b, Ólafs Hanssonar og skrá um rit- gengiö inn frá Fischersundi, verk hans, en aðalefni þess eru opiö virka daga kl. 14-18, simi ritgeröir eftir 25 fræöimenn, 14620. samstarfsmenn hans og nem- Ritiö mun kosta kr. 9000.- og endur, sem rita um hin ýmsu verður væntanlega sent til áhugasviö ólafs. Ritnefnd skipa ákrifenda I september. Arsrit Sögufélags ísfirðinga 1979 er komið út Kominn er Ut 22. árgangur Arsrits Sögufélags tsfirðinga, — hefti ársins 1979. Að þessu sinni er á forsiðu litmynd, tekin úr lofti af Grunnavik og nágrenni. Myndina tók Jóhann Gunnar Ólafsson. Aðalgrein þessa heftis er um Grunnavik á siömiööldum, eftir Steingri'm Jónsson, þar sem raktar eru elstu heimildir um byggð þar. Einnig hefur Stein- grimur tekiö saman skrá um verkefni viö háskólapróf, er taka til vestfirsks efnis. 1 þessu hefti lýkur nú grein Lýös B. Björnssonar um salt- vinnslu og saltverkiö I Reykja- nesi. Ólafur Þ. Kristjánsson skrifar greinar um fjölbreytileg eflii, svo sem: Litið undir handarkrika viðauka viö þátt Ólafs Guömundssonar, ætt Björnssona I Skálavik, vinnu- brögö i Holtaseli og um tvær konur er kusu I hreppsnefnd 1874. Grein er um Jón i Breiða- ! dal og Ingibjörgu eftir Eyjólf Jónsson. Guðmundur Bern- ' harössson birtir i heftinu litla sögu af Ingjaldssandi og Gunn- ar Guömundsson frá Hofi segir ágrip af sögu Búnaöarfélags Þingeyrarhrepps. Ýmsar fleiri greinar og meiri fróöleikur er I þessu hefti, eöa alls 24 greinar og fróöleiksmol- ar. Nokkuöeraf myndum Iritinu, og þar á meöal fjórar slöur lit- prentaðar. Aðalfundur Borgarfjarðardeildar Neytendasamtakanna Aöalfundur Borgarfjarðar- deildar Neytendasamtakanna verður haldinn laugardaginn 10. þessa mánaðar kl. 14 I Snorra- búö, ogi frétt frá deildinni segir að mikil aðsókn sé nú að aðild, ená félagsskrá eru l52ogþar af 50 utan Borgarness. Nú er ljóst aö deildin mun fá 100 þúsund króna styrk frá Borgarneshreppi á árinu og færir deildin hreppsnefnd þakk- ir fyrir þessa hvatningu. A aðalfundinum er stjórn deildarinnar meö ýmsar hug- myndir uppi til aö stórauka starfiö meö aukinni þátttöku fleiri félaga. Eru allir, sem á- huga hafa á að starfa innan deildarinnar beönir aö hafa samband viö stjórnina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.