Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 24. mai 1979 iHiiœ Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón SigurOsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SiOumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaOamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. VerO i iausasölu kr. 150.00. Áskriftargjald kl. 3.000.00 — á mánuOi. Blaöaprent Erlent yfirlit Heimsókn Castros til Mexíkó vekur umtal Nú geta bændur þekkt íhaldið betur Einn óvenjulegasti atburður þingsögunnar gerð- ist á Alþingi i fyrradag. Það hefur gerzt afar sjald- an, að þingmenn hafi gengið af fundi i mótmæla- skyni og reynt að hindra afgreiðslu mála á þann hátt. Segja má, að skapazt hafi um það óskráð lög, að beita ekki slikum vinnubrögðum, nema viðkom- andi þingmenn telji, að þingið sé að fremja ein- hverja stórkostlega óhæfu, sem beita þurfi örþrifaráðum til að koma i veg fyrir Fyrir útgöngu þingmanna Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins á fundi neðri deildar Alþingis i fyrradag, er ekki hægt að finna nein slik rök. For- seti deildarinnar, Ingvar Gislason, hafði farið nákvæmlega eftir þingsköpum við atkvæðagreiðslu um þær tillögur, sem lágu fyrir við frumvarpið um breytingu á framleiðsluráðslögunum. Það var þvi ekki annað en yfirvarp að verið væri að mótmæla fundarstjórn hans. Ástæða útgöngunnar var sú ein, að búið var að samþykkja tillögu frá Stefáni Valgeirssyni, Lúðvik Jósepssyni, Finni Torfa Stefánssyni og Þórarni Sigurjónssyni þess efnis, að rikisstjórninni væri heimilað að ábyrgjast allt að þriggja milljarða króna lán, er Framleiðsluráð tæki til framkvæmda á tillögum, sem sex manna nefnd gerði vegna vandkvæða, sem sköpuðust vegna umfram framleiðslu. Það skilyrði skyldi fylgja ábyrgð rikisins að „ráðstöfun fjárins gengi fyrst og fremst til að tryggja hag efnaminni bænda og þeirra, sem hafa meðalbú eða minni.” Rökin fyrir þessari lántökuheimild eru þau, að fyrirsjáanlegt er vegna samdráttar bústofnsins, m.a. af völdum harðindanna, að umframfram- leiðslan verður meiri en ella á þessu ári og núgild- andi heimildir til útflutningsbóta munu þvi ekki nægja. Hins vegar má gera ráð fyrir, að mikið dragi úr umframframleiðslu á næstu árum og jafnvel að hún hverfi að mestu. Þá mundu skaþast mögu- leikar fyrir Framleiðsluráð til endurgreiðslu á láninu. Þingflokkur Alþýðuflokksins að tveimur þing- mönnum undanskildum, Finni Torfa Stefánssyni og Gunnlaugi Stefánssyni þoldu ekki að bændum væri veitt þessi fyrirgreiðsla og kemur það ekki á óvart eftir þá miklu óvild, sem Alþýðuflokkurinn hefur sýnt landbúnaðinum siðustu árin. Hins vegar mun bændastéttinni koma það á óvart, eftir allan fagur- gala Sjálfstæðisflokksins i garð hennar, að allir þingmenn hans i neðri deild, að tveim undanskild- um, skyldu greiða atkvæði gegn lánsheimildinni og ganga siðan út i slóð Alþýðuflokksmanna til að mótmæla henni. Með þessari afstöðu hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins sýnt hina raunveru- legu afstöðu sina til bændastéttarinnar og þá breyt- ingu, sem hefur orðið á afstöðu þeirra við fylgisvöxt Alþýðuflokksins. Samkeppni við Alþýðuflokkinn hefur haft þau áhrif, að nær allir þingmenn flokks- ins fylgja Vilmundi Gylfasyni og Sighvati Björg- vinssyni út úr þingsalnum eins og trygg húsdýr. Af þessu má bezt ráða hver landbúnaðarstefnan yrði, ef ný „viðreisnarstjóm” kæmi hér til valda. Það er ekki ofsagt hjá Steingrimi Hermannssyni landbúnaðarráðherra, að útgöngumenn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa gengið hér fram af sliku ofstæki I garð bændastéttarinnar að furðu sætir. Bændur væru minni menn, ef þeir minntust þess ekki, þótt siðar verði og sama gildir um alla þá, sem gera sér ljósa nauðsyn þess, að bændastéttin fái stuðning til að sigrast á náttúru- harðindunum og að áfram dafni lifvænlegur land- búnaður á íslandi. Þ.Þ. Kallar hann heim hermennina frá Afríku? Castro á blaOamannafundi i Mexikó I BANDARISKUM blööum hefurveriörættallmikiö slöustu dagana um skyndiheimsókn Fidels Castro til Mexikó 17.-18. þ.m., en hún stóö i aöeins 30 klukkustundir. Þann tima not- uöu bæöi Castro og Lopez Portillo vel til áróöurs fyrir sig, þó ekki sizt Castro. Castro kom til Mexikó i boöi Lopez Portillo forseta. Hann heimsótti þó ekki sjálfa höfuö- borgina, enda heföi þaö af ýms- um ástæöum getaö oröiö áhættusamt fyrirtæki. Lopez Portillo tók á móti honum i Cazumel og þar fóru viöræöur þeirra fram. Litiö hefur veriö sagt frá þeim, en sennilegt þyk- ir, aö þær hafi m.a. snúizt um fýrirhugaöan fund óháöra rikja, sem ætlunin er aö halda I Havana I september næstkom- andi. Ýms óháö riki hafa haft viö orö aö mæta þar ekki.m.a. viss Afrikuríki. A þann hátt vilja þau mótmæla hernaöar- legri ihlutun Kúbumanna i Af- riku. Sá orörómur hefur þvl komizt á kreik aö Castro vilji gjarnan vera búinn aö kveöja heim þær herdeildir Kúbu- manna sem enn dvelja i Afriku, áöur en fundurinn hefst. Þaö getur þó oröiö honum óhægt I Angola, þvi aö uppreisnarmenn láta þar enn viöa til sin taka. Vafalitiö þykir, aö Castro hafi' fariö þess á leit viö Lopez Por- tillo, aö Mexikógeröisitt til þess aö þátttaka i fundinum yröi sem mest, en Mexikó nýtur mikils álits i' hópi óháöu rikjanna. í sambandi viö heimsókn Castros hefur þaö veriö rifjaö upp,aö hann undirbjó uppreisn sina gegn Batista, þáv. ein- ræöisherra á Kúbu, i Mexikó og hélt þaöan fáliöaöur til Kúbu i nóvember 1956 til aö hefja skæruhernaö á Kúbu. Þremur árum siöar haföi Batista veriö hrakinn frá völdum. Astæöan til þessvar m.a. sú,aö Bandarikja- stjórn taldi stjórn hans oröna svo spillta,aö hún vildi ekki lengur styöja hann. Óbeint hjálpaöi hún Castro til valda og sýndi honum 1 fyrstu margs konar viröingu. M.a. var hann þá gestur Eisénhowers i Hvita húsinu. Þaö er ekki i fyrsta sinn sem CIA hefur missýnst og Bandarikin hafa þvi keypt kött- inn i sekknum. ÞAÐ sýnir breytta afstööu til Castro i latnesku Ameriku, aö Lopez Portillo skuli bjóöa hon- um heim. Aö visu hefur Mexikó þá sérstööu aö vera eina rlki lat- riesku Ameriku^em aldrei hefur slitiö stjórnmálasambandi viö Kúbu. Heimboöiö þurfti þvi ekki aö vera óeölilegt. En Lopez Portillo gekk þó vafalaust mest til aö hann taldi þaö styrkja stööu sina. Heimboöiö mæltist vel fyrir meöal vinstri manna og þótti vottur þess aö Lopez Portillo léti ekki Bandarikin ráöa utanrikisstefnu Mexikó. Raunar er þaö ekki nýtt, aö for- setar Mexikó reyni aö sanna sjálfstæöi sitt meö þvi aö hafa aöraafstööu tilýmissa alþjóöa- máia en Bandarikin. Bandarik- in hafa skiliö þessa afstööu og sætt sig viö hana eins og Sovét- rikin hafa sætt sig viö vissa sér- stööu Rúmeniu. Bandariskum fjölmiölum hefur hins vegar þótt nóg um, hvernigLopez Portillo ávarpaöi Castro. Hann likti honum viö frelsishetju ogtaldihann einn af helztu sögupersónum þessarar aldar. Hann sagöi einnig, aö Castro væri ekki aöeins leiö- sögumaöur og stjórnandi, heldur værihann oröinn lifandi stofnun. Castro gat ekki fariö hliöstæöum oröum um Portillo. en hældi Mexikóstjórn mikiö fyrir sjálfstæöi hennar. CASTRO gat ekki látiö hjá liöa aö vlkja nokkrum oröum aö Bandarikjunum, bæöi i ræöum og á blaöamannafundi. Hann sagöist ekki vera kominn til aö snikja gas og oliu og mun hann þar hafa átt viö heimsókn Carters til Mexikó I febrúar siöastl.Hann hældi Mexikóstjórn fyrir aö takmarka oliufram- leiösluna og selja Bandarikjun- um þvi minna magn en ella. Hann hvaö meöferö Bandarikj- anna á innflytjendum frá Mexikó vera brot á mannrétt- indum. Hann lét i ljós von um bætta sambúö viö Bandarikin, en áöur þyrftu þau þó aö aflétta viöskiptabanninu af Kúbu. Castro neitaöi þvi, aö hann heföi haft einhver afskipti af borgarastyrjöldinni i Nicaragua. Þess þyrfti ekki heldur meö.þvi aö einræöisherrann þar myndi brátt enda i ruslatunnu sögunn- ar. Sama gilti um einræöisherr- ann i E1 Salvador. Slöan Castro kom til valda 1959 hefur hann aöeins heimsótt eitt riki i latnesku Amerlku.eöa Chile 1973. Heimsókn hans til Mexikó nú, kann aö vera undan- fari þess, aö Kúba fái aöild aö samtökum rikjanna i latnesku Ameriku. Sennilega veröur þaö þó ekki meöan Kúbumenn hafa herliö i Afriku. Þ.Þ. Castro og Lopez Portillo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.