Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 24. mai 1979 Skólaslit Tónlistarskólans Skagafjaröarsýslu The National Gallery of Art og I Phillips safninu i Washington D.C. að ótöldum háskólakon- sertum. Er hann hlaut Martha Barid Rockefeller tónlistar- verðlaunin, hélt hann i fyrstu tónleikaför sina til Evrópu og hefur siðan fariö til Evrópu á ári hverju. Þar á meðal má nefna hljómleikaför hans um Spán með Tékknesku Fllharmóníu- hljómsveitinni og fjölda tón- leika i Prag og hljómleika með Liverpool Filharmoniunni. Búa á Florida Þannig verður ljóst að litil kyrrstaða er i lffi listamanna á borð viðLeonidas Lipovetsky en auk þess sem hér hefur verið talið hefur leið hans legið á hljómleikaferðum um gjörvöll Bandarikin, Kanada, og Mið- og Suður-Amerfku. Nýlega lék hanninn á segulband fimm upp- tökur fyrir Argentinska Ut- varpiö og á efnisskránni þetta árið hafa veriö allar sónötur Mozarts og 32 sónötur Beet- hovens svo nóg er viö timann að gera. Astriður og Lipovetsky biia i Tallahassee sem er rikishöfuð- borg Florida og láta þau vel af dvölinni þar.en Astriður segir að þar sé jafnan margt um ls- lendinga bæði i námi og eins bii- setta þar. Hún fer að vonum ekki varhluta af ferðalögum manns sins enda fer hún oft með honum i hljómleikaferðir hans. Þau hafa farið til Spánar á ári hverju frá 1971 einkum til Barcelona, en tónleikar manns hennarfrá 1969 eru meira en 100 talsins. Kynntust á Florida Astriður þekkti mannsefni sitt ekki þegar hann kom hér fyrst 1969 sem fyrrsegir, heldur uröu kynni þeirra á Florida árið 1972 þegar hún fór þangaö til þess að heimsækja systur sina Stefaniu sem var þá við nám i félagsráö- gjöf þar vestra. Þau giftust 1975 og eiga tvö börn. Astriður er hjúkrunar- fræðingur og hún segir okkur að hún hafi ekki unniö mikið sem slik á Florida aðeins þann tfma sem til þarf, svo hún glati ekki réttindum sfnum. Siðast kom un iall Leonidas inu hans, hún hingað með manni sinum 1977. Systkinin eru þrjú en þær systur eiga einn bróður, sem einnig er I heilbrigðisþjónustu- stétt, Jakob Úlfarsson lækni á Eskifirði. Hlakkar til að leika fyrir islenska áheyr- endur Lipovetsky sagöi að af fyrri kynnum við land og þjóð þá hlakkaöi hann til aö leika fyrir islenska áheyrendur en kynni sin af Islendingum og Sinfóniu- hljómsveitinni væru mjög góö og hann bjóst við aö hér væri óvenju marga vel mennta og smekkvisa tónlistarvini að finna. Kvaðst hann vonast til að þetta yrðifyrsta skipti af mörg- um sem hann ætti eftir að leika á íslandi. 150 nemendur úr flestum héruðum Skagafjarðarsýslu stunduðu nám við skólann s.l. vetur AS/Mælifelli 14.5 — Tónlistar- skóla Skagafjarðarsýslu var slitiðvið hátiðlega athöfn 1 Mið- garði I Varmahlfð s.l. sunnudag. Fjöldi nemenda skólans viða að úr héraðinu kom fram á nem- endatónleikum. Lácu s umir nemendanna á git- ara og blokkflautur, margir á pianóog þrir á orgel við góðar undirtektir samkomugesta. 1 skólaslátaræöu Ingimars Páls sonar skólastjóra kom fram m.a. að 150 nemendur voru I skólanum s.l. ár úr nær öllum hreppum sýslunnar og er það mjög hátt hlutfall, e.t.v. það hæsta á öllu landinu. Kennarar ásamt Ingimar eru Anna Jóns- dóttir Mýrarkoti og kenna þau aðallega í héraðinu austan- veröu, Þórhildur og Einar Schwaiger, hjón frá Nor- egi sem búsett eru I Varmahlið ogkennaþau vestan vatna, á- samt Margréti Jónsdóttur skólastjóra á Löngumýri, sem hefur ávallt stutt tónlistarskól- ann með ráðum og dáö og tók hún að sér töluveröa stunda- kennslu á þessum vetri. Fyrir hönd skólans þakkaði Margrét skólastjóranum og kennurunum fyrir vetrarstarfið, sem var mikið og margþætt. Norsku hjónunum voru faa-ðar sérstak- ar þakkir og þeim árnaö góðrar ferðar til heimalandsins þar sem þau munu dvelja i sumar, ráðin I.aö koma aftur aö hausti. Tónlistarskólinn hefur starfað I þrjá vetur við mikla aösókn. Góöan ogalmennan árangur má rekja til hæfra og áhugasamra kennara, sem leggja á sig mikil ogerfiö feröalögtil kennslunnar á hinum ýmsu skólasetrum I sýslunni. Skilning ogundirtektir sveitarstjórna við skólann ber og að að þakka sérstaklega, en sveitarsjóðirnir leggja til mik- iö rekstrarfé. Sjáumst í Lúx í sumar. FLUGFÉLAG IOFTLEIDIR ISLA/VDS ys og þys stórborg- arinnar eða kyrrð og friðsæld sveitahérað- anna - þáfinnur þú hvort tveggja í Luxemborg, þessu litla landi sem liggur í hjarta Evrópu. Næstu nágrannar eru Frakkland Þýskaland og Belgía - og fjær Holland- Sviss og Ítalía. Því er það að margir helstu sögustaðir Evrópu eru innan seilingar. Til dæmis er stutt á vígaslóðír tveggja heimstyrjalda Verdun og Ardennafjöll. Ef þú ferðast til Luxemborgar, þá ferð þú í sumarfrí á eigin spýtur - ræður ferðinni sjálfur - slakar á og sleikir sólskinið og skoðar þig um á söguslóðum. Sumarfrí í Luxemborg er hvort tveggja í senn einstæð skemmtun og upplifun sögulegra atburða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.