Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 10
10 llií'líii Fimmtudagur 24. mai 1979 SS — A mynd þessari, sem tekin var i gær, gengur forseti Islands, Kristján Gldjárn, i ræðustól Alþingis til að slfta 100. löggjafarþingi þjóðarinnar. 1 vetur voru lögð fram 92 stjórnarfrumvörp. Af þeim fengust 61 samþykkt, 3 var vísaö til rikisstjórnarinnar, 3 voru afgreidd með rökstuddri dagskrá og 25 voru ekki átrædd. Af 80 þingmannafrumvörp- um voru 21 samþykkt, 1 fellt, 3 visað til rikisstjórnarinnar og 55 ekki útrædd. 102 þingsályktunartillögur voru bornar fram i þinginu og voru 29 þeirra samþykktar sem ályktanir Alþingis. 7 þingsályktunartillögum var visað til rfkisstjórnarinnar, 1 var afgreidd með rökstuddri dagskrá og 65 voru ekki útræddar. Samtals voru 319 mál til meöferðar i bineinu oe bineskiöl alis 900. Samtals voru haldnir 325 þingfundir: 101 f neöri deild, 119 i efri deild og 105 I sameinuðu þingi. Tfmamynd-Róbert. Sérstakar þakkir færi ég sam- þingmönnum minum i Fram- sóknarflokknum fyrir mjög gott og ánægjulegt samstarf á þessu þingi.” Þorgrimur Starri Björgvins- son Til þeirra tveggja þing- manna Alþýðubandalagsins sem felldu með bjásetu sinni tillögu landbúnaðarráðherra um fyrirgreiðslu til bænda svo þeir mættu fullu kaupi halda: Hér með býö ég ykkur i heimsókn hingað norður og skora á ykkur að þiggja það heimboð þegar i stað. t»á gætuð þið með eigin augum séð við hvað bændur hafa að striöa I dag, og hvort senni- legt sé að þeir séu slikur há- launahópar að nauösyn sé að setja þak á laun þeirra um- fram þaö sem algjört vetrar- riki og óslitið fram til þess dags kann að setja. Vona að ég geti slegiö vixil til að greiða fargjaldiö ykkar svo það þurfi ekki að standa i vegi fyrir ykkar hingaö- komu. StarriIGarði. Kveöjan sem Stefán Jasonarson vitnaði i, en hún birtist I Þjóövilj- anum I gær. Stefán Jasonarson: Nú vita menn afstöðu þingmanna til bænda — hverjir standa með þeim og hverjir á móti þegar á reynir HEI — „Okkur finnst talsvert þessar köldu kveöjur til fólksins á hastarlegt að Alþingi skuii senda Heimboð landsbyggðinni svona i lok þing- haldsins, meðan harðindin eru að gera öllum lifið leitt. Varla þarf að lýsa þeim erfiðleikum bæði andlegum og likamlegum, fyrir neinum, sem þau valda”. Þetta sagði Stefán Jasonarson I Vorsa- bæ i gær, þegarhann var spurður álits á afgreiðslu Alþingis á tillög- unni um rikisábyrgð á láni til Framleiðsluráös. „Ég vil gjarnan taka undir kveðjurnar sem kollegi minn Starri I Garði sendi þeim þing- mönnum sem felldu frumvarpiö I Þjóöviljanum I dag. Hún lýsir vel hvernig mönnum er I skapi nú I harðindunum, þótt að visu sé tiðin þolanleg hjá okkur Sunnlending- um miðað við fréttirnar að norð- an. En áreiðanlega er mörgu bú- andfólki þungt I skapi út I þá þingmenn, sem með afstööu sinni stuðla aö enn aukinni tekjurýrnun bænda, I viöbót við þá sem af tlð- arfarinu leiðir. Það hlýtur t.d. að vera sveitafólki á Suöurlandi lær- dómsrlkt aö vita hverjir af þing- mönnum kjördæmisins standa með þvl og hverjir á móti þvl, þegar á reynir. Gunnar Guðbjartsson komst einhvern veginn þannig að orði I Morgunpóstinum I morgun, aö nóg væri til af pokum I landinu, svo kannski væri rétt aö endur- vekja gömlu aðferðina sem Jón Gerreksson var beittur við þessa þingmenn. En þá geta þeir að sjálfsögðu ekki heimsótt hann Starra I Garði.” Eitt hið sérstæð- asta þing sem ég Halldór E. Sigurðsson: hef setið SS — „Þetta þing tel ég eitt hið sérstæðasta sem ég hefi setið. Það er að visu ekkert undarlegt með tilliti til þess, að aldrei áður hafa komið inn eins margir nýliðar og i vet- ur, eða um 25% þing- manna,” sagði Halldór E. Sigurðsson for- maður þingflokks Framsónarflokksins i viðtali við Timann eftir þingslit i gær. „Þetta þing hefur eins og önn- ur fengið mörg og erfiö málefni til úrlausnar og tekist að leysa þau á margvislegan hátt. Án efa eru mörg þeirra til farsældar fyrir þjóðina. Ég er yfirleitt bjartsýnn og trúi á mannfólkið og kosti þess. Ég er sannfærður um það, aö þegar ég kem til þingstarfa I haust, þá verði margt á annan veg en nú I vetur. M.a. fari unga fólkið þá að tileinka sér þing- störf meö allt öörum hætti en veriö hefur og með öðru við- horfi, en þaö hafði til þessara þýðingarmiklu starfa, er þaö kom I haust. Að mínu mati á það eftir að sýna sig, að úr þessum hópi munu koma hinir nýtustu þing- menn, eins og jafnan áður.” Aö lokum sagði Halldór E. Sigurðsson: „Ég yfirgef þetta þing eins og önnur, sem ég hef setiö, meö virðingu fyrir þessari stofnun og sáttur við samstarfsmenn mlna hér, sem og áður á minni þing- mannsævi. LJÓSMÆÐUR 6EFA ÚT STÉTTARTAL Félag þeirra er nú 60 ára AM — Ljósmæðrafélags Islands hélt hátiðlegt 60 ára afmæli sitt jafnframt aðalfundi 1979 að Hótel Esju 2. mal sl. Við ræddum þvl I gær viö Steinunni Finnbogadótt- ur, formann félagsins. Steinunn sagði að segja mætti að ýmsir aöilar hefðu viljaö llta svo á sem hlutverk ljósmæðranna væri nú að verða utangarðs og að vettvangur þeirra heföi æ meir færst inn undir verkefnahring annarra heilbrigöishópa svo sem lækna og hjúkrunarfólks. 1 þvl sambandi taldi hún rétt aö benda á aö ýmis viðhorf og tlska hefði komiö og farið I málefnum heil- brigöisþjónustu og það sem þokað hefði um skeiö hefði oft með reynslunni komiö fram I sjónar- sviðið aö nýju, þegar menn hefðu áttað sig á hlutunum. Þannig hefðu ljósmæöur einnig með starfi slnu og félagssamtökum ætlð leitast viö að vera svo vel I stakk búnar sem kostur væri til aö gegna skyldum sinum og bæru engan kvlðboga fyrir framtlö og hlutverki stéttar sinnar. Steinunn sagöi aö I tilefni af af- mælinu hefði veriö ákveðið að minnast ljósmæðra á fyrri tlð, sem að atgervi og dugnaöi hefðu verið langt ofan viö meðallag. Þvl er nú að koma á markaö I haust bókin „Ljósmæður á íslandi”, sem er stéttartal ljósmæöra frá 1761-1978 og 68 ára saga félagsins en þaö er stofnaö 2. mal 1919 og var aöalhvatamaöur og fyrsti for- maöur þess Þurlður Bárðardótt- ir. 1 nokkur ár hefur félagiö unniö markvisst að útgáfu stéttartalsins en grundvöllinn að þvl lagði Haraldur Pétursson fræðimaður (fyrrverandi safnhúsvöröur), er hann gaf Ljósmæðrafélagi ís- lands mikið safn heimilda um ljósmæður um tveggja alda skeið. Bakviö þetta safn liggur ómælan- leg vinna. Sá höföingsskapur og viröing sem Haraldur Pétursson hefur sýnt ljósmæörastéttinni meö því aö færa Ljósmæörafélagi tslands þetta mikla safn að gjöf er án efa algjört einsdæmi. 'A af- mælishátiöinni var Haraldur Pétursson gerður að heiöurs- félaga Ljósmæðrafélags tslands en sakir lasleika Haraldar veitti sonardóttir hans Sigrlður Péturs- dóttir heiðursskjalinu móttöku. Fjórar Ijósmæður voru geröar heiðursfélagar á afmælisfundin- um. Fundurinn var fjölmennur og fundarstjóri var Valgerður Guð- mundsdóttir frá Dalvlk. Núver- andi stjórn Ljósmæðrafélags Is- lands er þannig skipuö: Steinunn Finnbogadóttir, formaöur, Dóra Sigfúsdóttir, varaformaöur, Hulda Þórarinsdóttir Margrét Sigurbjörg Guðmundsdóttir, rit- Sigmundsdóttir og Sólveig ari Anna Astþórsdóttir, gjaldkeri. Matthlasdóttir. Heiðursfélagar Ljósmæðrafélags Islands. Frá vinstri: Þórdls ólafsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Margrét M. Þorsteinsdóttir, Pálmi Guðmundsson sem tók við skjaiinu fyrir móðúr sina Jensinu ólafs- dóttur og Sigriöur Pétursdóttir sem tók við þvl fyrir afa sinn Harald Pétursson fræðimann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.