Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.05.1979, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 24. mai 1979 Berti Vogts, fyrirliði „Glad- bach” og fyrirliði v-þýska lands- liðsins I siðustu HM-keppni, sem hefur ákveðið aö leggja skóna á hilluna, kvaddi þvi með að stýra liöi sinu til sigurs I Evrópukeppn- inni — hann lék kveðjuleik sinn i gærkvöldi. Það var danski knattspyrnu snillingurinn Allan Simonsen, sem leikur með Barcelona næsta vetur, sem skoraði sigurmark „Gladbach” á 18. min. leiksins — úr vitaspyrnu við mikinn fögnuö hinna 45 þús. áhorfenda. • Hér sjást 6 af landsliðsmönnunum sem léku gegn Svisslendingum I Bern — Marteinn Geirsson, Pétur Pétursson, Asgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen — þeir leika ekki með gegn V-Þjóðverjum, Arni Sveinsson og Ottó Guömundsson, sem lék sinn fyrsta landsleik I Bern einsogArnór. (Tlmamynd: Sigmundur) jöfnu á Wembley... John Toshack og félagar hans i velska landsliðinu tryggöu sér jafntefli 0:0 gegn Englending- um á Wembley I gærkvöldi i bresku meistarakeppninni. 70.220 áhorfendur sáu leikinn. Tveir nýliöar léku meö enska landsliöinu — þeir Laurie Cunn- ingham hjá VV.B.A. og Kenny Sansom hjá Crystal Palace. 9000000® Ég hef áhuga á að leika á Highburv” — sagði Johan Neeskens í stuttu spjalli við Tímann, en hann heldur til London eftir helgina til að ræða við forráðamenn Arsenal Það er greinilegt að Arsenal ætlar að fá hollenska knattspyrnusnillinginn Johan Neeskens til Highbury, hvað sem það kostar. Terry Neill, framkvæmdastjóri Arsenal fór til Spánar með óútfyllta ávísun á þriðjudag- inn og ræddi þá við forráðamenn Barcelona, eins og sagt var frá í Tímanum í gær. Neeskens sagði i stuttu spjalli við Timann á þriðjudagsmorgun- inn, að hann væri að kanna tilboð frá 5 félögum. Þar sem Neeskens var að fara á töfluæfingu þegar blaöamaður Timans hitti hann, náðist ekki að ræða nánar um til- boðin og frá hvaða liöum þau væru. En eftir landsleik Hollands og Argentínu hitti Timinn Neeskens aftur og gafst þá timi til að ræða nánar við hann. Neeskens sagði þá, að hann hefði fengið upphringingu frá Barcelona rétt fyrir leikinn gegn Argentínu, þar sem hann fékk að vita hvað tilboðið frá Arsenal hljóðaöi upp á. — Ég er mjög ánægður með til- boðið frá Arsenal og mun halda til V-Þjóðverjar eru komnir — Karl fékk ekki frl hjá La Louviere V-þýska landsliðiö i knatt- spyrnu, sem ieikur gegn tslend- ingum á Laugardalsvellinum á laugardaginn, kom til landsins i gær — stuttu eftir að isienska landsliðið kom heim frá Sviss. Karl Þórðarson getur ekki leikið með gegn V-Þjóðverjum þar sem hann fékk ekki fri hjá La Louviere. — Það er leiðinlegt að geta ekki komið heim með strákunum og taka þátt I leikn- um gegn V-Þjóðverjum, sagði Karl þegar hann yfirgaf lands- liðið i Frankfurt i gær. Helgi Danielsson, formaður landsliðsnefndarinnar sagði að það yrði valinn nýr leikmaður i staðinn fyrir Karl i dag. Lands- liðið byrjar undirbúninginn fyrir leikinn með léttri æfingu i dag.____________________- SOS^ London eftir helgina til að ræða við forráðamenn félagsins. Sexton ræddi við Nees- kens — Hvaða önnur félög hafa sýnt áhuga á að fá þig til sin? — Manchester ' United hefur rætt við mig — ég var núna rétt áðan að tala við Dave Sexton, sem kom hingað til Bern til að ræöa við mig. Þá hef ég fengið til- boð frá Anderlecht i Belgiu, New York Cosmos og franska liðinu Strasbourg. Þá vill Barcelona endurnýja samning sinn við mig. — Þú hefur þá ekki áhuga á að fara til Cosmos? — Nei, ég hef ekki áhuga að taka þátt i hinni miklu sýningar- knattspyrnu i Bandarikjunum. Þá hef ég ekki áhuga á að leika I Belgiu eða Frakklandi. Nú, ég hef gefið Barcelona ákveöið svar um, aö ég vilji ekki leika lengur á Spáni. — Þá eru þaö Arsenal og Manchester United sem koma til greina? — Já, ég hef mikinn áhuga á að leika i hinni höröu keppni i Eng- landi. Ég sá Arsenal og Manchester United leika á Wembley — sjónvarpsútsending- una, og hreifst ég mjög mikið af leik Arsenal-liðsins. Þeir eru með marga góða leikmenn, eins og Liam Brady, David O’Leary, Brian Talbot og Frank Stapleton, sem væri gaman að leika með. Ég gæti vel hugsað mér að leika á Higbury. — Nú hefur verið sagt I enskum JOHAN NEESKENS...sést hér i landsleik gegn Uruguay. blöðum, að Arsenal sé tilbúið að greiða þér 250 þús. sterlingspund i eigin vasa, ef þú kæmir til félags- ins? — Ég vil ekkert segja um það — ég ræði aldrei um peninga- greiðslur við blaðamenn. Krol einnig til Arsenal? — Nú er sagt að Arsenal hafi einnig áhuga á að fá félaga þinn I hollenska landsliðinu, Ruud Krol, miðvörðinn sterka? — Já, hann fer einnig til London á næstu dögum, til að ræða við forráðamenn félagsins. Þaö væri virkilega gaman ef viö lékjum báöir með Arsenal næsta keppnistimabil, sagöi Neeskens. Gladbach” UEFA-meistari — vann sigur yfir Red Star í gærkvöldi i Dusseldorf Borussia Mönchen- gladbach tryggði sér UEFA-meistaratitilinn i knattspyrnu i gærkvöldi i Dusseldorf, þar sem fé- lagið lagði Rauðu stjörnunar að velli 1:0. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 1:1 i Bel- grad. Wales náði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.