Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 10
Nýr dómur Hæstaréttar í faðernismáli Lúðvíks Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns gegn tveim- ur börnum Hermanns Jónassonar fyrrverandi forsætisráðherra veld- ur vonandi vatnaskilum í langvar- andi málaferlum, að sögn Daggar Pálsdóttur, lögmanns Lúðvíks. Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að bróður Lúðvíks sé heimilt að bera vitni í málinu. Lúðvík krefst þess að gerð verði mannerfðafræði- leg rannsókn á lífsýnum úr móður hans og Hermanni til viðurkenn- ingar á því að Hermann sé faðir hans. Börn Hermanns höfnuðu því og hefur málið verið rekið fyrir dóm- stólum síðan 2004. Það hófst raunar með því að Lúðvík höfðaði véfeng- ingarmál árið 2003 fyrir dómstól- um til staðfestingar á því að Gizur, eiginmaður móður hans væri ekki faðir hans. Dómur gekk í því máli í byrjun árs 2004. Sannað hafði verið með mannerfðafræðilegum rann- sóknum að Gizur gæti ekki verið faðir Lúðvíks. Lúðvík er því föður- laus í dag. Faðernismálið var síðan þingfest haustið 2004 og hefur verið rekið ýmist fyrir héraðsdómi eða Hæstarétti síðan. Hæstiréttur hefur í tvígang talið að Lúðvík hafi ekki tekist að sanna nægilega að milli Hermanns og móður sinnar hafi verið það sam- band sem leitt gat til getnaðar á getnaðartíma hans. Í fyrra sinn taldi Hæstiréttur að þar sem þetta væri ekki skýrt orðað í stefnunni og þar sem engin gögn frá móður Lúðvíks hefðu verið lögð fram, sem leiða mætti til hennar sjálfrar, væri Lúðvík ekki búinn að færa þær sönnur, sem lögin krefðust, á að umrætt fólk hefði haft samfarir á getnaðartíma hans. Héraðsdómur hefur tvívegis heimilað mannerfðafræðilega rannsókn, en börn Hermanns jafn- harðan kært til Hæstaréttar, sem hnekkti báðum dómunum. Héraðsdómur hafði heimilað að systkin Lúðvíks yrðu leidd til vitn- is. Systir hans lést óvænt og ótíma- bært í millitíðinni, en bróðir hans mun bera vitni, að gengnum dómi Hæstaréttar. Jafnframt liggur fyrir dómnum yfirlýsing frá báðum syst- kinunum um að aldrei hafi verið talað öðruvísi á bernskuheimili Lúðvíks en svo að Gizur væri ekki faðir hans heldur Hermann. Í kjöl- far vitnisburðar bróður Lúðvíks munu Lúðvík og lögmaður hans krefjast þess í þriðja sinn að fram fari erfðafræðileg rannsókn. Hæstiréttur dæmdi nú börn Hermanns til að greiða 150 þúsund krónur í kærumálskostnað. Bróður heimilt að bera vitni Sjötíu ára afmæli Trygg- ingastofnunar ríkisins var fagnað með pomp og prakt á föstudag. Afmælisgjöf stofnunarinnar er nýr upplýsinga- og þjónustuvefur á slóðinni www.tr.is. Lögð hefur verið áhersla á að gera vefinn lif- andi og greinargóðan með tilliti til mismunandi þarfa notenda. Á afmælisfagnaðinn mættu fulltrúar félagasamtaka og stofn- ana sem TR hefur samskipti við ásamt starfsfólki stofnunarinnar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra, hélt ávarp á afmælishá- tíðinni og gerði þá að umtalsefni þá háværu gagnrýni á almanna- tryggingakerfið að það sé bæði flókið, torskiljanlegt og þunglama- legt. En sú krafa hefur komið fram, meðal annars frá Öryrkja- bandalaginu og eldri borgurum, að kerfið verði einfaldað. Ráðherrann varpaði fram þeirri spurningu hvernig hægt væri að einfalda kerfið. Hún velti því fyrir sér hvort Íslendingar ættu að fara að dæmi Dana og stofna óháða nefnd sérfræðinga sem fengju það verkefni að skoða hvers konar velferðarþjónustu við viljum veita til framtíðar. Slík nefnd hefði það hlutverk að horfa inn í framtíðina á grundvelli nútímans, og leggja fram hug- myndir og jafnvel tillögur um vel- ferðar- og almannatryggingakerfi á 21. öld. Krafa um að einfalda kerfið Joseph Kabila tók við forsetaembættinu í Eystra- Kongó á miðvikudag við hátíðlega athöfn fyrir utan forsetahöllina í Kinshasa, höfuðborg landsins. Kabila, sem er 35 ára, hefur verið forseti landsins frá því faðir hans var myrtur árið 2001, en hlaut meirihluta fyrir skömmu í forsetakosningum, þeim fyrstu sem haldnar hafa verið í landinu frá 1960. Mótframbjóðandinn, Jean-Pierre Bemba, hefur þó ekki fallist á úrsitin. Kabíla tekinn við sem forseti Smokkar sem framleidd- ir eru í alþjóðlega staðlaðri stærð eru of stórir fyrir indverska menn. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var á Indlandi meðal tólf hundruð karlmanna. Limir sextíu prósenta mannanna voru þremur til fimm sentimetr- um of stuttir fyrir smokkana. Indverjar hafa farið fram á að auðveldara verði að nálgast minni verjur, því sé smokkurinn of stór aukist líkur á því að hann rifni. Sjálfboðaliðarnir sem voru mældir komu úr öllum stigum samfélagsins, úr öllum trúarhóp- um og væru bæði borgar- og sveitabúar. Of stórir fyrir Indverja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.