Fréttablaðið - 10.12.2006, Side 24

Fréttablaðið - 10.12.2006, Side 24
„Þegar ég sat á áhorfendapöllunum á Nou Camp var ég sífellt að heyra blaðamenn og félagsmenn Barcelona fárast yfir Eiði Smára,“ segir Javier Rodríguez Marzo, ritstjóri Sport í Barcelona. „Þeir sögðu að hann væri seinn, klaufskur og þar fram eftir göt- unum. Sömuleiðis kom mér á óvart hversu sumir blaðamenn gátu verið óvægnir gagnvart honum þó tölfræð- in sýndi að hann væri í raun og veru að standa sína plikt nokkuð vel. En stundum hefur Eiður Smári gert axar- sköft sem voru vatn á myllu þeirra sem gagnrýndu hans harðast. Mest mótlætið sem hann hefur mátt þola tel ég að hafi verið eftir leikinn gegn Real Madrid á Bernabeu,“ segir Marzo. „Börsungar vita vel að það getur komið fyrir hvaða leikmann sem er að brenna af í góðu færi. En að brenna af í dauðafæri á Bernabeu eins og Eiður Smári gerði í síðustu viðureign liðanna er dauðasynd hér í Barcelona,“ segir hann og hlær við. „En hann lét þetta ekki brjóta sig niður svo hann virðist hafa þann and- lega styrk sem góður leikmaður verð- ur að hafa. Og nú síðustu daga hef ég heyrt þessa menn sem voru að bölsót- ast út í hann hæla honum á hvert reipi, sérstaklega eftir leikinn gegn Werder Bremen síðasta þriðjudag en þar var nú aldeilis ekki klaufaskap eða seina- gangi fyrir að fara hjá kappanum,“ segir hann. En hvaða sess skipar Eiður Smári í spænsku knattspyrnunni? „Það er nokkuð ósanngjarnt að fara að gera það upp strax. Leiktíðin er ekki hálfn- uð. En hins vegar get ég sagt það að ef ég væri þjálfari spænska landsliðsins og Eiður Smári væri landi minn þá myndi ég velja hann í hópinn. Þetta er kannski ekki gott dæmi þar sem spænska landsliðið er með allt niðrum sig um þessar mundir og ef til vill lítill sómi að tilheyra því eins og sakir standa,“ segir Marzo og hlær. Joan Josep Pallas, blaðamaður hjá íþróttablaðinu Mundo Deportivo, þekkir vel til í herbúðum Barcelona og ber okkar manni vel söguna þaðan. „Hann er sérlega vel liðinn meðal ann- arra leikmanna. Hann er opinn, við- kunnanlegur og reynir hvað hann getur að aðlagast og það verður ekki annað sagt en hann hafi náð að gera það nokkuð fljótt. Það fer sérstaklega vel á með honum og Brasilíumönnun- um í liðinu. Hann situr yfirleitt til borðs með þeim á fundum og í matar- tímum. Þá á ég við Ronaldinho, Deco sem reyndar leikur með portúgalska landsliðinu en er frá Brasilíu, Edmilson, Silvinho og Motta.“ Carlos Manuel Sanchez, blaðamað- ur hjá Marca, segir að þeir sem fylgist með leikjum Barcelona hafi ekki farið varhluta af því hversu vel Eiður Smári og Ronaldinho nái saman á leikvellin- um. „Þetta sást vel í leiknum gegn Werder Bremen,“ segir Sanchez. „Þá gat Ronaldinho sent boltann blindandi á Eið Smára því hann vissi nákvæm- lega hvar hann væri að finna.“ Spænsku blöðin hafa mörg hver gefið Eiði Smára viðurnefnin „slátrar- inn“ og „morðinginn hljóðláti“. Á Íslandi þykir Eiður Smári einstaklega viðkunnanlegur og prúður leikmaður og því kann Íslendingum að finnast sem þessi viðurnefni séu ekki rétt- nefni. Sanchez er aftur á móti með útskýringar á þessu. „Þetta eru alls ekki niðrandi viðurnefni í fótboltanum hér á Spáni,“ segir hann. „Við höfum þá staðalímynd af norrænu fólki að það sé yfirvegaðra, kaldlyndara og láti höfuðið ráða frekar en hjartað. Þessi staðalímynd og svo sú staðreynd að Eiður Smári getur gert út af við and- stæðingana án þess að fara fram með miklu offorsi hefur orðið til þess að hann hefur stundum fengið þetta við- urnefni í blöðunum.“ Blaðamennirnir þrír eru sammála um það hverjir séu helstu styrkleikar Eiðs Smára. „Hann les leikinn vel og dregur varnarmenn andstæðinganna með sér,“ segir Sanchez. „Þannig skapar hann svigrúm fyrir Ronaldin- ho og með sama hætti hefur hann skapað svigrúm fyrir Iniesta sem er alla jafna ekki sókndjarfur og skoraði sárasjaldan en eftir að Eiður Smári kom inn í liðið hefur hann farið á kost- um og skorað tvö mörk. Annað markið skoraði hann við markteig en hann gat sjaldan leyft sér að fara svo fram- arlega áður.“ Og Sanchez heldur áfram að telja upp kosti okkar manns. „Hann er markaskorari, vinnusamur og fórn- fús. Ég hef lengi fylgst með enska boltanum svo ég vissi alltaf að hann væri leikinn en þessa eiginleika hans uppgötvuðu spænskir áhorfendur ekki fyrr en Eiður Smári kom með sýnikennslu sína í leiknum gegn Wer- der Bremen. Fram að því höfðu marg- ir talið hann klaufalegan.“ Þarna á Sanchez við einstaklingsframtak Eiðs Smára þegar hann lék á fjóra varnar- menn Werder Bremen, kom sér þannig í færi en skot hans hafnaði í stönginni. Þaðan barst knötturinn til Guily, samherja hans, sem skaut framhjá fyrir opnu marki. „Hefði Eiður Smári skorað hefði það orðið mark Meistaradeildarinnar til þessa,“ segir Pallas „Og hvað sem síðar verð- ur hefði þetta verið mark sem enginn myndi gleyma.“ „Vandinn sem beið Eiðs Smára þegar hann kom til Barcelona var að hann er eftirmaður hins sænska Henriks Larsons sem var sérlega vinsæll Spænsku blöðin hafa mörg hver gefið Eiði Smára viðurnefnin „slátr- arinn“ og „morðinginn hljóðláti“. Enginn verður óbarinn Börsungur Fyrstu mánuðirnir í Barcelona hafa verið þrautaganga fyrir Eið Smára Guðjohnsen eða Guddy eins og hann er jafnan kallaður í spænskum fjölmiðlum. Hann var ekki tekinn neinum vettlingatökum af áhangendum, fjölmiðlamönnum og sparkspekingum þegar hann fyrst klæddist Barcelona-búningnum. En blaðamenn íþróttablaðanna Sport, Marca og Mundo Deportivo sem Jón Sigurður Eyjólfsson ræddi við virðast sammála um að hann hafi nú staðist eldraunina. meðal aðdáenda Barcelona,“ segir Pallas. „Og til að byrja með virtist alveg sama hvað Eiður gerði; ekkert var nógu gott að þeirra mati. Samt er Eiður að standa sig betur en Larson gerði í raun og veru. Hann skorar meira sé miðað við leiknar mínútur, hann er strax farinn að tala spænsku sem Larson gerði aldrei og hann er farinn að vera á blaða- mannafundum og kominn í samband við blaðamenn hér meðan við þurft- um yfirleitt að hafa samband við kollega okkar í Svíþjóð til að fá komment frá Larson svo þetta dálæti á þeim sænska sem skyggði á Eið Smára var mér alveg óskiljan- legt. Kannski voru það persónu- töfrar hans sem höfðu þessi áhrif og sú staðreynd að hann brást sjaldn- ast þegar á reyndi. En ég held að leikurinn gegn Werder Bremen hafi verið tímamótaleikur hjá Eiði Smára og af viðtökum áhangenda að dæma eftir leikinn tel ég að nú hafi hann virkilega náð til hjarta Börsunga.“ Sanchez segir að margir hafi verið undrandi á Frank Rijkaard þjálfara Barcelona fyrir að festa kaup á leik- manni sem þá átti ekki fast sæti í Chelsea. „Svo meiddist Eto‘o snemma á tímabilinu og þá var Eiður Smári allt í einu kominn í byrjunarliðið og sú ábyrgð á hans herðar lögð að eng- inn myndi sakna Níunnar eins og Eto‘o er oft kallaður. Þetta eru gífur- legar kröfur og það var hart sótt að Eiði Smára að hann myndi standast þær og það hefur hann gert.“ En hvað tekur við hjá Eiði Smára í febrúar þegar Samúel Eto‘o verður búinn að jafna sig? „Vissulega fer Eto‘o strax í byrjunarliðið,“ segir Pallas. „En Rijkaard kann virkilega að nota mannskapinn og hann er sanngjarn þjálfari svo Eiður Smári fer ekki út í horn. Í raun tel ég að erfiðasta þraut Eiðs Smára sé að baki en það var að sýna það og sanna að hann á erindi í stjörnuprýtt Bar- celona-liðið. Svo er það alveg ljóst að leikmaður sem skýtur argentínska landsliðsmanninum Javier Saviola aftur fyrir sig hefur sitt hlutverk í liðinu.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.