Fréttablaðið - 10.12.2006, Side 38

Fréttablaðið - 10.12.2006, Side 38
Einar Björgvin Davíðs- son er búinn að finna sig í auglýsingabransanum. Þrátt fyrir ungan aldur er Einar Björgvin Davíðsson búinn að láta til sín taka í auglýsinga- og fjölmiðla- heiminum en hann er ein- ungis 25 ára gamall. „Ég byrjaði að vinna fyrir Sirkus tímaritið þegar það kom fyrst út og færði mig síðan yfir í sjónvarpsauglýsing- arnar en í dag vinn ég sem markaðsráðgjafi fyrir Sirk- us TV. Ég er búinn að vinna hérna í rúmt eitt og hálft ár og mér finnst þetta vera frá- bær vinna. Alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast og hver dagur er frábrugð- inn,“ segir Einar Björgvin. Starf Einars felst í því að selja sjónvarpsauglýsingar fyrir Sirkus sjónvarpsstöð- ina og vera í góðu sambandi við auglýsendur. „Fyrir aug- lýsendur sem auglýsa í sjón- varpinu reyni ég að mæla með bestu þáttunum, reyni að finna út bestu lausnina fyrir þá.“ Í svona vinnu þarf Einar að fylgjast vel með tíðarand- anum. „Við reynum að höfða til yngri markhópa frá aldr- inum 18 til 33 ára. Maður þarf líka að fylgjast með hvað neytendur vilja, hvað er inn og hvað ekki.“ En er þetta mikið stress? „Nei í raun og veru ekki. Það koma auðvitað dagar þar sem brjálað er að gera en maður þarf bara að vera vel skipulagður eins og í öllum öðrum vinnum.“ Eins og flestir vita er Sirkus TV frekar ung sjón- varpsstöð og er Einar búinn að taka þátt í uppbyggingu hennar. Hann segir að það sé búið að vera einstaklega gaman að vera hluti af Sirkus hópnum. Einar er ekki menntaður markaðsráðgjafi. Hann er hefur leitt hugann að því að setjast á skólabekk seinna meir en eins og margir á hans aldri langar hann að fara í skóla erlendis. „Draumurinn er að fara til New York seinna meir en í augnablikinu er það vinnan mín sem á hug minn allan,“ segir þessi hressi strákur. Fylgist með tíðarandanum Félagsmálaráðuneytið leggur til að atvinnuleys- isbætur hækki um 2,9 prósent um áramótin en ekki 2,25 eins og áður var ákveðið. Lög um atvinnuleysistrygg- ingar gera ráð fyrir að fjár- hæð grunnatvinnuleysis- bóta komi til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efna- hagsmála. Þar sem ljóst er að launa- menn innan ASÍ, opinberir starfsmenn og fleiri fá 2,9% launahækkun þann 1. janúar í stað 2,25% eins og gert hafði verið ráð fyrir í kjara- samningunum, hefur félags- málaráðuneytið gert tillögu um að atvinnuleysisbætur hækki einnig um 2,9% um áramótin í stað 2,25% eins og ríkisstjórnin gerði ráð fyrir í mars 2004, í tengslum við gerð kjarasamninga. Tillaga um hækkun bóta Verk- og tæknifræðingar Trivium ráðgjöf leitar að skemmtilegu og metnað- arfullu fólki til starfa á eftirtöldum fræðasviðum: Hljóðráðgjöf Við glímum við hljóð í öllum sínum bestu og verstu myndum allt frá hljóðhönnun hljóðvera og leikskóla til kortlagningar á hávaða frá iðnaði og umferð. Við óskum eftir öflugum hljóðráðgjafa til starfa með verkfræðimenntun og starfsreynslu í hljóðfræði. Viðhaldsráðgjöf Hönnun bygginga hér á landi kallar á sérþekkingu og metnað eigi þær að standast íslensk veður. Við gefum ráð og önnumst eftirlit við endurbætur og viðhald mannvirkja. Við leitum ráðgjafa með byggingarverk- eða tæknifræðimenntun og reynslu á þessu sviði. Umsóknum skal fylgja stutt lýsing á náms- og starfsferli og skulu þær sendar með tölvupósti á netfangið hafsteinn@trivium.is fyrir 15. janúar nk. Öllum umsóknum og fyrirspurnum verður svarað. Trivium ráðgjöf er vaxandi fyrirtæki sem veitir víð- tæka ráðgjöf á sviði hljóðfræði, endurbóta og viðhalds fasteigna. Í starfi okkar leggjum við ríka áherslu á rannsóknir og þróun- arstarf, með eigið framlag 5 til 10% af tekjum félagsins. Bolholti 4 105 Reykjavík s. 578 1600 www.trivium.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.