Fréttablaðið - 10.12.2006, Síða 76
Útvarpsþáttur Karls Th. Birgis-
sonar er skemmtileg leið til að
menn velti fyrir sér merkingu orða
og leiti orða og örnefna eftir
ákveðnum leiðbeiningum, hæfi-
lega og stundum skemmtilega
snúnum eftir atvikum. Þátturinn
er til þess fallinn að auka áhuga á
tungunni og stuðlar að fjölbreytt-
ari orðaforða hlustenda, ekki síst
ef þeir taka þátt í leiknum af
alvöru. Það er líka gaman að
spreyta sig á því að reyna að þekkja
ljóðbrot og tilvitnanir. Því er óhætt
að mæla með þessum þætti. Hann
er til fyrirmyndar. Helst mætti
finna að nokkuð fastri læsingu í
ákveðna formúlu. En það gildir
raunar um ansi marga útvarps-
þætti.
segir bæjarstjóri nokkur í Frétta-
blaðinu 2. des. og hljómar undar-
lega. Það þarf múg og margmenni
eða mannfjölda til að vekja upp
múgæsingu, ekki örfáa einstakl-
inga. Ég ímynda mér að hann hafi
viljað segja að ekki sé mark tak-
andi á mótbárum fáeinna manna.
En það á ekkert skylt við múg.
Lögreglumaður hringdi til mín og
kvartaði undan þessu leiðinda orði
sem hann taldi komið í tísku í stétt
sinni og hjá tollgæslumönnum,
sem sífellt tönnlist á því að nú hafi
verið haldlagt svo og svo mikið af
fíkniefnum. Ég er sammála því að
þetta er hálfgert orðskrípi af stofn-
anatagi, ljótt og algerlega óþarft.
Er ekki alveg eins hægt að tala um
að leggja hald á, gera upptækt eða
einfaldlega að taka eða ná?
er líka ansi stofnanalegt orðfæri í
tilkynningu frá banka, þótt inn-
lögnin gleðji ugglaust viðtakand-
ann. Mönnum hættir til að gleyma
því að íslenska er sagnamál, ekki
nafnorðamál, og það er einmitt sá
eiginleiki sem gerir málfar spengi-
legt og beinskeytt. Því nægir alveg
að segja að einhver hafi lagt inn á
eða borgað inn á reikning viðkom-
anda.
Á einum netmiðlinum var skrifað
að þeim arga skálki Pinochet,
valdaræningja og pyntingameist-
ara í Chile, hefðu verið veittar
nábjargirnar. En svo var ekki þótt
sumum finnist ugglaust að slíkur
fantur eigi ekki að þurfa að kemba
hærurnar, ef það orðatiltæki skilst
enn. Að veita nábjargir merkir
nefnilega að loka augum, nösum
og vörum á líki. En Pinochet lifir
enn. Aftur á móti veitti kaþólskur
prestur honum svokallaða hinstu
smurningu, svona í öryggis skyni,
ef hann skyldi ekki lifa af, trúlega
í von um að milda móttökurnar
hinum megin.
Eftirfarandi braghenda (bak-
sneidd) varð til austur á Hofi í
Öræfasveit:
Öræfasveit er öðrum sveitum
undarlegri:
Jökulskjöldur skín á gjögri,
skúmur yfir sandi á flögri.
Dregið úr réttum svörum n.k.
fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið
Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ
á númerið 1900!
Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón.
Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON.
Leystu
Krossgátuna!
Þú gætir
unnnið
„Til eru myndir sem hafa fylgt mér alla
ævi,“ segir Hilmar Jónsson leikstjóri sem
velur málverk vikunnar að þessu sinn.
Hilmar horfir aftur til æskuheimilis
síns. Tísku sem fylgdi þessum „sixties“-
heimilum. Og mynda á veggjum.
„Allt í einu á maður þetta. Svo kemur
þetta upp úr einhverjum kassa sem fylgir
manni, upp á vegg af gömlum vana. Maður
veitir myndinni vart eftirtekt. Svo þurrkar
maður kannski af myndinni, sem hefur
hangið í eldhúsinu til margra ára, mött af
fitu í eldhúsinu og maður hugsar varla um
hana. Seinna rekst maður á hana úti í skúr,
þar sem hún er komin í saggafullan óupp-
hitaðan skúr, liggur á hliðinni innan um
eitthvert drasl sem maður vonast alltaf til
að finna hjá sér kjark til að henda. Farin að
verpast um sjálfa sig bak við fitumettað
glerið. Og svo er hún horfin. Líklega hef ég
fundið kjarkinn. Hlutur sem fylgt hefur
manni í 35 ár. En hún er samt til. Í hugskoti
mínu. Alltaf verið þarna. Arfleifð tískunn-
ar sem var. Eitthvað sem hefur allt aðra
skírskotun en eftirprentun þessa fræga og
dýra verks sem það er. Jújú, einhvern tíma
á leiðinni hafði ég komist að því eftir hvern
myndin er. Teikning eftir Vincent van
Gogh. Og ég myndi örugglega, væri ég
staddur í borginni þar sem safnið er sem
hýsir myndina, gera mér ferð til að skoða
hana. Sjá orgínalinn sem hefur verið part-
ur af mínu umhverfi alla tíð. Og á sér
skrýtnar tengingar. Greipt inn í eitthvert
tilfinningaandrúm sem maður dregur með
sér í gegnum lífið.“
Bóndi Gogh greiptur
í tilfinningaandrúm