Fréttablaðið - 10.12.2006, Síða 84

Fréttablaðið - 10.12.2006, Síða 84
Undirtitill nýútkominna æviminn- inga Guðna í Sunnu er Endurminn- ingar og uppgjör. Minningunum skipta þeir Arnþór Gunnarsson og Guðni í nokkra meginflokka. Sá fyrsti rekur uppvöxt Guðna í Hvítanesi, hann rekur ætt sína og uppruna. Hann er fæddur 1923 og er því í hópi þeirra sem lifðu fjör- brot sveitanna fyrir vélvæðingu – faðir hans kaupir fyrsta bílinn í héraðið og þá eru engir vegir. Annar hlutinn rekur starfsferil hans, um hvernig hann kornungur maður 1944 gerist blaðamaður á Tímanum og hvernig forvitni hans og framsýni gera hann að hljóðum byltingarmanni í blaðamennsku sem hann starfar við um fimmtán ára skeið. Þriðji hlutinn er helgaður rekstri ferðaskrifstofunnar Sunnu sem Guðni helgaði starfskrafta sína um langt árabil. Þeim kafla lýkur í raun 1979. Fjórði hlutinn segir af við- fangsefnum Guðna eftir það allt til þessa hausts. Sögu sinni lýkur Guðni með afar opinskáum hætti: stuttorðu uppgjöri við sjálfan sig og fjölskyldu sína, og fyrirgefn- ingu til handa þeim sem lögðu stein í götu hans. Guðni Þórðarson er merkilegur maður um margt. Hann hefur þá gáfu sem fáum er gefin að vera frumkvöðull sem hrindir skipi úr vör og siglir langa vegu, verst sjóum og skilar farmi sínum og farþegum heilum í land. Mótlæti má hann þola frá fyrstu árum þegar honum er komið í fóstur frá foreldrum sínum sem hann umgengst síðar sem vandalausa, marga erfiða snerru mátti hann taka í fjandsamlegu viðskiptaum- hverfi flokka sem byggðu veldi sitt á bitlingum og fyrirgreiðslu, en heftu framgang annarra, og að lokum komu honum á kné. Þó hefur hann stórlæti til að líta yfir vegferð sína og meta það sem gafst. Víst eru þessir fjórir megin- kaflar misjafnir í frásögninni: upphafið í Skilamannahreppi bætir þekkingarkafla við sögu Borgarfjarðar sem allir sem unna því héraði hljóta að fagna. Stökk- ið sem kynslóð Guðna tók er óskiljanlegt okkar kynslóðum. Þá er lýsing hans á árunum á Tímanum langskemmtilegust og einstök innsýn í sögu Framsóknar- flokksins og málgagns hans. Það er engum blöðum um það að fletta að Guðni var boðberi nýrra tíma í blaðamennsku í samtengingu frétta af fólki og ljósmyndun þess eins og sýningar Ljósmyndasafns Íslands af myndum hans nú og í fyrra leiða skýrt í ljós. Á þessu árabili státa önnur blöð ekki af svo afkastamiklum og flinkum ljós- myndara. Sá þáttur í lífi hans verð- ur þegar fram líða stundir æ mikil- vægari varða um lífstarf hans. Þriðji kaflinn um Sunnu er þyngstur undir tönn: uppbygging ferðaskrifstofu og sigrar í látlítilli sókn verða tilbreytingalítið efni til lengdar. Þau miklu átök sem ýttu Guðna af borðinu eru rakin sam- viskusamlega en ekki nægilega ítarlega. Sem er synd, þar er leitt sterkum líkum að áhrifamiklir aðilar hafi gengið hagsmuna ein- stakra fyrirtækja í landinu, Eim- skipafélagsklíkan og kolkrabbinn hafi átt sína menn í bankakerfinu sem beittu ósvifnum aðferðum til að koma keppinautum á kné. Það ranglæti brennur enn á Guðna, réttilega, og segir sú saga meira en margar um hvílíkt spillingar- díki umlék þá flokka sem lengst sátu við landsstjórn: Alþýðuflokk- inn, Sjálfstæðisflokkinn og Fram- sókn. Síðasti hlutinn segir frá því hvernig Guðni finnur sér ný verk- efni, hvernig frumkvöðlahugsun hans og tengsl duga honum til útrásar í aðrar álfur, önnur lönd, þó hann sé kominn á efri ár. Það er merkilegt þrek og til fyrirmyndar, ber vott um æskufjör sem seint ætlar að þverra. Arnþór og Guðni greina frá því að margt er undanskilið í ævisög- unni: lýsing hans á 30. mars er ekki hér, eða þreifingar hans um flug til Moskvu 1975 sem stjórn- völd hér beittu sér gegn. En umfram allt verður að fagna að Guðni skuli greina frá sinni hlið: án hans frásagnar værum við vitneskju fátækari. Ferðalangur segir frá æviför A M N E S T Y IN T E R N A T IO N A L Aðventutónleikar Amnesty International Neskirkju við Hagatorg sunnudagskvöldið 10. desember kl. 20.00 Flytjendur: Kolbeinn Bjarnason flautuleikari Elísabet Waage hörpuleikari Auður Gunnarsdóttir sópran Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari Helga Þórarinsdóttir víóluleikari Einar Jóhannesson klarinettuleikari Richard Talkowsky sellóleikari Ari Vilhjálmsson fiðluleikari Systkinin Kristján og Ellen Kristjánsbörn Ágóði af tónleikunum rennur til fórnarlamba mannréttindabrota. Miðaverð er 1.500 kr. Forsala aðgöngumiða er á skrifstofunni Hafnarstræti 15 og Tónastöðinni, Skipholti 50d Sími 511 7900 eða amnesty@amnesty.is. Stóra sviðið kl. 20:00 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00. PÉTUR GAUTUR eftir Henrik Ibsen. Leikgerð Baltasar Kormákur. Í kvöld sun. 10/12 uppselt. Allra síðasta sýning! BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Í dag sun. 10/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, lau. 16/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, sun. 17/12 kl. 13:00 uppselt, kl. 14:30 uppselt og kl. 16:00 uppselt, fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt. Leikhúsloftið SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1 Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is Fæst nú á geisladiski í miðasölu Þjóðleikhússins og Hagkaupum. ABBA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.