Fréttablaðið - 10.12.2006, Side 86

Fréttablaðið - 10.12.2006, Side 86
„Ég og Andri Freyr bróðir minn komum til Reykjavíkur árið 1995 eða 1996, ég man að hann fór í 10. bekk og ég fór til Þýskalands sem skiptinemi,“ segir Birkir Fjalar Viðarsson, söngvari hljómsveitar- innar I Adapt. Hann og Andri bróðir hans, sem er betur þekktur sem útvarpsmaðurinn Freysi, voru fyrstir af breiðum vinahópi til þess að flytja til Reykjavíkur frá Reyðarfirði. Þeir sem fylgdu í kjölfarið voru Baldur Hans Þórar- insson Beck, sem nú starfar sem íþróttafréttamaður, Helgi Seljan sjónvarps- og fjölmiðlamaður og Þröstur Heiðar Jónsson, sem í dag er bassaleikari hljómsveitarinnar Mínuss. Í vinahópnum var einnig Bóas Hallgrímsson, söngvari hljómsveitarinnar Reykjavík!, en hann bjó aðeins á Reyðarfirði yfir sumartímann. „Bóas var byrjaður að spila í einhverjum metalbönd- um þegar við fluttum hingað og við héldum að allt væri morandi í tónleikum hérna í Reykjavík, það reyndist svo ekkert rétt, en við vorum snöggir að þefa uppi slammið,” segir Birkir, en að hans sögn var mestu stemninguna að finna á Botnleðjutónleikum og hjá skammlífum pönkböndum. Það var svo þegar hljómsveit Bóasar, Spitsign, náði vinsældum hjá rokk- hópnum sem fjörið færðist yfir. „Í hvert skipti sem þeir héldu tón- leika þá mættum við galvaskir, fólk tók líka eftir okkur, það vorum við sem vorum alltaf með mestu lætin alls staðar,“ segir Birkir enn fremur. Hljómsveitin Spitsign deildi æfingahúsnæði með öðru bandi, Ungblóð, en úr þessum hljóm- sveitum varð sveitin Mínus til. „Í kringum þetta leyti stofnuðum svo ég og Andri bróðir hljómsveitina Bisund, en við spiluðum mikið með Spitsign.“ Hljómsveitin tók þátt í Músíktilraunum árið 1998 og lenti í öðru sæti, var þá Birkir val- inn besti trommuleikarinn. Þegar svo Bisund hætti fór Andri Freyr í hljómsveitina Fídel og Birkir fór í Stjörnukisa. Rétt eftir aldamót stofnaði Birkir I Adapt, sem í dag bæði spilar og gefur út víðs vegar um heiminn. „Þetta voru tveir stórir vinahópar sem þarna mættust, annars vegar við Reyðfirðingarnir og hins vegar Frosti, Krummi, Bjarni, Bjössi og hinir sem voru í Mínus eða í kringum þá.“ Seinna meir gekk svo Þröstur Heiðar til liðs við Mínus og störfuðu svo Frosti og Andri saman á útvarps- stöðinni X-inu, þá sló Andri eftir- minnilega í gegn sem „Freysi á X- inu.“ „Við höfum komið suður þegar við vorum um 18 ára gamlir, Birkir og Andri fóru fyrstir, Baldur kom hins vegar ekki fyrr en hann kláraði stúdentspróf,“ segir sjón- varpsmaðurinn Helgi Seljan. Eins og margir ungir Reyðfirðingar störfuðu félagarnir flestir í Síld- arbræðslunni í plássinu, segir Helgi að vinnan þar hafi hert þá drengi upp. „Svo þegar við komum í bæinn þá gerðum við lítið annað en að hanga á dauðarokkstónleik- um fullir og létum illa,“ segir Helgi og hefur margt breyst síðan þá. „Það er til dæmis til fólk sem er ennþá skíthrætt við Baldur, hann var með hökutopp, snoðaður í frakka og með í vörinni. Hefði hann búið í Columbine hefði hann verið settur í steininn undir eins,“ en í dag er Baldur þekktastur fyrir skeleggar og vandaðar íþrótta- fréttir á visir.is og lýsingar á NBA- körfuboltanum. Helgi segist ekki skilja upp né niður í því hvernig meðlimir hópsins hafi náð jafn langt og raun ber vitni, en segir það líklega vera út af kæruleysi. „Við gerðum það sem við vildum og vorum með sæmilega langa löngutöng,“ en það er líklega það sem þarf á gervihnattaöld. Af öðrum þekktum Reyðfirðingum segir Helgi popparann Einar Ágúst bera af. „Við afneituðum honum lengi vel, þegar hann var með aflitað hár og í Skítamóral. Í seinni tíð hefur hann hins vegar sýnt það og sannað að hann er sannur Reyðfirðingur.“ Hilmar Sigurjónsson, skólastjóri grunnskólans á Eskifirði, starfaði áður sem kennari á Reyðarfirði og man vel eftir drengjunum. „Þetta eru allt saman mjög sterkir per- sónuleikar, þó maður muni nú ekki eftir einstökum atvikum, en þeim reyndi maður líka að gleyma,“ segir Hilmar og hlær létt. Hann rámar þó í að drengirnir hafi verið húðlatir í skóla, en algjörir snill- ingar í afsökunum og var það þá Helgi sem bar af í þeim. Hilmar segir að enginn léttir hafi fylgt flutningi hópsins úr bænum, þvert í mót hafi ákveðin eftirsjá fylgt þeim. „Á meðan á skólagöngunni stóð var það ekki gaman, en eftir á að hyggja eru þetta þeir einstakl- ingar sem maður man hvað sterk- ast eftir,“ segir Hilmar um Reyð- arfjarðarmafíuna að lokum. Í könnun sem birtist í Fréttablaðinu fyrir örfáum vikum síðan voru valdir einstaklingar beðnir um að velja mesta krummaskuð landsbyggðarinnar. Það var Reyðarfjörður sem hreppti þennan vafasama titil og hafa margir Aust- firðingar mótmælt þessum niðurstöðum. Það vita það ekki margir en í framvarðasveit fjölmiðla og harðkjarnarokks á Íslandi eru nokkrir Reyðfirðingar sem fluttu til Reykjavík- ur, skömmu fyrir aldamót og eru þeir í dag afar áberandi á hinum ýmsu sviðum, þó svo að útlit hafi verið fyrir annað í upphafi. Leikarinn og leikstjórinn George Clooney hefur keypt kvikmynda- réttinn að bókinni The Innocent Man eftir metsöluskáldið John Grisham. Bókin er sú fyrsta frá Grisham sem er byggð á raunverulegum atburðum. Fjallar hún um ævi hafnarboltakappa sem er ranglega sakaður um nauðgun og morð. Ekki er vitað hvort Clooney muni leika aðalhlutverkið eða leik- stýra myndinni. Hann er um þess- ar mundir að kynna nýjustu mynd sína, The Good German, sem er leikstýrt af Steven Soderbergh. Kaupir bók Grishams Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni endaði samband grínarans Eddie Murphy og söng- konunnar Mel B frekar snögglega. Eddie sagði í viðtali að þau væru hætt saman og segir nú Mel B að eftir því sem hún best vissi hafi þau enn verið saman. „Þetta var fáránlegt, við vorum ekk- ert hætt saman, við bara rifumst nett, það var allt og sumt,“ segir Mel B. Í viðtalinu sagðist Murphy heldur ekki viss um hvort hann væri faðir barnsins sem Mel ber undir belti, en segir Mel það vera fásinnu. „Ég hef ekki verið með neinum öðrum en honum síðan við kynntumst,“ segir Mel, sem situr eftir sár og ólétt. Mel B grun- aði ekkert Rússneskir menningardagar á Íslandi Kammerkór Tretjakov-listasafnsins í Moskvu flytur RÚSSNESKA KIRKJUTÓNLIST OG JÓLASÖNGVA í Dómkirkjunni föstudaginn 15. desember, kl. 20.00. Miðar fást við innganginn. Verð 1500 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.