Fréttablaðið - 10.12.2006, Page 93

Fréttablaðið - 10.12.2006, Page 93
Enska úrvalsdeildin: Þýska úrvalsdeildin: Spænska úrvalsdeildin: Mauro Camoranesi skoraði gegn sínum gömlu félögum í Verona þegar Juventus komst á toppinn í næstefstu deildinni á Ítalíu með 1-0 sigri í gær. Liðið stefnir hraðbyri á að endurheimta sæti sitt í A- deildinni og er nú á toppnum með jafnmörg stig og Bologna. Juventus er enn ósigrað í deildinni en það hefur unnið ellefu af fimmtán leikjum sínum það sem af er og fjórir hafa endað með jafntefli. Þá er liðið með 21 mark í plús í samanlagðri markatölu. Juventus byrjaði deildina með sautján stig í mínus en eftir að félagið áfrýjaði þeim dómi var refsingin minnkuð niður í ellefu stig í mínus. Annars er það að frétta úr herbúðum Juventus að sam- kvæmt fréttum frá Ítalíu hefur félagið blandað sér í hóp þeirra liða sem hafa áhuga á því að fá David Beckham í sínar raðir. Beckham er á förum frá spænska liðinu Real Madrid en Fabio Capello, knattspyrnustjóri liðsins, hefur sagt að Beckham sé ekki hluti af sínum framtíðaráætlun- um. Juventus komið á toppinn Barcelona tryggði stöðu sína á toppi spænsku deildarinnar í gær þegar liðið vann Sociedad á heimavelli, 1-0. Þetta var frekar erfið fæðing hjá Barcelona og það tók liðið klukkutíma að brjóta vörn Sociedad á bak aftur en fram að því hafði Barcelona sótt frá fyrstu mínútu. Barcelona sótti án afláts frá upphafi í leiknum í gær. Ljóst var að Real Sociedad-liðið var komið á Nývang til að halda markinu hreinu og vörn liðsins var mjög þétt. Rangstöðutaktík Sociedad var einnig að virka vel því sóknar- menn Barcelona voru ósjaldan gripnir í landhelgi og línuverðirn- ir höfðu í nógu að snúast. Eiður Smári náði að skora mark í fyrri hálfleik, en því miður fyrir hann var línuvörðurinn búinn að veifa rangstöðu og markið því ekki gilt. Annað mark var dæmt af Bar- celona þegar Ludovic Giuly var dæmdur rangstæður. Línuvörður- inn hafði rétt fyrir sér í báðum til- fellum en hann kórónaði þó leik sinn með því að misstíga sig illa stuttu eftir að hann veifaði mark Giulys af, við mikinn fögnuð stuðningsmanna Barcelona. Sama einstefnan var í síðari hálfleik og þegar fimmtán mínút- ur voru liðnar af síðari hálfleik náði Barcelona loks að brjóta ísinn. Ronaldinho skoraði með skoti úr teignum og þungu fargi var létt af leikmönnum Barcelona. Eiður Smári var rangstæður þegar skot- ið reið af en þar sem hann hafði ekki áhrif á leikinn var markið dæmt gott og gilt. Eiði Smára var svo skipt útaf á 78. mínútu og það var Santiago Ezquerro sem kom inn á fyrir Eið. Eftir markið var aldrei spurn- ing hvort liðið færi með sigur af hólmi en dómarinn tók þó völdin í sínar hendur þegar hann rak Bras- ilíumanninn Silvinho fyrir litlar sakir og ekki ólíklegt að Barcelona muni áfrýja því rauða spjaldi. 1-0 sigur Barcelona staðreynd og liðið á toppi spænsku deildar- innar með 33 stig eftir 14 leiki. Baráttusigur hjá Barcelona

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.