Fréttablaðið - 24.12.2006, Page 54

Fréttablaðið - 24.12.2006, Page 54
 Flensburg mætti stór- liði Kiel á útivelli í þýsku úrvals- deildinni í handbolta í gær og varð að sætta sig við tap, 36-34. Þetta var síðasti leikur Flensburg undir stjórn Viggós Sigurðssonar en hann tók tímabundið við liðinu fyrir þetta tímabil vegna veikinda þjálfara liðsins. Árangur Viggós á tímabilinu hefur verið góður en fyrir leikinn í gær var Flensburg í efsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Kiel. Kiel hafði hins vegar yfirhöndina allan leikinn í gær en staðan í hálfleik var 17-15 fyrir heimamenn í Kiel. Liðin höfðu því sætaskipti eftir þennan sannkallaða toppslag en bæði lið hafa 27 stig, en Kiel hefur töluvert betri markamun en Flens- burg. Íslendingaliðið Lemgo tapaði illa á heimavelli fyrir Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í gær, 33-37. Lemgo hefur ekki náð að fylgja eftir góðri byrjun á tímabilinu en liðið er nú með 21 stig í sjöunda sæti deildarinnar. Þýska deildin er þó gríðarlega jöfn og ekki munar nema sex stigum á Lemgo í sjö- unda sæti og Kiel sem er í efsta sæti deildarinnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti ágætan leik fyrir Lemgo í gær og skoraði 5 mörk en Logi Geirsson skoraði 1 mark fyrir Lemgo. Kór- eumaðurinn Kyung-Shin Yoon fór hins vegar illa með Lemgo og skoraði hvorki meira né minna en 18 mörk í leiknum. Viggó kvaddi Flensburg með tapi Enska úrvalsdeildin: Það var mikið skorað í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar heil umferð var leikin. Leikmenn Arsenal voru svo sannarlega á skotskónum gegn Blackburn á heimavelli því lokatölur urðu 6-2 fyrir Lundúnaliðið. Manchester United gerði góða ferð til Birming- ham þar sem liðið vann Aston Villa, 3-0, og þá vann Liverpool öruggan heimasigur á Watford, 2-0. Arsenal tók á móti Blackburn á heimavelli og þrátt fyrir að gest- irnir í Blackburn hefðu komist yfir á þriðju mínútu með marki frá Sha- bani Nonda úr vítaspyrnu létu leik- menn Arsenal það ekki slá sig út af laginu. Þegar dómarinn flautaði til leiksloka hafði Arsenal skorað sex mörk en lokatölur urðu 6-2. Robin van Persie skoraði tvö mörk fyrir Arsenal sem situr nú í fjórða sæti deildarinnar, 14 stigum á eftir toppliði Manchester United. Aston Villa og Manchester United mættust á Villa Park í Birmingham og eftir markalausan fyrri hálfleik settu leikmenn Manchester United í fluggírinn og skoruðu þrjú mörk gegn engu marki Aston Villa í þeim síðari. Ronaldo skoraði fyrsta markið og skömmu síðar skoraði Paul Scholes eitt af mörkum tímabils- ins. Eftir hornspyrnu náðu varn- armenn Aston Villa að skalla bolt- ann út úr vítateignum en þar beið Scholes, tók boltann á lofti og þaðan fór hann í slána og inn. Ron- aldo rak svo smiðshöggið undir lok leiksins og öruggur 3-0 sigur Manchester í höfn. Liverpool fékk Watford í heim- sókn á Anfield og fór með sigur af hólmi, 2-0. Markalaust var í leik- hléi en Craig Bellamy kom Liver- pool yfir í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo Xabi Alonso sem inn- siglaði sigur Liverpool með marki skömmu fyrir leikslok. Newcastle virðist vera komið á beinu brautina en liðið fékk Tot- tenham í heimsókn í gær. Kieron Dyer og Obafemi Martins komu Newcastle í 2-0 eftir aðeins sjö mínútur en Danny Murphy náði að klóra í bakkann fyrir Newcastle á 15. mínútu. Lengra komust leikmenn Tot- tenham ekki og Scott Parker skoraði síðasta mark leiksins og Newcastle vann því góðan og kær- kominn sigur, 3-1. Heiðar Helguson lék allan leik- inn í liði Fulham sem varð að sætta sig við 0-0 jafntefli við West Ham á heimavelli sínum, Craven Cottage, í gær. Heiðar fékk gult spjald í leiknum og verður í leik- banni í næsta leik, þar sem þetta var hans fimmta gula spjald á leik- tíðinni. Alan Curbishley, knattspyrnu- stjóri West Ham, náði því ekki að fylgja eftir góðri byrjun sinni sem stjóri liðsins en liðið vann Manchester United um síðustu helgi í fyrsta leiknum undir hans stjórn. Hermann Hreiðarsson lék einn- ig allan leikinn í liði Charlton sem sótti Middlesbrough heim en hann náði ekki að koma í veg fyrir 2-0 sigur heimamanna. Charlton er í næst neðsta sæti deildarinnar, stigi ofar en Watford sem situr á botninum. Reading tapaði á heimavelli fyrir Everton, 2-0, þar sem Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í vörn Reading. Brynjar Björn Gunnarsson sat á varamannabekk Reading og kom ekkert við sögu í leiknum. Heil umferð var leikin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og mörg mörk litu dagsins ljós. Arsenal vann stórsigur á Blackburn á heimavelli og Manchester United hélt toppsætinu með sigri á Aston Villa.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.