Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2006, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 24.12.2006, Qupperneq 54
 Flensburg mætti stór- liði Kiel á útivelli í þýsku úrvals- deildinni í handbolta í gær og varð að sætta sig við tap, 36-34. Þetta var síðasti leikur Flensburg undir stjórn Viggós Sigurðssonar en hann tók tímabundið við liðinu fyrir þetta tímabil vegna veikinda þjálfara liðsins. Árangur Viggós á tímabilinu hefur verið góður en fyrir leikinn í gær var Flensburg í efsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Kiel. Kiel hafði hins vegar yfirhöndina allan leikinn í gær en staðan í hálfleik var 17-15 fyrir heimamenn í Kiel. Liðin höfðu því sætaskipti eftir þennan sannkallaða toppslag en bæði lið hafa 27 stig, en Kiel hefur töluvert betri markamun en Flens- burg. Íslendingaliðið Lemgo tapaði illa á heimavelli fyrir Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í gær, 33-37. Lemgo hefur ekki náð að fylgja eftir góðri byrjun á tímabilinu en liðið er nú með 21 stig í sjöunda sæti deildarinnar. Þýska deildin er þó gríðarlega jöfn og ekki munar nema sex stigum á Lemgo í sjö- unda sæti og Kiel sem er í efsta sæti deildarinnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti ágætan leik fyrir Lemgo í gær og skoraði 5 mörk en Logi Geirsson skoraði 1 mark fyrir Lemgo. Kór- eumaðurinn Kyung-Shin Yoon fór hins vegar illa með Lemgo og skoraði hvorki meira né minna en 18 mörk í leiknum. Viggó kvaddi Flensburg með tapi Enska úrvalsdeildin: Það var mikið skorað í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar heil umferð var leikin. Leikmenn Arsenal voru svo sannarlega á skotskónum gegn Blackburn á heimavelli því lokatölur urðu 6-2 fyrir Lundúnaliðið. Manchester United gerði góða ferð til Birming- ham þar sem liðið vann Aston Villa, 3-0, og þá vann Liverpool öruggan heimasigur á Watford, 2-0. Arsenal tók á móti Blackburn á heimavelli og þrátt fyrir að gest- irnir í Blackburn hefðu komist yfir á þriðju mínútu með marki frá Sha- bani Nonda úr vítaspyrnu létu leik- menn Arsenal það ekki slá sig út af laginu. Þegar dómarinn flautaði til leiksloka hafði Arsenal skorað sex mörk en lokatölur urðu 6-2. Robin van Persie skoraði tvö mörk fyrir Arsenal sem situr nú í fjórða sæti deildarinnar, 14 stigum á eftir toppliði Manchester United. Aston Villa og Manchester United mættust á Villa Park í Birmingham og eftir markalausan fyrri hálfleik settu leikmenn Manchester United í fluggírinn og skoruðu þrjú mörk gegn engu marki Aston Villa í þeim síðari. Ronaldo skoraði fyrsta markið og skömmu síðar skoraði Paul Scholes eitt af mörkum tímabils- ins. Eftir hornspyrnu náðu varn- armenn Aston Villa að skalla bolt- ann út úr vítateignum en þar beið Scholes, tók boltann á lofti og þaðan fór hann í slána og inn. Ron- aldo rak svo smiðshöggið undir lok leiksins og öruggur 3-0 sigur Manchester í höfn. Liverpool fékk Watford í heim- sókn á Anfield og fór með sigur af hólmi, 2-0. Markalaust var í leik- hléi en Craig Bellamy kom Liver- pool yfir í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo Xabi Alonso sem inn- siglaði sigur Liverpool með marki skömmu fyrir leikslok. Newcastle virðist vera komið á beinu brautina en liðið fékk Tot- tenham í heimsókn í gær. Kieron Dyer og Obafemi Martins komu Newcastle í 2-0 eftir aðeins sjö mínútur en Danny Murphy náði að klóra í bakkann fyrir Newcastle á 15. mínútu. Lengra komust leikmenn Tot- tenham ekki og Scott Parker skoraði síðasta mark leiksins og Newcastle vann því góðan og kær- kominn sigur, 3-1. Heiðar Helguson lék allan leik- inn í liði Fulham sem varð að sætta sig við 0-0 jafntefli við West Ham á heimavelli sínum, Craven Cottage, í gær. Heiðar fékk gult spjald í leiknum og verður í leik- banni í næsta leik, þar sem þetta var hans fimmta gula spjald á leik- tíðinni. Alan Curbishley, knattspyrnu- stjóri West Ham, náði því ekki að fylgja eftir góðri byrjun sinni sem stjóri liðsins en liðið vann Manchester United um síðustu helgi í fyrsta leiknum undir hans stjórn. Hermann Hreiðarsson lék einn- ig allan leikinn í liði Charlton sem sótti Middlesbrough heim en hann náði ekki að koma í veg fyrir 2-0 sigur heimamanna. Charlton er í næst neðsta sæti deildarinnar, stigi ofar en Watford sem situr á botninum. Reading tapaði á heimavelli fyrir Everton, 2-0, þar sem Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í vörn Reading. Brynjar Björn Gunnarsson sat á varamannabekk Reading og kom ekkert við sögu í leiknum. Heil umferð var leikin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og mörg mörk litu dagsins ljós. Arsenal vann stórsigur á Blackburn á heimavelli og Manchester United hélt toppsætinu með sigri á Aston Villa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.