Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 64
18
Ekki er langt síðan ótalmargir
Íslendingar kusu að hafa heimili sín
eins einföld og unnt var. Hreinar og
beinar línur, fá húsgögn og gráir og
brúnleitir tónar á gólfi og veggjum
þóttu gera heimilið aðlaðandi.
Í dag er þetta óðum að breytast.
Einfaldleikinn virðist smátt og
smátt vera að víkja fyrir rómantísk-
ari áhrifum. Í dag mega heimilin
gjarna minna á stássstofur ungra
kvenna sem voru uppi í Suðurríkj-
um Bandaríkjanna í byrjun síðustu
aldar, plussdekkuð portkonuhús í
Frakklandi á þarsíðustu öld eða sól-
rík sveitaheimili þar sem bleik bolla-
stell og hvítir blúndudúkar eru höfð
á borðum í vanilluhringjateboðum
fyrirkvenna. Kvenleikinn hefur sem
sagt skipað sér stærri sess og þessu
taka vissulega margir fagnandi, því
einfaldleikinn höfðar ekki til allra
þótt þeir láti smitast tímabundið af
tískunni.
Í Reykjavík eru margar verslanir
sem bjóða upp á gott úrval róm-
antískra og fallegra heimilismuna.
Til dæmis má nefna antíkverslan-
ir víða um borgina, Frú Fiðrildi á
Laugavegi, Uniku í Fákafeni eða
Lauru Ashley í Faxafeni en blaða-
maður Fréttablaðsins brá sér í þær
tvær síðastnefndu á dögunum til að
kanna úrvalið.
-mhg
Frönsk sveitastemning,
rómantík, blúndur og blóm
Einfaldleikinn víkur fyrir kvenlegum og rómantískum áhrifum
Flestir kannast við það að
óhreinindi safnast gjarnan inn
í örbylgjuofninn á heimilinu
en það þarf ekki endilega að
vera mikið mál að hreinsa þau
í burtu.
Skerðu niður sítrónu í sneið-
ar og settu nokkrar þeirra í skál
með vatni. Síðan seturðu skálina
inn í örbylgjuofninn og hitar
í nokkrar mínútur. Þá er skál-
in tekin út og örbylgjuofninn
þurrkaður að innan með rakri
tusku. Sítrónan hefur þá leyst
upp öll óhreinindin, sem renna
mjúklega af, auk þess sem íbúðin
angar af ferskum sítrónum.
Ef ofninn er mjög óhreinn
gæti þurft að endurtaka leikinn,
en þetta frábæra ráð virkar líka
á bakaraofna.
Þetta sniðuga húsráð kemur
fram á vefsíðunni www.blog.
central.is/heimili.
Einfalt að hreinsa
örbylgjuofninn
húsráð
{ heimilið }