Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 18

Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 18
Ekki er örgrannt um að sumar kvenlýsingar úr Íslendingasögum komi upp í hugann þegar hlustað er á lýsingar allflestra samferða- manna manns vikunnar að þessu sinni, Margrétar Kristjönu Sverr- isdóttur. Um Bergþóru Skarphéð- insdóttur segir í Njálu að hún hafi verið kvenskörungur mikill og drengur góður og nokkuð skaphörð. Um Mar- gréti er sagt að hún sé kvenskörungur og sumir segja nokk- uð skaphörð ef því er að skipta, en þótt enginn viðmælenda hafi beinlínis sagt að hún sé drengur góður má draga þá ályktun af ummæl- um um hana að sú sé raunin. Íslenska þjóðin þekkir Margréti fyrst og fremst sem stjórnmálamann og segja má að dagur- inn í dag sé að sumu leyti örlagadagur fyrir hana á því sviði. Hún hefur verið áberandi í for- ystu Frjálslynda flokksins allt frá því faðir hennar, Sverrir Hermannsson fyrr- um ráðherra og bankastjóri, stofnaði flokkinn á sínum tíma, en lætur nú með varaformanns- framboði loks til skarar skríða í bar- áttu um æðstu emb- ætti flokksins. Verð- ur það eflaust mikil rimma og hörð og ósýnt hvernig henni lyktar og hverjir eftirmálar verða. Margréti er lýst sem afar traustri og réttsýnni konu sem berst fyrir hugsjónum sínum af einurð og festu og rímar það vel við einstakling sem hygg- ur á frama í stjórnmálum. Aukin- heldur er hún sögð með eindæmum glaðlynd og skemmtileg, orðhepp- in og klár sem ekki ætti heldur að vera til trafala í pólitík. Á hinn bóginn er henni líka lýst sem stál- heiðarlegri manneskju sem sein- þreytt er til átaka en það myndu sumir segja ljóð á ráði þess sem ætlar sér langt í stjórnmálum. En þá ber kannski að líta til þess sem um Margréti er sagt að hún líti ekki á stjórnmál sem hernað. Margrét Sverrisdóttir er eitt fimm barna þeirra Sverris Her- mannssonar og Grétu Lindar Kristjánsdóttur; fæddur og uppal- inn Vesturbæingur sem búið hefur vestan lækjar alla sína tíð. Hún er fædd 1958 og fór hefðbundna leið margra Vesturbæinga um skóla- kerfið; Melaskóli, Hagaskóli, Menntaskólinn í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Pétur Sævald Hilmarsson viðskipta- fræðingur og eiga þau tvö börn, Kristján Sævald og Eddu. Fljótlega eftir lok B.Ed.-náms við Kennaraháskóla Íslands 1983 tók Margrét við stöðu forstöðu- manns félagsmiðstöðvarinnar Fellahellis og síðar Vitans í Hafnarfirði og má kannski segja að þar hafi félagamálaferillinn hafist sem seinna þróaðist yfir í stjórnmálin. Vinir Margrétar segja það ekki beinlínis hafa komið á óvart að hún skyldi snúa sér að stjórnmálum eins og hún á kyn til, þótt aðdragandinn hafi kannski verið stutt- ur. Þeir eru hins vegar ekki í neinum vafa um að hún sé á réttri hillu í pólitík- inni. Hún sé mann- eskja sem fólk eigi auðvelt með að treysta og það sjáist best á því að vin- sældir hennar nái langt út fyrir raðir fylgismanna Frjáls- lynda flokksins. Pólitískir and- stæðingar Margrét- ar bæði innan flokks og utan, bera henni líka vel söguna og segja hana þægilega í samstarfi en sumir segja hana líka geta verið þrjóska og langrækna ef sá gáll- inn er á henni. Í frístundum sínum er Margréti umhugað um að sinna fjölskyldu sinni en hún ku ætt- rækin með afbrigð- um og ekki síður ættfróð. Hún les mikið og hefur gert frá barnæsku; ýmis- konar fróðleik og skáldskap, og hefur mikinn áhuga á íslenskum fræðum; dreif sig í að ljúka háskólanámi á því sviði ekki alls fyrir löngu. Útivistaráhugi er henni í blóð borinn, ekki síst veiðimennska og hún og maður hennar stunda bæði lax- og silungsveiðar þegar tími gefst til og sömuleiðis rjúpnaveiðar. En það er pólitíkin sem á hug hennar og hjarta nú um stundir og dagurinn í dag getur ráðið miklu um hvar Margrét Kristj- ana Sverrisdóttir býr sér pólit- ískan náttstað á næstunni. Seinþreytt til átaka Mikil umræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum undanfarið um það hversu illa við stöndum efnahagslega gagnvart nágrannaríkjum okkar. Sam- anburði á verði í nágrannalöndum okkar bregður fyrir í fjölmiðlum dögum saman. Þó að sjálfsagt sé að horfa til nágrannalanda varðandi skipulag, hagstjórn og þjónustu verðum við að taka mið af því að við erum lítil þjóð sem er búin að taka mjög miklum og róttækum efnahags- legum og samfélagslegum breytingu á örfáum árum miðað við nágrannaþjóðir okkar, sem hafa mikla sögu mistaka og þroska á bak við sig. Fyrir kosningar keppast flokkar og núverandi eða verðandi þingmenn við að lofa. Lofa því að hlut- irnir fari að gerast fái þeir tækifæri til að láta til sína taka. Samgöngur, öryrkjar, gamla fólkið, náms- mennirnir, neyslukostnaður – allir þessir málaflokk- ar og margir aðrir eru teknir fyrir og lofað að bætur og breytingar verði, helst korteri eftir kosningar. En hvað svo, kosningar liðnar og lítið gerist af því sem var lofað. Af hverju? Mín hugmynd er sú að það er einfaldlega ekki hægt að koma með töfralausnir á örfáum vikum eða mánuðum. Þingmennirnir breyta ekki samfélagsmynd okkar í fullkomið fyrirmynd- arríki á einu kjörtímabili. Sú staða sem er í dag í samfélaginu er betri en var fyrir 2 kjörtímabilum. Ég held að flestir geti verið mér sammála um það ef litið er heiðarlega til baka. Þrýstingur og eftirlit frá hagsmunahópum, stjórnmálaöflum og félagasam- tökum hefur átt sér stað og í kjölfarið hafa orðið jákvæðar breytingar. Jöfnuður er að aukast á mörg- um sviðum og tækifæri og kjör með- almannsins eru betri. Aðgengi almennings að upplýsingum og stjórnmálamönnum er gott, mun betra en í mörgum nágrannaríkjum okkar. Jöfnuður sem hefur orðið til vegna trúar samfélagsins á að fram- farir séu mögulegar og núverandi ástand hverju sinni sé ekki endilega lokaástand. Ég trúi því einnig í ein- lægni að börn okkar muni hafa það enn betra, eins og við höfum það að mörgu leyti betra en foreldar okkar. Góðir hlutir gerast hægt eru kjörorð sem hafa mikið sannleiksgildi. Það er enn hægt að bæta heilm- ikið hér á landi hvað varðar nær allar hliðar samfé- lags okkar. En við munum þó að mínu mati aldrei búa í því fyrirmyndarríki sem frambjóðendur lofa okkur oftast rétt fyrir kosningar. Breytinga er ávallt þörf. Breytinga sem munu vara og skila bættum lífskjörum til samfélagsins í heild. Við berum öll ábyrgð á því að breytingar geti orðið og mestu máli skiptir þá að horfa raunsætt á hvar þörfin sé mest og láta ekki langvarandi deilumál um framsetningu trufla. Samvinna að bættum kjörum allra er það sem ætti að einkenna fyrirmyndarríkið í dag, ekki keppni milli hagsmunahópa. Samfélag sem hefur unnið svo marga sigra á svo skömmum tíma ætti að geta horft sameinað fram á veginn í baráttu fyrir enn stærri ávinningum. Ég vona að komandi kosn- ingabarátta einkennist því fremur af raunhæfum vilyrðum en óraunhæfum loforðum um nýjan heim á morgun. Höfundur er nemi við Háskólann á Bifröst. Fyrirmyndarríkið Flott föt, gjafavörur og búsáhöld Opið 10 -18 í Fellsmúla 28 (gamla World Class húsið) Ótrúlegt verð! 250 – 500 – 750 – 1.000 1.250 – 1.500 – 1.750 – 2.000 – Vel lesið Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni *Gallup maí 2006 Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.