Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 84

Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 84
D iCaprio leikur uppgjafa- málaliðann Danny Archer sem smyglar demöntum á milli landamæra í Afríku. Sú hlið sem hann sýnir á sér í Blood Diamond er víðs fjarri þeirri sykursætu ímynd sem festist við hann í upphafi leikferilsins. Danny er gjörsamlega siðblindur og gráð- ugur maður, sem svífst einskis til þess að komast yfir verðmæta demanta, og hikar ekki við að selja blóðþyrstum uppreisnar- mönnum vopn í þeim tilgangi. Connelly leikur metnaðarfulla blaða- konu sem skerst í leikinn og hefur töluverð áhrif á Archer en þrátt fyrir að söguper- sónurnar séu tilbúnar þykir myndin gefa raunsæja mynd af þeim hörmulegu atburð- um sem áttu sér stað í Sierra Leone í upp- hafi síðasta áratugar. Blood Diamond var tekin í Mósambík og Leonardo og Jennifer segjast bæði hafa heillast af Afríku, landinu og fólkinu sem það byggir. „Þar sem maður er alinn upp í hinum vestræna heimi hafði það sem við sáum þarna heilmikil áhrif,“ segir Leonardo. „Ekki bara ótrúleg náttúrufegurð Afríku, heldur að sjá við hvaða aðstæður fólk lifir þarna. Það var mjög áhrifamikið fyrir okkur öll að sjá hversu jákvætt hug- arfar fólksins er þrátt fyrir bág kjör. Þegar ég kom aftur komst ég ekki hjá því að leiða hugann að því hverju í ósköpunum Banda- ríkjamenn telja sig þurfa að kvarta yfir.“ Leonardo segist persónulega hafa hrifist mest af því hversu upplitsdjarft fólkið í Mósambík er þrátt fyrir allt. „Fjórir af hverjum tíu í Mósambík eru smitaðir af HIV. Það var fátækt alls staðar, og ekki nóg af hreinu vatni. Samt er þetta fólk bara ánægt með að vera á lífi. Afríka er heims- álfa sem á skilið að fá eins mikla athygli og stuðning frá hinum vestræna heimi og mögulegt er,“ segir Leonardo. Jennifer Connelly tekur undir með Leonardo og segist líta á það sem forrétt- indi að fá að eyða svona löngum tíma í Mós- ambík og Suður-Afríku. „Ég var líka svo lánsöm að fá að hafa tíma til þess að ferð- ast til Botswana með fjölskyldu minni. Fegurðin var stórkostleg. Það var erfitt að sjá þetta og reyna svo að átta sig á því hvað maður eigi að gera við þau forréttindi sem við búum við. Þessi reynsla ýtti við mér og ég hef hugsað mikið um það hvernig hinn vestræni heimur eyðir auði sínum.“ Þótt líta megi á Blood Diamond sem spennumynd ber hún boðskap og er gagn- rýnin á demantaiðnaðinn og engar fjaðrir eru dregnar yfir að stórfyrirtæki í hinum vestræna heimi hafi óbeint stuðlað að hörmungunum í Sierra Leone með því að kaupa smyglaða demanta frá landinu. Slíkir demantar eru kallaðir „blóðdemant- ar“ þar sem salan á þeim fjármagnaði vopnakaup uppreisnarmanna en vopnin voru síðan notuð til þess að drepa þúsundir saklausra borgara í Sierra Leone. Leonardo og Jennifer viðurkenna bæði að þau hafi keypt demanta án þess að huga að því hvaðan þeir komi en vinnan við Blood Diamond hafi gert þau varkárari. „Já, ég hef keypt demanta,“ viðurkennir Leonardo. „Núna, eftir að hafa lært um „blóðdemanta“ og staði eins og Sierra Leone myndi ég þó örugglega grennslast betur fyrir um málið áður en ég gerði önnur kaup. Áður fyrr hafði ég ekki hug- mynd um að þetta væri að gerast, eða hvað hugtakið „blóðdemantur“ þýddi. Milljónir manna hafa týnt lífi sínu vegna þeirra. Ef þið sjáið myndina, þá verðið þið vitni að hræðilegum atburðum,“ segir Leonardo og leggur áherslu á að ekkert í myndinni sé ýkt eða upphafið á nokkurn hátt. „Ég hef borið demanta, jafnvel eftir að hafa unnið að myndinni,“ segir Jennifer. „Ég tel ekki að það sé einhver lausn að sniðganga demantaiðnaðinn. Það myndi stangast á við mannréttindi, því það er líka margt jákvætt sem demantaiðnaðurinn getur fært mannfólki og þjóðum. Eftir að hafa unnið að þessari mynd þá hef ég sér- staklega beðið um að fá að sjá löglega pappíra sem sanna það að þeir demantar sem ég ber séu ekki blóðugir.“ Áhugi leikaranna á mannúðarmálum og góðgerðarstarfi jókst við það að sækja Afríku heim og þau hafa reynt að láta gott af sér leiða. „Eftir að ég lék í myndinni byrjaði ég að vinna með SOS-barnaþorp- um í Mósambík,“ segir Leonardo. „Ég mun svo halda áfram að vinna með þeim sam- tökum sem ég hef áður gert eins og Amnesty International og Global Witness,“ segir Leonardo og gefur Jennifer orðið um leið og hann upplýsir að hún hafi lengi leyft mannúðarsamtökum að njóta krafta sinna. „Ég hef verið að vinna með Amnesty International í nokkur ár núna,“ útskýrir Jennifer. „Aðallega varðandi fræðslustarf samtakanna í Bandaríkjunum um mann- réttindi. Ég er talsmaður Amnesty í Banda- ríkjunum, heimsæki skóla og held fyrir- lestra. Á meðan við vorum í Mósambík gáfum við, Leo og Djimon [Hounsou] pen- inga og lögðum okkar af mörkum til að hjálpa til á munaðarleysingjahæli þar. Við reyndum að halda uppi samskiptum við börnin þar, en það var oft mjög erfitt. Við komum því líka í gegn hjá kvikmyndaver- inu að það gæfi 40 milljónir dollara til vegagerðar og skólabygginga.“ Leonardo fór á undan tökuliðinu til Afríku til þess að undirbúa sig fyrir hlutverkið. Þar blandaði hann geði við fyrrverandi málaliða og sótti innblástur til þeirra. „Þeir mótuðu persónu mína algerlega. Þeir eru Danny. Flestir þeirra höfðu barist í Angóla og upplifað hræðilega hluti þar. Þeir voru fullir af beiskju og höfðu blendnar tilfinn- ingar til heimsálfunnar.“ Leonardo segir ekki hafa verið hlaupið að því að fá þessa menn til að opna sig og það hafi skilað mestum árangri að fara með þá á barinn. „Þessir gæjar eru margir hverjir með mjög harðan skráp. Það var mjög erfitt að fá þá til að tjá sig um fortíð- ina án þess að fá langar ræður um pólitík í leiðinni. Ég fór með þeim á pöbbarölt, náði að fylla þá og reyndi svo að vekja upp gömlu djöflana þeirra. Ég fékk mikið út úr þessu og fékk skilning á þeirri tilfinninga- legu ringulreið sem persóna mín hafði farið í gegnum í upphafi myndarinnar.“ Leonardo er tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn í myndinni. Þetta er í þriðja sinn sem hann er tilnefndur en verð- launin hafa enn ekki fallið honum í skaut. Hann er þó sáttur og er ánægður með til- nefningarnar. „Þar sem kaldhæðni skín aldrei í gegn á prenti ætla ég bara að vera heiðarlegur. Þetta er kannski klisjulegt svar, en sannleikurinn er sá að það er mjög notalegt að fá svona viðurkenningu. Maður leggur mikla vinnu í að túlka einhverja persónu og hlýtur það ekki að vera gott að fá viðurkenningu fyrir það? Þetta er aldrei eitthvað sem ég býst við eða eitthvað sem ég er að reyna að ná þegar ég er að leika. Því lengur sem ég er í brans- anum átta ég mig betur á því að þetta er eitthvað sem ég hef enga stjórn á. Og það er ekki mitt að vita hvernig áhorfendur munu taka því sem maður skapar. Aldrei. Ef kvikmyndaver hefðu formúlu fyrir því þá væru bara búnar til myndir sem fengju góða dóma og rökuðu inn seðlum. Það eru svo margir þættir sem spila inn í og það er engin leið að vita hvað gagnrýnendum á eftir að finnast. Ég er nokkuð viss um að viðbrögð þeirra eigi alltaf eftir að vera listamönnum hulin ráðgáta.“ Pöbbarölt með málaliðum Kvikmyndin Blood Diamond verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn. Leonardo DiCaprio er tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn í myndinni, sem fjallar öðrum þræði um blóðugt borgarastríð í Sierra Leone sem var fjármagnað með demantasölu. Birgir Örn Steinarsson hitti DiCaprio og Jennifer Connelly, mótleikkonu hans, og ræddi við þau um gerð mynd- arinnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.