Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 88

Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 88
V æntanleg er í bíó kvikmyndin Factory Girl sem fjallar um ris og fall einnar helstu súperstjörnu Andy Warhol, Edie Sedgwick. Myndin verður frum- sýnd í Bandaríkjunum 2. febrúar ef allt fer vel, en sjálfur texta- boltinn Bob Dylan er búinn að fara í mál við framleiðendur myndar- innar. Einnig er gamli refurinn Lou Reed búinn að lýsa henni sem drasli og handritshöfundum sem ólesandi hálfvitum. Af hverju, og hver var þessi Edie? Sumum fannst hún bara vera rík og snobb- uð stúlka sem tók of mikið af eiturlyfjum, En hún var þó músa helstu listamanna þessa tíma – Warhols og Dylans, villt og tryllt ljóska sem skilgreindi útlit og óhóf sjöunda áratugarins. Edie Sedgwick fæddist í Santa Barbara í Kaliforníu árið 1943. Foreldrar hennar, sem voru efnaðir og mótmælendatrúar, þjáðust af alverlegum geðveilum og hafði þeim verið ráðlagt af læknum að eignast ekki börn þar sem geð- veiki gengur í erfðir. Þau létu ekki segjast og eignuðust átta börn og var Edie næstyngst þeirra en öll þjáðust þau á misstuttum ævum sínum af geðkvillum. Edie barðist við þunglyndi, kvíða og anorexíu frá unga aldri, en hún ólst upp á risavöxnum búgarði efnaðra for- eldra sinna. Tvítug kynntist hún Chuck Weiss, bóhem nokkrum og kvennamanni, sem vildi ólmur fara með hana til New York. Þar hugðist hann kynna hana fyrir Andy Warhol sem var þá orðinn ein helsta fígúra listalífsins þar í borg. Weiss var sannfærður um að Warhol myndi gera hana fræga, og haustið 1963 héldu þau til New York og djömmuðu og dópuðu og voru hress. Í janúar 1964 hittu þau loks Andy Warhol í listasmiðju hans, The Factory, og hann kolféll fyrir hinni seiðmögnuðu Sedgwick sem minnti hann á „fallegan dreng“. Hann tók Edie upp á sína arma og ljósmyndaði og kvik- myndaði hana og gerði hana að stjörnu eins og Wein hafði spáð fyrir. Á þessum árum var Warhol aðallega að gera kvikmyndir og vildi meina að sá miðill væri mun áhugaverðari en málaralist. Hann gerði margar ódauðlegar myndir, meðal annars „Sleep“, þar sem fylgst er með manni sofa í heila nótt, fyrirbæri sem svefnlausa, amfetamín-dópaða Factory-geng- inu fannst alveg magnað. Edie lék í nokkrum myndum Warhols, þar á meðal Kitchen og Poor Little Rich Girl (eins og Warhol kallaði Sedgwick). Einnig var Andy dug- legur að fara með hana í teiti og þótti hún afskaplega frumleg og flott týpa. Edie klippti brúnu lokk- ana sína stutta og litaði þá ljósa í stíl við Warhol og eiturlyfjaneysla hennar jókst til muna. Hún komst tvisvar á síður bandaríska Vogue, sem síðar fordæmdi hana fyrir ólifnað. Síðar ánetjaðist hún heróíni, sem hún á að hafa orðið sér úti um hjá mótorhjólagengi nokkru, og greitt fyrir með kyn- lífi. Edie lagðist tvisvar inn á geð- deild og fékk raflostsmeðferð og er ljóst að hegðun hennar á manna- mótum á þessu tímabili var afskap- lega undarleg. „Hún var í eilífri þoku og ótrúlega furðuleg. Hún vissi alltaf hvað þú ætlaðir að segja áður en þú sagðir það,“ eins og bróðir hennar Jonathan lýsti henni. Kvikmyndin Factory girl einblínir aðallega á samband Edie Sedg- wick við hinn hvíthærða og undarlega listamann Andy Warhol, og tónlistarmanninn sem hún kynntist stuttu síðar, Bob Dylan. Warhol varð víst æfur þegar Sedgwick yfirgaf The Factory og bjó með vini Dylans, Bob Neuwirth á Chelsea Hotel. Sam- kvæmt mörgum var hún þó yfir sig ástfangin af Dylan en engar staðfestingar eru á að þau hafi átti í kynferðislegu sambandi. Nú eru bæði Edie Sedgwick og Andy Warhol löngu látin, þannig að ekki er hægt að heyra þeirra útgáfur, en Bob Dylan er sprelllifandi og er ekki hress. Samkvæmt mynd- inni átti Dylan að hafa átt í ástar- sambandi við Sedgwick, en hann segir svo ekki hafa verið, eða alla- vega muni hann ekki eftir því – einkenni margra á þessum þoku- kennda áratug. Samkvæmt Dylanfræðingum samdi hann þó nokkur lög um hana, þar á meðal „Leopard-Skin Pill-Box Hat“. Finnst honum sem myndin kenni sér um sjálfsmorð Sedgwick en hún lést eftir of stóran skammt af svefnlyfjum árið 1971, 28 ára gömul. Sienna Miller, sem leikur Edie, er undrandi á viðbrögðum Dylans. „Myndin kennir Andy Warhol miklu frekar um sorgleg örlög hennar“. Það þykir Lou Reed ekki nógu gott heldur, þar sem Andy er látinn og getur ekki svarað fyrir sig. Sumsé er þó almennt talið að Andy beri ábyrgð á eiturlyfjanotkun hennar og Dylan á að hafa valdið henni svo mikilli ástarsorg – Edie uppgötv- aði að hann var giftur og átti í sambandi við aðra konu í viðbót – að hún batt enda á líf sitt á þenn- an tragíska hátt. Bíómyndin gefur í það minnsta góða innsýn inn í þetta skemmtilega og svala tíma- bil í sögunni þar sem tónlist, myndlist og tíska voru í fyrir- rúmi. Ef til vill var Edie Sedg- wick ekkert annað en partístelpa en eins og henni var lýst af Roy Lichtenstein, þá var hún, eins og allir meðlimir The Factory, „ ... Listaverk. Hún var hlutur, sterk- lega skapaður hlutur.“ Áhugasamir um ævi og örlög Edie Sedgwick geta gluggað í eftir- farandi bækur: Girl on Fire, Up- tight, The Velvet Underground story, og nýju stóru Andy Warhol bókina. Þær fást í Eymundsson og Máli og Menningu. Þið getið einnig horft á myndina Ciao Manhattan þar sem Edie leikur sjálfa sig. Brothætta gyðjan Edie Sedgwick – Stúlkan sem fyllti Warhol og Dylan innblæstri. 11. hve r vinnur ! Sendu SMS BTC ABF á númerið 1900 og þú gætir unnið DVD myndina! Vinningar eru Antbully á DVD, DVD myndir Og margt fleira KemurÍ VERSLANIR25. janúar Viltu eintak? Vin nin ga rv er ða af he nd ir h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s ke yt ið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.