Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 99
Fyrst við erum nú komin á kaf í
sjötta áratuginn, þann byltingar-
kennda áratug, langar mig að velta
upp spurningunni hver hafi hann-
að minipilsið. Tveir eru aðallega
nefndir í þessu samhengi, báðir
stórkostlegir hönnuðir og braut-
ryðjendur á sínu sviði á þessum
tíma. Þetta eru hönnuðir sem allir
tískuunnendur þurfa að kunna
deili á þótt ég láti nú vera í bili að
skera úr um hver eigi raunveru-
lega heiðurinn af þessari mjög svo
mikilvægu uppfinningu.
Andre Courreges vann fyrir
Balenciaga áður en hann stofnaði
sitt eigið tískuhús í París árið 1961.
Courreges blandaði saman þeirri
teknísku kunnáttu sem hann til-
einkaði sér hjá Balenciaga og nýti-
stefnu verkfræðinnar (en hann var
einnig menntaður verkfræðingur)
til að skapa eina framhleypnustu
og sérstökustu fatahönnun sjötta
áratugarins. Framsæknir auka-
hlutir, hlífðargleraugu (goggles),
go go-stígvél, hjálmar og rúm-
fræðiformlaga pils í hvítum og
silfruðum litum. „Það að skapa er
að ímynda sér form.“ Í dag situr
Courreges á goðsagnakenndum
palli í franskri tískusögu.
Mary Quant stofnaði búðina
Bazaar í London 1955 og fram-
leiddi nýtískufatnað á viðráðan-
legu verði sem gerði tískuföt
aðgengilegri fyrir ungt fólk og
skapaði þar með nýjan markað.
Hver sem kann að hafa átt hug-
myndina að minipilsinu þá var það
tvímælalaust Mary Quant sem
gerði byltingu á því sviði í Bret-
landi. „Mig langaði alltaf til að
ungt fólk ætti sína eigin tísku,
algjörlega sína eigin 20. aldar
tísku.“ Mary Quant framleiddi
einnig á sjötta áratugnum plast-
regnkápur, hot pants og hnéhá,
uppreimuð, hvít plaststígvél.
„Fyrir einskæra tilviljun, jafnvel
mistök uppgötvuðum við að við
vorum stödd í miðju upphafi bylt-
ingar innan tískuheimsins.“
Ofurhönnuðurinn Tom Ford fæddist í Texas 1961.
Hann stúderaði arkitektúr í Parsons School of
Design í New York þaðan sem hann útskrifaðist
1986. Árið 1990 var hann ráðinn hjá Gucci til að
hanna daglegan fatnað (ready-to-wear) fyrir
konur. Þaðan vann hann sig upp metorðastigann
af metnaði og dugnaði þar til hann var orðinn
aðalstjórnandi Gucci-tískuhússins. Hann lét ekki
deigan síga og árið 1999 var Gucci-húsið, sem
var á barmi gjaldþrots er Ford tók við því, metið
á um fjóra milljarða dala. Það ár keypti Gucci
einnig YSL-tískuhúsið og sá Ford einnig um list-
ræna stjórnun á þeim bæ. Engin smá áskorun
það en Ford var þess fullviss að geta haldið
merkjunum vel aðskildum. „Í sögulegu sam-
hengi er Sophia Lauren Gucci og Catherine Den-
euve er YSL. Þær eru báðar kynþokkafullar þótt
Gucci sé örlítið fyrirsjáanlegri,“ segir hann.
Tom Ford er einstaklega orkumikill og sefur
aðeins um þrjá tíma á nóttu hverri.
„Það eru margir mun hæfileikaríkari hönn-
uðir en ég,“ segir hann hógvær. „En ég hef mik-
inn drifkraft og gefst aldrei upp. Sem er gott
því að öðru leyti hefði mér ekki gengið svona
vel og þá orðið mjög óhamingjusamur.“
Aðrir líta öðruvísi á málin, segja að leyndar-
mál Fords sé blanda af sterkri tilfinningu fyrir
fallegri tísku og góðu næmi á hinn almenna
neytanda.
Árið 2004 sagði Tom Ford skilið við stöðu
sína hjá tískuhúsunum Gucci og YSL og í vor
mun opna á Madison Avenue í New York fyrsta
búðin sem ber hans eigin nafn.
Á lista Toms Ford yfir hlutina sem hann vill
gera í lífinu er meðal annars að búa til kvik-
mynd.
„Það er hið fullkomna hönnunarverkefni.
Maður fær ekki bara að hanna það sem fólk
klæðist heldur umhverfið allt og einnig hvort
persónurnar lifa eða deyja.
Það er varanleiki í kvikmyndum sem tísk-
una skortir.“
Hönnuður dauðans