Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 98

Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 98
Í tískuheiminum er almennt talið að aðalborgirnar séu fimm: Fyrsta má nefna hina stórbrotnu og valdamiklu New York með allri sinni gífurlegu orku. Þá hina kreatívu höfuðborg Bretaveldis, London, með sínu unga og sjóðandi heita hæfileikafólki. Hin skipulagða Tókýó sem á síðustu áratugum hefur fært okkur magn- aða fatahönnuði með allt önnur sjónarmið og allt öðruvísi fegurðarímynd- ir en þekkst hefur í vestrænum heimi. Mílanó sem gegnum tíðina hefur skapað og sett heitustu trendin. Fyrst með Armani og Versace, seinna með Prada, Gucci og Dolce&Gabbana. Og svo París. Tískuborgin sem gnæfir yfir allar hinar. Um aldir hefur hún verið heimavöllur hinnar allra róttækustu þróunar í hátískuklæðn- aði. Sé gengið niður götu í París sjást þess þó engin augljós merki að þar slái hjarta heimstískunnar. Frakkar eru síst þekktir fyrir ofsafenginn klæðnað og virðast frekar búa að smekklegum en íhaldssömum fataskáp. Þó er það þannig að það er Parísartískan sem fær hjarta tískuunnenda til að slá hraðar. Hvar annars staðar myndi tískuelítan taka eins ólíkum hönnuðum og hinum öfgafulla og léttúðuga Christian Lacroix og hinni minimalísku Ann Demeulemeester jafn fagnandi? Annars vegar býr París yfir hönnuðum eins og Azzedine Alaïa, af mörgum talinn einn hinna síðustu sönnu kventískuhönnuða og til margra ára eitt best geymda leyndarmál borgarinnar. Hins vegar geymir París listamenn eins og Jean Paul Gaultier, skemmtikraft af guðs náð sem býr til föt á meistaralegan hátt af ástríðufullu stjórnleysi. Og þá eru ótaldir tískuhönnuðir á borð við John Galliano, Valentino, Balenciaga, Karl Lagerfeld og auðvitað Yves Saint Laurent. Vissulega ekki allt saman Frakkar en það er ekki aðalatriði. Hversu ólíkir sem þessir hönnuðir kunna að vera þá eru þetta einfaldlega bestu hönnuðir í heiminum. Og hvort sem það kemur hæfileikum þeirra við eður ei þá er það París sem sameinar þá alla. Margir þessara tískuhönnuða hafa verið lengi í bransanum og eru orðnir stór hluti af tískuheiminum sem stofnun. Það gæti því verið auðvelt að gleyma því að hver og einn þeirra hefur á sinn hátt átt ríkan þátt í framvindu tískunnar og framförum og einnig í að ögra fyrirfram ákveðnum hugmyndum okkar um hvað má og hvað má ekki í klæðaburði. París, ó París Það voru ekki aðeins svörtu sokkabuxurnar, stuttu kjól-arnir, stóru eyrnalokkarnir og löngu tregafullu gerviaugnhár- in. Edie Sedgwick öðlaðist frægð á því að vera algjörlega hún sjálf, svipað og gangandi listaverk. Klæðaburður hennar var líkt og framlenging af henni sjálfri og við fyllumst innblæstri af stíl hennar enn í dag. Nú verður frumsýnd í Banda- ríkjunum kvikmynd byggð á ævi Edie Sedgwick, The Factory Girl, með Siennu Miller í aðalhlutverki, og því er ekki úr vegi að rifja upp einstakan, allt að því kynlausan stíl einnar frægustu Warhol- súperstjörnunnar. Edie Sedgwick lifði glamúrlífi á ystu nöf í selskap Andy Warhol og félaga um miðjan sjöunda áratuginn. Með platínu- ljósan drengakoll og þykkar dökk- ar línur á augnlokunum, skil- greindi hún áreynslulaust hið svokallaða „mod-look“. „Baby- doll“ kjólar í anda Givenchy, sem á þessum tíma lagði sig fram um að frelsa hönnun sína undan höml- um kvenímyndarinnar, fóru vel á ofurgrönnum líkama Edie. Og þvert á hina kynlausu, nánast snið- lausu kjóla skartaði hún kvenleg- um glamúr eyrnalokkum í yfir- stærð og háum hælum. Svo leiðin að heitasta 60’s útlitinu er ekki svo flókin. Lykilatriði er að eignast einfalda, stutta kjóla, áberandi skartgripi, þá sérstaklega fallega eyrnalokka, einlitar sokkabuxur og þykkan blautan augnbýant! Edie Sedgwick gekk meira að segja svo langt að hafa ekki fyrir því að hreinsa augnmálninguna á kvöldin, hun bætti bara ofan á á morgnana! Sumir hafa bara ekki tíma fyrir smáatriði. En þessu mælir maður kannski ekki með til lengri tíma... Hrífst af galdraskikkjum Femme Fatale
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.