Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 16

Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 16
greinar@frettabladid.is Ídag eru liðin hundrað ár frá því Bríet boð-aði til fundar í Þingholtsstræti 18 til að stofna Kvenréttindafélag Íslands. Og nú gild- ir það sama og fyrr: Konur þurfa að segja frá og þær þurfa að tala saman. Hvernig líður frjálsum íslenskum konum á 21. öld? Hvað útheimtir móðurhlutverkið af konum við nútímaaðstæður? Þarf vinnutími á Íslandi að vera svona miklu lengri en í nágrannalöndum? Hver axlar ábyrgð á úrræðaleysi samfélagsins þegar kemur að öldruðum? Taka dæturnar við? Hví skyldu konur taka þátt í þögninni um launin ef þær tapa alltaf sjálfar? Þegar samfélagsþjónustu skortir axla konur byrðarn- ar, án launa og án viðurkenningar. Í hjarta hverrar konu þarf að vera vissan um að hið persónulega sem hún oft telur varða sig eina og vera sér að kenna er í raun almenn reynsla kvenna og þar með pólitískt mál. Fyrir alllöngu varð almenn við- horfsbreyting meðal kvenna. Nú er víðtæk samstaða um það meðal kvenna að konur eigi ákveðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta stöðu kvenna. Sú þrá er reyndar missterk – hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir. Reynslan hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Þess vegna hef ég lýst því yfir að ég muni gæta þess, þegar flokkur minn sest í ríkisstjórn, að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Ég upplifði það líka í ráðhúsinu að forsenda árangurs í jafnréttismálum er að æðstu stjórnendur láti þau til sín taka. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að færa ábyrgðina á jafnréttismálum til forsætis- ráðuneytisins. Við höfum verk að vinna og eigum að vera órög að takast á við þau rétt eins og konurnar sem stofnuðu Kvenréttindafélagið fyrir 100 árum. Ég óska konum og kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn og starf þeirra í þágu samfélagsins öll þessi ár. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Til hamingju með daginn Þ ar sem forseti lýðveldisins situr, þar situr Ísland. Fyrr í þessari viku birti skrifstofa forseta Íslands fréttatilkynn- ingu þar sem greint var frá því að hann hefði tekið sæti í Þróunarráði Indlands. Í raun réttri merkir það að Ísland hefur tekið þar sæti. Utanríkisráðuneytið, sem ber stjórn- skipulega ábyrgð á ákvörðunum af þessu tagi, hefur engar skýring- ar gefið. Á heimasíðu Þróunarráðs Indlands kemur fram að það er vist- að hjá rannsóknarstofnun sem kallast The Energy and Resources Institute. Sú stofnun er hluti af og til húsa hjá The Business Council for Sustainable Development. Aðild að þessum stofnunum virðast eiga rúmlega sextíu mikilsmetin fyrirtæki á sviði fjármálaþjón- ustu, olíu- og orkuiðnaðar, málmframleiðslu, efnaframleiðslu og fleiri greina. Þróunarráð Indlands er skilgreint sem sjálfstæð stofnun óháð ríkisstjórnum með aðild bæði Indverja og erlendra manna. Fyrsta verkefni Þróunarráðsins verður að kynna síðar á þessu ári niður- stöður af rannsóknum The Energy and Resources Institute um grænt Indland til 2047 ásamt ráðleggingum þeirra sem í ráðinu sitja til ríkisstjórnar Indlands. Þær stofnanir sem hér um ræðir og indversk og alþjóðleg fyrir- tæki hafa byggt upp eru gott dæmi um þá jákvæðu hugarfarsbreyt- ingu sem nú á sér stað á meðal stjórnenda í atvinnulífi margra landa og lýsir vaxandi skilningi á umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð með skírskotun til þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Ástæða er til að fagna þegar íslensk stjórnvöld leggja þessum viðhorfum lið hvar sem er í heiminum og flytja boðskapinn um hvað Ísland getur lagt af mörkum. Það hefur ótvírætt gildi fyrir íslenskt atvinnulíf. Forseti Íslands á ómetanlegt framlag í þessum efnum. Satt best að segja hafa fáir leyst slík verk betur af hendi og af jafn miklum þrótti og hann. Hér verður hins vegar að hafa í huga að það er eitt að tala til þessara fyrirtækja á ráðstefnum og annað að tala og láta í ljós álit á vegum einstakra stofnana þeirra þó að þær teljist sjálfstæðar og óháðar. Forseti Finnlands ávarpaði til dæmis Delhi-ráðstefnuna um sjálfbæra þróun á dögunum eins og forseti Íslands en tók ekki sæti í Þróunarráði Indlands. Enginn efast um gildi málstaðarins í þessu tilviki. Álitamálið lýtur einvörðungu að aðkomu og hlutverki Íslands sem fullvalda ríkis á þessum vettvangi. Dæmalaust er að Ísland hafi með þessum hætti tekið sæti í ráðum óháðum ríkisstjórnum í þeim tilgangi að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í öðrum ríkjum. Hér sýnist því vera um slíkt utanríkispólitískt nýmæli að ræða að ráðherra hefði verið rétt lögum samkvæmt að kynna það fyrir utanríkisnefnd Alþingis. Sum viðfangsefni forseta Íslands eru eðli máls samkvæmt algjörlega persónubundin og tengjast í engu stjórnarskrárbundnu hlutverki hans. Kostnaður við þau greiðist þá ekki úr ríkissjóði. Líti utanríkisráðherra svo á að slíkar aðstæður séu uppi í þessu máli þarf hann að rökstyðja það. Aðalatriðið er að mál eins og þetta þarf að upplýsa og skýra með fullnægjandi hætti. Það hefur ekki verið gert. Í þessu tilviki hvílir sú skylda á utanríkisráðherra. Einu gildir hvort ráðherranum var kunnugt um málið. Ábyrgðin er sú sama. Utanríkisráðherra skuldar skýringar Ekki eru nema örfá ár síðan það var í tísku að halda því fram að þjóðríkið væri dautt og dánar- orsökin væri alþjóðavæðingin. Þróun undanfarinna ára hefur fært mönnum sanninn um hið gagn- stæða og nú keppist hver um annan þveran að lýsa yfir dauða alþjóðavæðingarinnar. Fátt hefur þó breyst nema sýn manna á tilveruna. Á undanförnum vikum hefur fáum tekist betur að höfða til hefðbundinnar þjóðernishyggju hér á Íslandi en Frjálslynda flokknum. Á landsfundi flokksins sem er framundan verður tekist á um það hverjir stjórna þeim flokki, þeir sem ætla nú að gera þjóðernishyggju að grundvallar- stefnumáli og atkvæðabeitu flokksins, eða hinir sem hafa mótað stefnu flokksins undanfarin ár. Sú stefna sver sig að ýmsu leyti í ætt við stefnu hinna stjórnarand- stöðuflokkanna; Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs og Samfylkingarinnar. Hún hefur þann kost að hún hefur gert stjórnarandstöðuna að skýrum valkosti við stjórnarflokkana og opnað möguleikann á því að ríkisstjórninni sem heild verði skipt út eftir næstu þingkosningar. Frá sjónarmiði sumra forystu- manna Frjálslynda flokksins hefur þessi stefna hins vegar þann ókost að hún markar flokknum afar litla sérstöðu. Þá sérstöðu hafa þeir nú fundið í stöðugri umræðu um „íslamista“ sem er hinn nýi demón þjóðrembumanna um alla Evrópu. Nú er þjóðernisstefna fjarri því að vera eitthvað jaðarfyrirbæri og því fer fjarri að allir þjóðernis- sinnar líti til nasisma eða fasisma sem fyrirmynda. Sannleikurinn er sá að þjóðernisstefnan mótar skoðanir nánast allra, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þeir sem halda að þeir séu lausir við þjóðernishyggju reynast oftar en ekki vera illa haldnir af sjálfs- blekkingu. Í þjóðernisstefnu í sinni einföldustu mynd felst ekki annað en að þjóðríkið er sett í öndvegi og þátttaka í því er forsenda allrar umræðu. Auðvitað er það ekki sjálfsagður hlutur að allir Íslendingar séu frá fæðingu þvingaðir til að eiga aðild að íslenska þjóðríkinu og þessu samfélagi, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þeir sem ekki setja spurningarmerki við slíkt hljóta að teljast þjóðernissinnar í einhverj- um skilningi, því að þeir efast ekki um grundvöll eða réttmæti þjóðernisins. Þjóðin er trúarbrögð nútímans, jafnvel í ríkari mæli en trúar- brögðin sjálf. Það er ekki hægt að hafna þjóðinni nema þá að flýja land og skipta um ríkisfang. En þá er fólk samt ekki laust við þjóðernið sem slíkt. Þetta eru staðreyndir sem hafa alltaf verið í gildi en eru að renna upp fyrir æ fleirum. Þeir sem nú ætla að ætla að spila út því trompi, rétt fyrir kosningar, að skilgreina sjálfa sig sem Evrópusinna, eru flokkar sem hafa misst af lestinni, dagað uppi með úrelta sýn á þjóðmálin og veröldina. Því hversu Evrópusinn- uð erum við í raun og veru? Halda Evrópusinnar með Belgum frekar en Kanadamönnum í íþróttum? Fylgjast þeir af spenningi með nýjum, „evrópskum“ skáldsögum? Eru hagsmunir Evrópu eitthvað sem skiptir okkur máli? Nei, meira að segja í umræðu um Evrópusam- bandið eru „hagsmunir Íslendinga“ það eina sem nokkur stjórnmála- maður nennir að tala um. Ég sakna ekki þeirrar Evrópu- og alþjóðahyggju sem aldrei náði að vera alþjóðleg í raun. Ef þjóðhverf hugsun er í raun og sann eðlileg í því samfélagi og þeim heimi sem við búum í núna er best að fólk geri sér grein fyrir því og sé ekki haldið þeim hroka að líta á sjálft sig sem víðsýnt og alþjóða- sinnað þótt það hafi aldrei gert minnstu tilraun til að setja spurningarmerki við sjálfa forsendu allrar umræðu, þjóðernið. Á hinn bóginn hugnast mér ekki heldur sú þjóðrembustefna sem eitt af flokksbrotum Frjálslynda flokksins ætlar nú að bera fyrir þjóðina. Ég hef engan áhuga á því að láta þessa menn segja okkur Íslendingum hvað við séum og hvað viljum. Að óvinir okkar séu einhverjir óskilgreindir íslamistar og að allt sem er vel heppnað og gagnlegt í okkar samfélagi sé afleiðing af einhverjum „vestræn- um gildum“. Mér finnst kaffi gott þó að það sé „tyrkjadrykkur“ og vil lesa blaðið með kaffinu enda þótt Kínverjar hafi fundið upp prentlistina en ekki Gutenberg. Ég nenni ekki að fylgja fordæmi farís- eans og miklast af því að ég bý í vestrænu samfélagi sem nýtur alls þess sem vestrænar þjóðir hafa stolið af öðrum heimshlutum undanfarnar aldir. Það er ástæða til að hneykslast á stöðugu og endalausu dekri vestrænna ríkisstjórna við einræðisstjórnina í Sádi-Arabíu undanfarna áratugi. En þá á líka að draga mörkin þar, en ekki þegar íslenskar þingkonur sýna gestgjöf- um þar þá kurteisi að klæða sig í þjóðbúninga á meðan opinber heimsókn stendur yfir. Sádarnir kúga þjóð sína með vopnum sem vestrænar ríkisstjórnir seldu þeim og margvíslegri aðstoð sem þeir njóta í nafni „stríðsins gegn hryðjuverkum“. Þar liggur vandinn en hinir nýju þjóðernissinnar kjósa að horfa framhjá honum og einblína á framandlega búninga. En búningar drepa ekki nokkurn mann. Það gera hins vegar hin vestrænu vopn sem einræðis- stjórnir um allan heim hafa greiðan aðgang að. Á sama tíma og þau streyma greiðlega um allan heim er undarlega holur hljómur í málflutningi farísea nútímans. Þjóðernishyggjan snýr aftur Suðurströnd 4 Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000 *T ire R ev ie w M ag az in e Bestu dekkin átta ár í röð!*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.