Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 11
Bandarískur vísindamað-
ur, Charles Roselli, hefur mætt
harðri gagnrýni fyrir rannsóknir
sýnar á samkynhneigð hrúta.
Hann er sakaður um að vera að
leita leiða, með vísindin að vopni,
til þess að „lækna“ samkynhneigð
í mönnum.
Samkvæmt bandaríska dag-
blaðinu New York Times segir
hann rannsóknir sínar, sem hann
hefur stundað í fimm ár, hafa það
markmið að kanna lífeðlisfræði-
legar orsakir þess að átta prósent
allra hrúta séu samkynhneigð.
Hann vísar alfarið á bug öllum
ásökunum um annarleg markmið.
Allar fullyrðingar um að hann vilji
„lækna“ samkynhneigð séu byggð-
ar á tómum misskilningi.
Í vetur hafa dýraverndarsam-
tökin PETA beint spjótum sínum
mjög að rannsóknum Rosellis.
Gagnrýni samtakanna hefur vakið
mikla athygli, bæði meðal dýra-
vina og mannréttindafrömuða.
Dýravinir gagnrýna hann eink-
um fyrir að slátra hrútum, sem
Roselli viðurkennir fúslega að
hafa gert í því skyni að rannsaka
heila hrútanna.
Sumir gagnrýnendanna segja
hins vegar rannsóknirnar opna
þann möguleika að reynt verði að
hafa áhrif á kynhneigð manna með
læknisfræðilegu inngripi, hvort
svo sem það sé markmið Rosellis
eða ekki.
Segir gagnrýnina misskilning
Í nýrri rýmingar-
áætlun vegna hugsanlegs
stíflurofs Hálslóns Kárahnjúka-
virkjunar er gert ráð fyrir að 150
þúsund rúmmetra flóð myndi ná
efstu bæjum á skilgreindu
áhættusvæði á minnst tveimur
klukkustundum. Þetta gefur 90
mínútna viðbragðstíma. Þetta
kom fram á borgarafundi í
Brúarási í Jökulsárhlíð í fyrra-
kvöld.
Fram kom á fundinum að
rýmingaráætlun væri þegar
fyrirliggjandi. Almannavarnar-
deild ríkislögreglustjóra hefur
falið yfirvöldum á héraði að vinna
sérstaka rýmingaráætlun.
Viðbragðstími
90 mínútur
Um fimmti hver
leikskóli á landinu hefur ekki
opinbera uppeldisstefnu og
svipað stór hluti hefur ekki mótað
eigin skólanámskrá, samkvæmt
könnun sem menntamálaráðu-
neytið gerði í fyrra. Í vefriti
menntamálaráðuneytisins segir
að auk þess hafi um sjö prósent
leikskóla hvorki opinbera
uppeldisstefnu né eigin skóla-
námskrá.
Þetta er á skjön við aðalnám-
skrá leikskóla, þar sem segir að
sérhver leikskóli eigi að gera
skólanámskrá sem er í samræmi
við opinbera uppeldisstefnu
leikskólans. Í ljósi þessa hefur
ráðuneytið ákveðið að kalla eftir
frekari upplýsingum.
Fimmtungur
án opinberrar
uppeldisstefnu
Lögreglan á Ítalíu hefur
uppgötvað falinn geymslustað
grafarræningja þar sem fundust
fornar rómverskar lágmyndir úr
marmara sem sýna einstaklega
raunverulegar myndir af
skylmingaþrælum í átökum upp á
líf og dauða.
Áætlað er að listaverkin séu
frá 1. öld fyrir Krist og að þær
hafi prýtt grafhýsi í nágrenni
Rómar, sem enn á eftir að finna.
Myndirnar fundust grafnar í
garði við einkaheimili í 40
kílómetra fjarlægð frá Róm.
Var þessu lýst sem meiri
háttar fornleifafundi og um leið
áfalli fyrir ólöglega verslun með
fornmuni.
Fundust í bæli
grafarræningja
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti
nýlega ADHD-samtökunum styrk
úr minningarsjóði Gunnars
Thoroddsen, fyrrverandi borgar-
stjóra og forsætisráðherra.
Sjóðurinn var stofnaður af
hjónunum Bentu og Valgarði
Briem árið 1985 þegar liðin voru
75 ár frá fæðingu Gunnars.
Þetta er í tuttugasta og fyrsta
sinn sem veitt er úr sjóðnum og
hafa styrkþegar bæði verið
félagasamtök og einstaklingar.
ADHD-samtökin styðja við
börn og fullorðna með athyglis-
brest, ofvirkni og skyldar raskanir,
sem og fjölskyldur þeirra.
Veitir stuðning
við fjölskyldur
Arctic Trucks sýnir og selur í samstarfi við Ingvar Helgason
nýja breytta jeppa á verulega lækkuðu verði