Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 11

Fréttablaðið - 27.01.2007, Page 11
 Bandarískur vísindamað- ur, Charles Roselli, hefur mætt harðri gagnrýni fyrir rannsóknir sýnar á samkynhneigð hrúta. Hann er sakaður um að vera að leita leiða, með vísindin að vopni, til þess að „lækna“ samkynhneigð í mönnum. Samkvæmt bandaríska dag- blaðinu New York Times segir hann rannsóknir sínar, sem hann hefur stundað í fimm ár, hafa það markmið að kanna lífeðlisfræði- legar orsakir þess að átta prósent allra hrúta séu samkynhneigð. Hann vísar alfarið á bug öllum ásökunum um annarleg markmið. Allar fullyrðingar um að hann vilji „lækna“ samkynhneigð séu byggð- ar á tómum misskilningi. Í vetur hafa dýraverndarsam- tökin PETA beint spjótum sínum mjög að rannsóknum Rosellis. Gagnrýni samtakanna hefur vakið mikla athygli, bæði meðal dýra- vina og mannréttindafrömuða. Dýravinir gagnrýna hann eink- um fyrir að slátra hrútum, sem Roselli viðurkennir fúslega að hafa gert í því skyni að rannsaka heila hrútanna. Sumir gagnrýnendanna segja hins vegar rannsóknirnar opna þann möguleika að reynt verði að hafa áhrif á kynhneigð manna með læknisfræðilegu inngripi, hvort svo sem það sé markmið Rosellis eða ekki. Segir gagnrýnina misskilning Í nýrri rýmingar- áætlun vegna hugsanlegs stíflurofs Hálslóns Kárahnjúka- virkjunar er gert ráð fyrir að 150 þúsund rúmmetra flóð myndi ná efstu bæjum á skilgreindu áhættusvæði á minnst tveimur klukkustundum. Þetta gefur 90 mínútna viðbragðstíma. Þetta kom fram á borgarafundi í Brúarási í Jökulsárhlíð í fyrra- kvöld. Fram kom á fundinum að rýmingaráætlun væri þegar fyrirliggjandi. Almannavarnar- deild ríkislögreglustjóra hefur falið yfirvöldum á héraði að vinna sérstaka rýmingaráætlun. Viðbragðstími 90 mínútur Um fimmti hver leikskóli á landinu hefur ekki opinbera uppeldisstefnu og svipað stór hluti hefur ekki mótað eigin skólanámskrá, samkvæmt könnun sem menntamálaráðu- neytið gerði í fyrra. Í vefriti menntamálaráðuneytisins segir að auk þess hafi um sjö prósent leikskóla hvorki opinbera uppeldisstefnu né eigin skóla- námskrá. Þetta er á skjön við aðalnám- skrá leikskóla, þar sem segir að sérhver leikskóli eigi að gera skólanámskrá sem er í samræmi við opinbera uppeldisstefnu leikskólans. Í ljósi þessa hefur ráðuneytið ákveðið að kalla eftir frekari upplýsingum. Fimmtungur án opinberrar uppeldisstefnu Lögreglan á Ítalíu hefur uppgötvað falinn geymslustað grafarræningja þar sem fundust fornar rómverskar lágmyndir úr marmara sem sýna einstaklega raunverulegar myndir af skylmingaþrælum í átökum upp á líf og dauða. Áætlað er að listaverkin séu frá 1. öld fyrir Krist og að þær hafi prýtt grafhýsi í nágrenni Rómar, sem enn á eftir að finna. Myndirnar fundust grafnar í garði við einkaheimili í 40 kílómetra fjarlægð frá Róm. Var þessu lýst sem meiri háttar fornleifafundi og um leið áfalli fyrir ólöglega verslun með fornmuni. Fundust í bæli grafarræningja Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti nýlega ADHD-samtökunum styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borgar- stjóra og forsætisráðherra. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarði Briem árið 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem veitt er úr sjóðnum og hafa styrkþegar bæði verið félagasamtök og einstaklingar. ADHD-samtökin styðja við börn og fullorðna með athyglis- brest, ofvirkni og skyldar raskanir, sem og fjölskyldur þeirra. Veitir stuðning við fjölskyldur Arctic Trucks sýnir og selur í samstarfi við Ingvar Helgason nýja breytta jeppa á verulega lækkuðu verði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.