Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 96
Í dag er 251 ár frá því að einn mesti tónsnillingur allra tíma, Wolf-
gang Amadeus Mozart, fæddist í Salzburg. Líklega verða hátíðahöld-
in lítilfjörleg miðað við húllumhæið í fyrra, þegar heimsbyggðin hélt
upp á stórafmæli meistarans með glæsibrag.
Sjálfur hef ég aldrei skilið umstangið kringum afmælisár löngu
liðinna tónskálda. Átti tónlist Mozarts eitthvað meira erindi við
okkur árið 2006 en 2005, eða 2007? Er ekki öll sönn list hafin yfir
stund og stað? Reyndar efast ég um að Mozart hafi verið nokkur
greiði gerður með ýmsu því sem fram fór á stórafmælisárinu. Til
dæmis var mikið flutt af sjaldheyrðum verkum sem stundum voru
langt undir þeim væntingum sem maður gerir ósjálfrátt til Mozarts,
æskuverk eða tónverk samin á leifturhraða þegar fjárhagurinn var
kominn í þrot. Mozart skapaði ekki eintóm meistaraverk, frekar en
Bach, Beethoven, Shakespeare eða Vincent van Gogh. Allir eiga sína
góðu og slæmu daga, líka mestu listamenn sögunnar.
Það heyrist stundum sagt að tónlist Mozarts sé fyrirsjáanleg, jafnvel
svolítið barnaleg á köflum. Þetta finnst mér hin mesta fjarstæða.
Mozart var langt frá því að vera barnalegur í tónlist sinni – nema
þeirri sem hann samdi þegar hann var sjálfur barn, eins og eðlilegt
er. Við megum heldur ekki horfa fram hjá því hvaða viðhorf voru við
lýði í tónlist á tímum Mozarts. Þegar klassíski stíllinn tók að ryðja
sér til rúms skömmu fyrir miðja 18. öldina lögðu tónskáld allt kapp á
að gera verk sín nógu einföld og „náttúruleg“. Flóknar tónarunur og
ómstríð hljómasambönd barokksins heyrðu sögunni til; tónlist átti
ekki að vera þung, erfið og flókin, heldur létt, þokkafull og þægileg
áheyrnar.
Sumir tóku þessa nýju kröfu helst til bókstaflega, eins og franski
heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau sem samdi óperur sem í
dag hljóma allt að því óbærilega einfaldar. Einfaldleikinn gat orðið
að einfeldningshætti þegar minnst varði, en snillingur á borð við
Mozart lét slíkt ekki henda sig. Þegar hann óx úr grasi stóð honum
enginn á sporði hvað varðaði ímyndunarafl og framsækni í tónsköp-
un, enda þótti samtímamönnum hans stundum nóg um kröfurnar sem
hann gerði til hlustenda sinna.
Fegurðin og heiðríkjan sem býr í tónlist Mozarts hefur gert hana
ódauðlega. En ef við hlustum vandlega getum við heyrt að það býr
meira að baki. Ein frægasta tónsmíð Mozarts er píanókonsertinn í C-
dúr K. 491, ekki síst hægi kaflinn sem hefst á undurblíðu og svífandi
fiðlustefi. Stemningin er kyrrlát og allt er í fullkomnu samræmi. En
skyndilega fer allt á verri veg. Tónlistin breytir um svip, verður
ólgandi og myrk, og ómstríðir hljómarnir sökkva neðar og neðar í
hyldýpið. Eftir nokkrar óvissusekúndur kippir Mozart okkur aftur
upp á yfirborðið. Allt er slétt og fellt á ný, en vitneskjan um að svona
gæti farið á hverri stundu fylgir manni allt til lokatóns.
Ekki verður heldur sagt að upphafið að strengjakvartettinum í C-
dúr K. 465 sé hlustendavænt. Kvartettinn hefst á hægum og myrkum
inngangi þar sem hljóðfærin koma inn hvert af öðru en eru algerlega
á skjön við umhverfi sitt, eins og spilararnir séu staddir hver í sínum
heimi. Það tekur þá meira en 20 takta að ná saman og þessar tvær
ómstríðu, dulúðlegu mínútur eru einhverjar þær nútímalegustu sem
Mozart samdi. Sama má segja um lokaþátt frægu g-moll sinfóníunn-
ar K. 550, þar sem kraftmikið stefið fer eitt sinn eftirminnilega „út
af sporinu“ í miðjum klíðum. Nótur hljóma á stangli hér og þar,
algerlega ófyrirséðar bæði hvað varðar tónhæð og rytma, svo að
útkoman er nær 20. öldinni en nokkuð sem samtímamenn Mozarts
létu eftir sig.
Engum sem heyrir umrædda takta myndi detta í hug að lýsa
tónlistinni sem barnalegri. Þvert á móti: Í meistaraverkunum sem
Mozart samdi á fullorðinsárum sínum hefur hann fullkomið vald á
list sinni og notar hana til að hreyfa við áheyrendum sínum á
nýstárlegan hátt. Tónlist Mozarts er eilíft samspil ljóss og skugga,
gleði og sorgar. Alveg eins og lífið sjálft.
Til hamingju Mozart!
Þau mistök urðu á menningar-
síðum gærdagsins að fullyrt
var að frumsýning á Mýra-
manni Gísla Einarssonar á
Landnemasetrinu í Borgarnesi
væri í gærkvöldi – föstudag.
Hið sanna er að hún er í kvöld.
Er beðist velvirðingar á þessu
mishermi.
Leiðrétting
Í dag kl. 16.00 verður sýnd mynd
Bernardos Bertolucci frá árinu
1987, Last Emperor eða Síðasti
keisarinn í Bæjarbíói, Hafnarfirði
á vegum Kvikmyndasafnsins.
Myndin er eins konar ævisaga
Pu Yi, sem þriggja ára að aldri tók
við veldissprotanum sem síðasti
keisarinn í Kína.
Sýningar Kvikmyndasafnsins
eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6,
Hafnarfirði, þriðjudaga kl. 20.00
og laugardaga kl. 16:00. Miðasala
opnar um hálftíma fyrir sýningu
og miðaverð er kr. 500. Frekari
upplýsingar er að finna á heimasíð-
unni www.kvikmyndasafn.is.
Síðasti
keisarinn
víkingar&
gyðingar
3 dansleikhúsverk og stuttmynd
í Hafnarfjarðarleikhúsinu
26. og 27. janúar kl.20.00.
Miðapantanir í síma 555 2222
og Good Company kynna:
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI