Fréttablaðið - 27.01.2007, Side 105
Íslenska
landsliðið hefur tapað
tveimur leikjum á HM í
handbolta í Þýskalandi,
fyrir Úkraínu og fyrir
Póllandi. Í hvorugum
þessara leikja hefur
íslenska vörnin og mark-
verðirnir ráðið við skyttur and-
stæðinganna.
Í leiknum gegn Úkraínu vörðu
íslensku markverðirnir aðeins
22% langskota Úkraínumanna,
sem skoruðu alls 14 mörk af níu
metrunum í leiknum. Í tapinu
gegn Póllandi í síðasta leik fékk
íslenska landsliðið á sig heil 18
mörk með langskotum, eða tvöfalt
meira en liðið hafði fengið á sig í
sigurleikjunum þremur.
Íslensku markverðirnir vörðu
reyndar 8 langskot en sökum
fjölda marka af níu metrunum var
hlutfall markvörslu þeirra úr
langskotum aðeins 31%.
Þegar markvarsla úr langskot-
um er skoðuð eftir sigur- og
tapleikjum blasir stingandi stað-
reynd við. Í sigrunum fær íslenska
liðið aðeins á sig 9,3 langskots-
mörk að meðaltali og markverðir
verja 53% skota af níu metrun-
um.
Í tapleikjunum er markvarslan
hins vegar komin niður í 27% og
mótherjarnir skora 16 langskots-
mörk að meðaltali.
Markvarslan í langskotum var
vandamál í Tékkaleikjunum en
eftir góða frammistöðu gegn
Frökkum, sem skoruðu aðeins
fimm langskotsmörk á móti
íslenska liðinu, var eins og vörnin
væri búin að finna leið. Það sást
hins vegar gegn Pólverjum að
strákarnir þurfa að finna leiðir til
að loka fyrir þennan stóra „leka“ á
íslensku vörninni.
Skotnir niður í tapleikjunum
Franska knattspyrnu-
goðið Michel Platini er nýr for-
seti UEFA en hann vann fráfar-
andi forseta, Svíann Lennart
Johansson, í forsetakosningunum
í gær. Platini hlaut 27 atkvæði
gegn 23 en tvö atkvæðin voru
ógild. Hinn 77 ára gamli Svíi var
búinn að sitja í forsetastólnum í
sautján ár. „Ég var búinn að búa
mig lengi undir forsetahlutverk-
ið og ég er tilbúinn,“ sagði hinn
51 árs gamli Platini, sem var á
sínum tíma þrívegis kosinn besti
knattspyrnumaður Evrópu og
leiddi Frakka til Evrópumeist-
aratitils síns 1984.
Sepp Blatter, forseti FIFA, var
ánægður. „Þetta kom mér ekki á
óvart. Ég er mjög ánægður með
að fara að vinna með manni sem
hefur sömu sýn á fótboltann og
ég,“ lét Blatter hafa eftir sér í
gær. Umdeildasta skoðun Platini
er að hann vill fækka sætum
stóru landanna í Meistaradeild-
inni úr fjórum í þrjú.
Platini steypti Johansson af stalli
LeBron James,
leikmaður Cleveland, fékk flest
atkvæði í kosningu í stjörnuleik
NBA-deildarinnar í körfubolta
sem fer fram 18. febrúar í Las
Vegas.
James fékk yfir 2,5 milljónir
atkvæða en með honum í byrjun-
arlið Austurdeildarinnar voru
kosnir Dwyane Wade og Shaquille
O’Neal í Miami, Gilbert Arenas
hjá Washington og Chris Bosh hjá
Toronto. O’Neal var kosinn í liðið
fjórtánda árið í röð og jafnaði þar
með afrek Jerrys West og Karls
Malone.
Í lið Vesturdeildarinnar voru
kosnir þeir Yao Ming og Tracy
McGrady frá Houston, Kevin
Garnett frá Minnesota, Tim
Duncan frá San Antonio og Kobe
Bryant frá LA Lakers. Aðeins
einu sinni áður hefur leikmaður
fengið fleiri atkvæði en James, en
Kínverjinn Yao Ming fékk fleiri
atkvæði árið 2005.
LeBron fékk
flest atkvæði
Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, er hræddur
um að liðið þurfi að leika án
sóknarmannsins Robin van Persie
út þetta tímabil. Van Persie
fótbrotnaði eftir að hafa skorað
jöfnunarmarkið gegn Manchester
United fyrir viku síðan. „Venju-
lega tekur sex til átta vikur að
jafna sig af þessum meiðslum en
þetta gæti farið upp í tíu,“ sagði
Wenger.
Arsenal á leik gegn Bolton í
bikarkeppninni um helgina.
Hræddur um
van Persie